Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.03.1907, Qupperneq 3

Freyr - 01.03.1907, Qupperneq 3
FEEYR. 27 Útengjar eru víðagóðar í Óspakseyrar- og Eellshreppum, og hægt til slægna, en vetrar- ríki allmikið. Tún eru víða girt, og bætt til muna, þó yfirleitt minna en í Báejarhreppi. Steingrímsfjörður er stærsti fjörðurinn í Strandasýslu, 372 míla á lengd. Hann skerst inn úr Húnaflóa rétt fyrir norðan Kollafjörð, gengur fyrst i vestur, en beygir svo til norð- vesturs. Bygðarlögin meðf'ram honum að sunnan heita Kirkjubólshreppur og Hrófbergs- hreppur. Kollaíjarðarnes er syðsta býlið í Kirkju- bólshreppi, á nesinu vestan við Kollafjörð, beint á móti Bröddanesi, og er örskamt yfir fjörðinn. Þar bjó Asgeir Einarsson alþingism. áður en hanu flutti að Þingeyrum. Túnið er stórt, alt rennislétt, og vel girt. Dúntekja er talsverð og selveiði nokkur. Nú er búið að afráða, að kaupa Kollafjarð- arnes og gjöra það að prestsetri, og reisa þar kirkju, en rífa Tröllatungu og EelLskirkjur og selja jarðirnar. Orskamt frá Kollafjarðarnesi er Hvalsá, lítið býli. Báðar þær jarðir eru við Kollafjörð, og ætti að teljast til Eellshrepps. iÞaðan er löng bæjarleið iun Gálmaströnd, en úr þvi er hreppurinn þéttbýll. í>ar sem fjörðurinn beygist til norðvesturs ganga nokkrir dalir vestur í fjöllin, syðst Heydalur óbygður en ágætt slægjuland, þar næst Miðdalur stór og grösugur, og ern 5 býli í honum. Skamt fyrir innan er Húsavík og Tungugröf, og geng- ur þar breið lægð upp frá firðinum, og suður og vestur úr henni tveir dalir. I tungusporð- inum millum þeirra er Tröllatunga, stór og góð jörð. £>ar býr Jón Jónsson frá Laugabóli í Isafjarðarsýslu, atorkumaður og búhöldur mikill. Hann hefir girt túnið og sléttað það mest alt, bygt stór timburhús cg öll peuingshús og er þó leiguliði. Hann hefir hátt í 400 fjár á fóðrum 6 mjólkandi kýr og marga hesta. Kirkjubólshreppur er með réttu talinn bezti hreppur Strandasýslu, enda er þar lands- kostir góðir, og auk þess oft góður afli á haustin í firðinum. Elesttún eru girtíKirkjubólshreppi víðameð grjóti, og mikið hefir verið unnið að timaslétt- un. Veðuráttnfarið er líka inikið hagstæðara við Steingrímsfjörð en norðantil i sýslunni og við Hrútafjörð, vornæðingarnir mikið minni og sumarþokurnar sjaldgæfari. Hrótbergshreppur byrjar fyrir innan Tungu- gröf og fer þá ströndin að verða hrjóstrngri, einkurn fyrir innan Kálfanes. Tveir langir dalir með talsverðu undirlendi, Staðardalur og Selárdalur, ganga inn úr botni fjarðarins, og eru nokkrir bæir í hvorum um sig. Vetrarbeit er mjög góð í útsveitinni, eink- um í Kálfane3Í. Þar bjó lengi Einnur Jóns- son, sem nú er fluttur i Innri-Fagradal í Dala- sýslu. Hann hafði jafnan marga sauði, er gengu á vetrum i Kálfanesborguin, og þóttu þó góðir tilfrálags. Finnurgirti túnið, sléttaði í því allmikið, bygði íbúðarhús úr timbri og fl., og er þó talinn efnaður vel. A inörgum bæjum öðrum í sveitinni hafa verið gjörðar all-miklar jarðabætur. Magnús hreppstjóii Magnússon á Hróbergi hefir t. d. girt túnið með öflugum grjótgarði og siéttað talsvert. I innsveitinni, Staðardal og Selárdal, eru viða góðar slægjur en vetrarriki mikið. Jarð- irnar eru litlar nema prestssetrið, Staður. Dað' er stór og góð jörð, og hefir þar oft verið veL búið. Jarðabætur eru svo að segja engar,. túnin lítil, þýfð og ógirt, gefa af sér 45-70- hesta. Bústofninn er lítill og bændur fara á. vetrum vestur að Djúpi, og koma eigi aftur fyr en undir slátt. Og með því fyrirkomulagi er naumast að vænta að búskapurinn sé blómlegur, eða mikið sé unnið fýrir eftirkom- endurna. Kaldrananeshreppur er næsta bygðarlagið norður á við. Dað er víðáttumikill hreppur og vondur yfirferðar. Strandlengjan meðfram Steingrímsfirði að norðan nefnist Selströnd.. Þar er svo að segja ekkert undirlendi, en býli allmörg, og standa þau í röð ineðfram firðin- um og er víðast langt á milli bæja. Selströnd- in er mjög grýtt en liggur vel við sól. Megn- ið af engjunum er uppi á hálsi, og því löng heimreiðsla. Hlunnindi eru þar nokkur á mörgum jörðum, dúntekja og selveiði. Yzta býlið á Selströndinni er Bær. Undir hauu heyrir Gríinsey, all-stór ey í minni Steingríms- fjarðar og er þar góð sauðfjárganga á vetrnm. Bjarnarfjörður, lítill fjörður, skerst inn skamt fyrir norðan Steingrímsfjörð. Uppfrá honum

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.