Freyr - 01.02.1911, Qupperneq 8
\
f’EEYE.
22
báðlyf, þegar hið opinbera fyrirskipar kláða-
baðanir. Akvæði þetta er ágætt ef vel er á
haldið, en getur orðið hið versta átumein lands-
sjóðs, ef það er óviturlega notað. iPað má ekki
nota það að neinu ráði nema þegar gjorð er
gagngjör atlaga til útrýmingar kláðanum. Eg
verð beinlínis að telja það óforsvaranlega með-
ferð á landssjóðsfó, ef hér eftir yrði haldið á-
fram þeim uppteknum hætti, að lögskipa bað-
anir á svæði og svæði, einni eða tveim sýslum
á ári, þegar það er orðið fullvíst, að kláðinn er
svo að segja í öllum sýslum landsins. Slíkar
fyrirskipanir kosta auðvitað stórfé, en koma alls
ekki að tilætluðum notum, því að kláðinn berst
hæglega á næsta vori eða sumri inn í sýsluna
aftur, svo að óhjákvæmilegt yrði að baða þar
aftur á ný að einu eða fám árum liðnum. Yrðu
útgjöld landsjóðs til þannig lagaðra kláðaráð-
stafana að öllum líkindum óendanlegá mikil og
það þótt baðað væri tveim böðum. J?að þýðir
lítið að lækna og úrýma kláða í einni og einni
sýslu í einu, þegar ekki verður sé fyrir því, að
hann berist ekki þangað aftur jafnharðan. En
út yfir tekur, ef ekki yrði úr þessu hætt að
fyrirskipa einfóld kláðaböð, hvort heldur er á
litlú svæði eða öllu landinu í einu, því að þótt
slíkar ráðstafanir séu stílaðar gegn kláðanum,
þá eru þær þó í raun og veru konum óvið-
komandi og þegar litið er til þess, að lögin
frá 8. nóv. 1901 eru eingöngu stíluð gegn fjár-
kláðanum, verð eg að álíta það beint lagabrot
(brot gegn anda laganna), að borga fó úr lands-
sjóði fyrir baðanir, sem hvorki miða að þvi að
lækna kláðann né útrýma honum. Það hefir
aldrei verið ætlast til þess að landssjóður borg-
aði þrifaböð fyrir bændur, en eitt einstakt bað
getur verið þrifabað, en er aldrei fulltrygt til
þess að lækna kláða. Fyrirskipi hið opinbera
hér eftir baðanir samkv. áðurnefndum lögum
og leggi til baðefni fyrir landsfé, þá verður það
að lögskipa tvennar baðanir (kláðabað); annars-
verður að álíta sem stjórnin hafi gefið viðkom-
andi bændum fé til þrifabaðs, og ætti það að
vera landssjóði óviðkomandi.
Þegar tilrætt hefir verið um það, hverra
ráða alþingi nú *ætti að leita til þess að vinna á
fjárkláðanum, hefi eg heyrt oft, og marga inerka
menn halda því fram, að eina ráðið muni vera
það, að samin séu ný kláðalög, sem fyrirskipi
eitt árlegt bað um land alt í næstu 5—10 ár.
Eg skal nú strax geta þess, aðeghefisíð-
ur en svo neitt á mót.i þvi, að hér á landi sem
nær allstaðar annarstaðar komist sú regla á,
að alt sauðfé só baðað þrifabaði á hverju ári,
enda er eg þeirrar trúar, 'að svo verði áður
langt um líður, því að alment eru menn að
verða betur og betur sannfærðir um það, að
slík þrifaböð séu eigi aðeins sjálfsögð skepn-
anna vegna, heldur gefi þau lika svo mikinn
beinan og óbeinan arð, að kostnaður við baðið
fáist margborgaður aftur í aukinni og betri ull
og bættum þrifum. Jafnskjótt og bóndinn er
kominn að þeim sannindura, að hann beint
græði á þrifabaði, og þau sannindi eru nú orð-
ið eign alls þorra þe.irra, þá mun sizt þurfa að
þröngva þeim með lagarefsingum til þess að
vinna að -sínum eigin hag. Og þegar það er
orðið almenningaálit, að sjálfsagt sé að þrifa
skepnur sínar árlega, þá verða þeir ekki marg-
ir, sem brjóta móti þvi. Þrifaböð eiga að verða
og hijóta að verða almenn, en eg tel ekki
standa á sama, á hvern hátt þau verða það,
hvort þau hvíla á sannfæringu innan að og,
neðan að eða þau eiga að berast uppi af laga-
boðum utan að, og ofan að. Erá mínn sjónar-
miði geta lög um þrifaböð, nú orðið að minsta
kosti, tæplega talist sæmileg eða þá heppileg.
Allt öðru máli skiftir þegar ræða er um
óvanalegar ráðstafanir likar þeim, sem gjöra
þarf um fjárkláða, þar sem alt er undir því