Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.10.1910, Qupperneq 4

Freyr - 01.10.1910, Qupperneq 4
114 •FREYIl. það, 300—600 pund á dagsláttu. Eftir það líða 1—2 ár án þess nokkuð sé gert við landið. Ákrifin sjást fljótt; strax eftir fyrsta sumarið fer liturinn á jarðveginum að dökkna og votta fer fyrir nýjum gróðri. Stundum er leir eða sandur fiuttur áland- ið, en stundum ekki. Óhætt er um það, að bæði leirinn og sandurinn bætir, en þetta verk er kostnaðarsamt og því gott að losna við það. Hér var tiltölulega létt að ná í leir og þess- vegna var bann fluttur á mikinn bluta afþess- ari gróðrarstöð. Þegar búið var að dreifa bon- um yfir, var lagið 1—l1/* þuml. á þykt. I leirnum var bæði kalk, kalí og fosfórsýra. Tii þess að nokkuð geti nú vaxið á þessu landi, verður að bera á það þau næringarefni, sem lítið er af í jarðveginum, en það er kalk, kalí og fosfórsýra. Þó kalk bafi verið borið á fyrir 1—2 árum síðan, eins og eg þegar befi minst á, er enn þá bætt við talsverðu af því, með því að bera á mergil (kalkmikinn leir). Kalkið befir líka komið með leirnum, ef bann annars befir verið borinn á, og enn þá er bætt við nokkru af því í tilbúnum áburði, 100 pund- um af 37°/0 kalísalti á dagsláttu bverja. Það er viðurkent nú orðið, að bakteríur þurfi að vera í jarðveginum til þess að koma af stað ýmislegri efnabreytingu í honum og til að viðhalda benni. Ennfremur bafa seinni ára rannsóknir sýnt, bve mikla þýðingu bakteríur bafi fyrir belgplöntur, á þann bátt að köfnunar- efni loftsins geti komið að notum. í þessum mókenda jarðvegi er mikið af köfnunarefni i lífrænum samböndum, er þurfa að taka breyt- ingum til þess að verða gróðrinum að notum. Bakteríurnar þurfa að koma til skjalanna við saltpéturssýrumyndunina. E>að er vitanlegt að bakteríur geta borist um með vindinum og á ýmsan annan hátt fluzt til, og munu þær þvi smámsaman taka sér ból- festu þar sem lífsskilyrði eru fyrir þær, en auð- vitað skeður þetta fljótar ef þeim er bjálpað og þær fluttar á jarðveginn í ýmiskonar áburði- Þær flytjast að með leirnum og með safnhauga- áburði, sem borinn er á o. s. frv. Að unnum þessum verkum, er þegar befir verið talað um, byrjar bin eiginlega vinsla jarðvegarins. Eins og eg befi getið um, eru þemburnar ekki plægðar, þær eru aðeins berf- aðar, fyrst með diskaberfi, en ekki er þörf á að það gangi dýpra en 2—3 þuml. Það er ekki þörf á meiru en að efsta lagið blandist vel, en jarðvegurinn er í sjálfu sér svo laus, að ekki þarf að vinna bann þessvegna. Herfingin fer fram snemma vors, belzt í marz—apríl, áð- ur jarðvegurinn þornar um of. Verður þá oft að láta hestana ganga á þrúgum, 'því annars sökkva þeir of mikið i, og venjulega eru þær hafðar þegar fræið er herfað niður, til þess það troðist ekki of djúpt. Jarðvegurinn er jafnað- ur með smágerðu berfi áður en sáð er. Þetta fyrsta gróðrarár er sáð korni og belgplöntum til grænfóðurs. Þessi gróður þrífst oftast vel. Þegar búið er að slá bann, er aftur berfað 2— 3 þuml. djúpt með diskaherfi, bæði um haustið og vorið eftir. I marzmánuði er borinn á kalí- og fosfórsýruáburður og grasfræi er nú sáð svo snemma sem bægt er. Eræið er herfað niður og þungur valtari síðan dreginn yiir. Með grasfræinu er sáð korni, belmingi gisnara en þegar því er sáð einsömlu. Grasið er sleg- ið þetta sumar og stundum næsta sumar, en eftir það er landið baft til beitar annaðbvort ár, en slegið bitt árið. Það ár sem slegið er er grasið venjulega selt. Verðið á því óslegnu er 44 kr. á dagsl. Viðbald þessara sáðsléttna er einungis inni- falið í því, að borinn er á kalí- og fosfórsýru- áburður, árlega um 60 pd. kainit og 60 pd. Thomasfosfat á dagsláttu. — Slétturnar eru nú orðnar 14 ára gamlar og haldast ágætlega, en nokkuð er graslagið orðið öðruvísi síðustu ária

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.