Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1911, Blaðsíða 7

Freyr - 01.02.1911, Blaðsíða 7
I FREYR. inuistöðuna koma í stað seinna baðsins — slikt vakti þó ekki fyrir honum; innistöðuna ákvað hann aðeins með tilliti tii lífseigju mauranna — og að hann hafi gjört það til þess að spara landssjóðnum útgjöld. Þetta hafa menn svo viljað virða honum til hróss. -Yíst er það líka Tirósvert dð fara sparlega með landsfé, og að hr. Myklestad hafi viljað vera sparsamur efar víst enginn, en misskilin sparsemi er jafnan hin versta eyðslusemi og svo var í þessu at- riði, því að þannig löguð sparsemi á landssjóðs- fé leiddi eigi aðeins til þess, að óþarflega miklu var eytt úr vösum fjáreigenda, heldur gjörði það einnig að verkum, að árangrinum aföllum útgjöldunum var teflt í hina örgustu tvísýnu og er þá vægt tekið til orða. Ein af syndum hr. Myklestads var valið á baðefninu. Hann mátti ekki heyra aunað bað nefnt en tóbaksbað; og þó er það eittkvert dýr- asta baðið, erfitt afnota og alls ekki betra en mörg önnur böð til að lækna kláða. Um það leyti sem hr. Myklestad byrjaði að fást við kláða, laust eftir 1860, þektu menn tiltölulega fá góð kláðaböð. Þá var tóbakið talið einna bezta baðlyfið. En síðan hefir fund- ist hinn mesti sægur af baðlyfjum, og gefa mörg þeirra tóbaki alls ekkert eftir ,í verkun- nm á kláðamaurinn, en eru miklnm mun ódýr- ari og auðveldari i meðförum. Hr. Myldestad hafði ekki fylgst með i þessu efni og árið 1903 stóð hann i sömu sporum og hann var árið 1863. En margt hefir breyzt á styttri tíma, og óvarlegt er að ganga að því vísu, að það sem þótti bezt fyrir hálfri öld, sé enn í raun og veru öllu öðru betra, hvernig sem á það er litið. Eg skal játa það, að 5°/0 tóbaksseyði getur verið fullgott baðlyf, ef tóbakið er gott, eða réttara sagt, inniheldur mikið af tóbakseitri. En sá er gallinn á tóbakinu eins og öðrum plöntum, sem þurkaðar eru og geymdar (sbr. 21 hey), að það getur látið sig við geymsluna, og rýrst getur það á ýrasan annan hátt, án þess að á því sjái. Maður getur hæglega „keýpt köttinn í seknum", þegar um tóbaksblöð er að ræða, og þótt varan sé góð um það leyti sem hún er keypt, getur hún spilst áður mann varir. Þess vegna kjósa menn nú heldur nið- ursoðna tóbakssósu, sem hefir fastákveðið inni- hald af tóbakseitri og haldist getur óbreytt; þar verður hæglega vitað, hvað haft er ruilli handa. Stór galli er það á tóbakinu til baða, hve dýrt það er. Eftir því sem mér hefir verið sagt, þurfti 30 pund af tóbaki í hvert kundrað fjár. Hvert pund kostaði landssjóð 50 aura og hefir því farið tóbak fyrir 15 aura á hverja kind einbaðaða. Með þessu lagi hefir þó að- eins farið á kindina 3 pottar af baðlegi og er það líklega fulllítið. Auk innkaupsverðs tó- baksins kemur svo kostnaður við suðuna, sem hlýtur að nema töluverðu, þegar tekið er til- lit til eir-pottanna, eldiviðar o. fl. Fyrir þessa upphæð — 15 aura — má tví- baða kindina úr öðrum baðefnum jafngöðum eða betri en tobaki og ef til vill þríbaða, og er þá aukakostnaðinum við suðu tóbaksins alveg slept. Herra Myklestað hefir ekki verið heppjnn eða sparsamur þegar hann valdi tóbakið. m. Eins og eg gat um í byrjun þessarar grein- ar, munu flestir þeirrar skoðunar, að ekki sé vansalaust né gjörlegt, að láta lenda við þau málalok, sem nú eru; enda er það auðvitað, að þing og stjórn geta ekki kippt að sér höndum og hætt að skifta sér af kláðanum. Kláðann verður að yfirvinna og allar ráðstafanir hins opinbera eiga að miða að þvi, að útrýma honum úr landinu. Eins og lög standa til (8. nóv. 1901)hvflir sú skylda á landssjóði, að leggja til ókeypis

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.