Freyr

Volume

Freyr - 01.03.1907, Page 4

Freyr - 01.03.1907, Page 4
'28 FREYR, gengur all-stórt undirlendi sanmefnt, grösugt vel og eru þar mörg býli. Bjarnarfjarðarháls aðgreinir firðina, lágur en grýttur, og breikkar eftir því sem utardregar. Kraldrananes er langstærsta jörðin við Bjarnarfjörð, 67 hundr- uð. Landjörðin er stór og erfið en hlunnindi mikil, dúntekja og selveiði. Eram í firðinum eru slægjulönd góð, en vetrarríki mikið. Úr Bjarnarfirðinum og eins úr Selárdaln- um er farin Trékyllisheiði norður í Reykjar- fjörð, 6 stunda lestaferð eða svo, og er vegur- inn sæmilega góður. Lfka má fara norður með sjó, kringum Bala sem kallað er, langur veg- ur og leiðinlegur. Þar eru nokkur býli, öll lítil og flest illa setin. Helzta býlið er Eyjar, lítil landjörð, en talsverð dúntekja og selveiði. Þar er túnið girt með grjótgarði og mikið sléttað. Annars eru jarðabætur mjög litlar í Kaldrananeshreppi og hvergi girt tún svo veru- legt gagn sé að, nema á Hellu á Selströnd hjá Ingimundi hreppstjóra Gfuðmundssyni. Balar eru eitthvert hið stór-hrikalegasta bygt land, sem eg hefi séð, svo að segja ekk- ert undirlendi, fjöllin há og þverhnfpt og ganga sumstaðar í sjó fram t. d. Kaldbaksvíkurhorn, Og undarlegt er það, að jafn mikill höfðingi og Önundur tréfótur skyldi nema jafn óbyggi- legt land. Árneshreppur er nyrzti hreppurinn í Strandasýsiu, víðáttu 'mikilll og marg-sundur- skorinn af fjöllum, fjörðum og víkum. Það er lang-tjölmennasti hreppurinn í sýslunni með um 450 íbúa. Þéttust er bygðin um miðhreppinn, i Tré- kyllisvíkinni. Þar er all-mikð sléttlendi og grösugt vel, og fagurt er þar á sumrum, þeg- ar miðnætursólin eldrauð er að teygja sig upp yfir hafflötinn, og æðarfuglinn í hópum að baða sig við stiöndina, því æðarvarp er mikið í Ár- nesey, er liggur þar örskamt undan landi. Reykjarfjörður skerst inn sunnan við Tré- kyllisvíkina, og eru tveir lágir og stuttir fjall- vegir á millum. Hann er um 2 mílur á lengd og all-breiður utantil. Fyrir botni hans er nokkurt sléttlendi og slægjur góðar. Utantil við Reykjarfjörð að norðan er veiðistöð — Ojögur. Eiskiafli er oft góður í firðinum og út af honum á sumrum og fyrri part vetrar. Fiskiveiðar eru einnig nokknð stundaðar úr Trékyllisvikinni á sumrum. Hafsíld mun koma á Reykjarfjörð árlega, en eigi hefir húr verið veidd neitt til .muna fyr en seiuustu árin. í sum- ar, um það leyti er eg var þar á ferð, kom mikil hafsíld í fjörðinn, en sfldargöngunni fylgdu 10 eða 12 norsk gufuskip, er usu síld- inni upp á skömmum tíma, svo íbúarnir fengu ekki nema reykinn af réttunum. Hákarlaveiði var mikið stunduð í Yíkur- sveit um og eftir míðja 19. öld. Gengu þá á vetrum 10—20 áttæringar frá Grjögri með 8— 12 manns hver. Síðan lýsið féll í verði hefir hákarlaveiðunum hnignað rnjög. Stunda nú að eins 3 skip úr Víkursveit þá veiði. Hákarla- veiðar eru bæði hættulegar og erfiðar, og því ekki heiglum hentar. Hákarlinn verður að sækja langt út á flóa, 3—6 mílur, og oft verða menn að liggja þar marga sólarhringa í hörku frost- um við illan útbúnað. Þá gjöra útsynnings- rokin og norðanbyljirnir ekki boð á undan sér, og er hreinasta furða hve sjaldan hlýzt slys að. Bkrokkurinn af hákarlinum er skorinn í stykki og sfðan „kasaður“, hulinn með snjó, grjóti og s. frv. fram á vor. Síðan er hann hengdur upp í hjalla og vindþurkaður. Há- karl þykir góður matur, sé hann vel verkaður og siðan hákarlaveiðarnar fóru að minka, er mikil eftirspurn eftir honum. Þegar lítið er um hey, er nýr hákarl stundum gefinn sauðfé, og er það mjög sólgið í hann og verður gott af. Þá er hákarlalýsi ágætt til fóðurs, eins og yfir höfuð alt lýsi, só hæfilega mikið gefið. Pundið af lýsinu jafn- gildir til fóðurs 4—5 pundum af töðu. Úr Trékyllisvfkinni er farið yfir lágan háls í Ingólfsfjörð, mjór fjörður en langur, sem gengur inn úr Ófeigsfjarðarflóa. Nesið fyrir utan er mest alt grasi vaxið, og eru þar nokkr- ir bæir. Ytri hluti þess er næstum því frá skorinn, þar sem Norðurfjörður gengur inn úr Trékyllisvfkinni. I Ingólfsfirðinum er mjög lítið undirlendi, en hlíðarnar grasi vaxnar. Það- an er farið yfir stuttan en brattan háls f Ó- feigsfjörð. Það er stór og góð jörð, selveiði mikil, æðarvarp og viðarreki. í Ófeigsfirði má segja að byðgin í Strandasýslu endi, því þeir þrír bæir, sem þar eru fyrir norðan, eru svo

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.