Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1906, Blaðsíða 1

Freyr  - 01.03.1906, Blaðsíða 1
J'KE Y R. Landbúnaðarlöggjöf 1905. VII. Lög- um skýrslur um alidýrasjúkdóma. ITrumvarp þetta var samþykt að mestu ó- Lreytt fró því sem það var, þegar það kom frá milliþingauefndinni, nema hvað neðri deild bætti inn í frumvarpið sektarákvæðum fyrir að gefa vísvitandi rangar skýrslur, og beimilaði lög- reglustjóra að ákveða dagsektir með úrskurði, ef tregða væri sýnd í að láta slíkar skýrslur í tó. VIII. Lög um gaddavírsgirðingar. iÞau voru samþykt óbreytt að efni til, eins og þau komu írá milliþinganefndinni. Frumvarpið var lagt fram í efri deild. Urðu um það all-miklar umræður, ekki af því að menn greiudi á um stefnu frumvarpsins eða einstakar greinar þess, heldur af því að vissir þingmenn þurftu að svala sér á bændum fyrir það, að þeir vildu eigi nota „gaddavírslögin11, og einstöku mönnum, sem hafa andmælt þeim opinberlega. Nefndin, sem skipuð var í málið (Guðjón Guðlaugsson, Guttormur Vigfússon og Þorgr. IÞórðarson) segir: „að lögin frá 19. des. 1903 (gaddavírslögin) séu ein hin þörfustu og nytsóm- ustu lög, sem hafi komið frá þinginu nú á síð- ari tímum“, en leggur þó einróma til, að frest- að sé framkvæmd þeirra, eftir að þau höfðu verið í gildi rúmt ár! Vér efumst ekki um að slikt samræmi(!) millum orða og athafna, sem hér kemur fram hjá nefndinni, gæti „gert sig“ á leiksviði í gamanleik, en miður vel fer á því á löggjafarþingi þjóðarinnar. > ' IX. Lög um breyting á og viðauka við lög umstofnun Ræktunarsjóðs íslands 2. marz 1900. Þessu frumvarpi breytti stjórnarráðið ekk- ert, það var lagt fram í neðri deild, og samþykt að efni til óbreytt því nær umræðulaust, 1. gr. með 20 atkvæðum, en hinar með 23 atkv. Efrideild breytti frumvarpinn þannig að Rækt- unarsjóður skyldi borga 4°/0 í vexti til lands- sjóðs aí andvirði þeirra jarða, er seldar yrðu eftir 1. jan. 1906. Samþykt í einu hljóði. Erumvarpið gekk svo til neðrideildar aftur og var þar samþykt sú miðlunartillaga (með 15 atkvæðum) að Ræktunarsjóðurinn greiddi lands- sjóði 2°/0 af andvirði þjóðjarða, er seldar yrðu eftir áramót 1906. Þetta þótti efri deild ekki nóg og færði gjaldið í landssjóð úr 2°/0 upp í 3°/0- Erumvarpið fór síðar í sameinað þing, og hafði efri deild þar sitt fram. Eins oglögin eru, nú fær Ræktunarsjóður- inn andvirði seldra þjóðjarða aðeins til útlána, en greiðir landssjóði S°/0 vexti af lánuuum jafnóðum og þeir rennaí Ræktunarsjóðsins. Þótt nú vextir af útlánsfé Rækunarsjóðsins verði færðir úr 3°/o UPP í 4°/0, sem gjöram á ráð fyrir, verða tekjur hans fyrst um sinn aðeins rúmar 6,000 kr, því nokkuð fé verður hann að liggja með, er hann getur ekki ávaxtað á hverjum tíma, og svo má óhætt gjöra ráð fyrir að hann tapi nokkru fé við og við, þar sem hann lánar að- allega gegn öðrum veðrétti. Af þessum tekj- um sjóðsins má verja alt að ®/, eða rúml. 4,000 kr. til að styrkja menn til lífsábyrgðar- kaupa til viðbótartryggingar lánveitingum til á- býliskaupa, og til að verðlauna fyrir atorku, liagsýni og eftirbreytnisverðar nýjungar í bún- aði. Hitt legst við höíuðstólinn. Efri deild ætl- aðist til, að fast að helmingur af árstekjum sjóðsins gengi til líftryggingar til þess að hjálpa grasbýlismönnum og smábændum til að eignast ábýlisín. Mikill meiri hluti grasbýlis- manna (húsmenn sem hafa stærri eða minni jarðarskika) er og verður að sjálfsögðu við sjávarsíðuna, lifir aðallega á fiskiveiðum. Óhætt er þvl að gjöra ráð fyrir að lý af tekjum

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.