Freyr - 01.02.1911, Side 12
-26
FREYR.
úr kaupavinnunni á haustin, heldur en þegar eg
hyrjaði að vinna á sumrin.
Til þess að vera mikill afkastamaður við
stritvinnu, verður að hafa sæmilega góða hurði.
En aí þessum þremur eiginleikum, sem eg taldi
góðum verkamanni nauðsynlega, er þrótturinn
sá sem hinir tveir geta að miklu leyti bætt
upp. Eg hefi þekt fyrirtaks verkamenn, sem
þó höfðu tæplega meðalmanns burði, en það
-voru ötulir menn og vitmenn. Þeir voru fylgnir
sér, verkhygnir og verklagnir.
Og þá kem eg að síðasta eiginleikanum,
sem góður verkamaður verður að hafa, en það
er vitið.
Það er löngum talað um tvennskonar erfiði,
líkamlegt erfiði og andlegt erfiði. Sumir halda
að þeir sem fást við andleg störf séu í raun-
inni iðjuleysingjar, menn sem ekkert leggi á
sig, og séu því ómagar þjóðfélagsins, landsómag-
ar. Einu mennirnir sem vinni i landinu séu
þeir sem stunda likamlega vinnu. En sannleik-
urinn er sá, að öll andleg vinna er um
leið líkamlegt erfiði og öll líkamleg vinna
er jafnframt andlegt erfiði. Hvorttveggja
eyðir i bili orku likamans. En hitt er satt,
að munur er á þvi, hve rnikinn þátt andi manns
þarf að eiga í starfinu, og við svonefnda líkam-
!ega vinnu er sá þáttur minni en við andlega
^vinnu.
Hverja hlutdeild á þá andi manns í lík-
amlegri vinnu? Hann hngsar upp allar aðferð-
ir við vinnuna, og hann stýrir hreyfingum lík-
amans og handtökum. Þvi minna sem vitið er,
þvi minna er að jafnaði vald mannsins yfir lík-
amanum, og því óhagkvæmari allar hans að-
ferðir. Aldrei hefir mér fundist það eins aug-
Ijóst, að það sé andinn, sem temur líkaraa
mannsins og gerir hreyfingar hans hagkvæm-
ar og fagrar, eins og á fábjánastofnun einni i
Kristjaníu. Eg sá þar í einum hóp eitthvað
um 200 fábjána, og það sem vakti mér mesta
undrun var að sjá, hve óburðugar og klaufaleg-
ar allar hreyfingar þeirra voru. Valdið yfir
líkamanum var svo lítið. En flestir munu
þekkja nóg dæmi er sanna hið sama. Að fá-
bjánar og heimskingjar eru liðléttingar til vinnu,
kemur sjaldnast af því, að þá vanti líkams-
krafta, heldur af hinu, að þá vantar vitið, sem
þarf til þess að sjá hver aðferðin er bezt, og
stýra líkamanum.
Hve einfalt sem verkið er, þá getur verið
munur á því hve haglega það er unnið. Nú
mundú allir telja vinnulag þess manns bezt, sem
ynni verk sitt bezt og á styztum tíma og með
minstu erfiði. Með öðrum orðum: Hver verka-
maður er því betri sem hann er vandvirkari,
hraðvirkari og lagvirkari. En hvaðan kemur
þá vinnulagíð, ilt eða gott? Vetkamaðurinn
verður annaðhvort að læra það af öðrum, eða
finna það upp sjálfur, en hvort heldur er, þá
þarf hann að beita við það viti sínu. Hann
verður að athuga og prófa og íhuga aðferðina,
og iðka hana síðan, þangað til hann hefir náð
fullri leikni. En slíkt kostar áreynslu, andlega
og líkamlega, og þessvegna verður mörgum
það að taka upp fyrstu aðferð sem þeir sjá,
hirða ekki um það hvort hún er ill eða góð og
gera sér jafnvel lítið far um að hafa hana ná-
kvæmlega eftir. En þegar svo er, getur vel
farið svo, að vinnulagið verði ilt, ogskynsemi-
gæddum verum ósamboðið. Skynsemin er oss
gefin til þess að stjórna athöfnum vorum og
vísa oss beztu leið að hverju marki, og hver
sera vinnur verk sitt ver og seinlegar og með
meiri fyrirhöfn en hann þyrfti, et hann beitti
kröftum sinum eins vel og hann hefir vit til,
hann gerir sjálfum sér til skammar. Auðvitað á
það aðeins við þá sem sjálfir ráða vinnuaðferð
sinni.
Það hefir oft verið kvartað um það af
mönnum sem bezt þekkja tii og vit hafa á, að
vinnulaginu hér á landi væri i mörgum grein-