Freyr

Årgang

Freyr - 01.02.1911, Side 10

Freyr - 01.02.1911, Side 10
24 FE.EYR. Annars verð eg að segja það, að eins og kláðinn hagar sér hér nú orðið yfirleitt, er eg ekki svo mjög hræddur við sýkingu úr húsun- um, sízt um það leyti árs, þegar ætlast er til að böðun íari fram. Eins og mönnum er kunn- ugt, er kláðamaurinn mjög elskur að hitanum og því heldur hann sig mest inn að húðinni og er helzt á þeim stöðum, sem loðnastir eru og hlý- astir. Þegar kalt er í húsunum — en svo á altaf að vera í fjárhúsum — og fé er í alullu, flytur hann sig ekki mikið af einni kind á aðra. Eg þekki mörg dæmi þess, að kláðakind hefir verið með öðru fó í húsi marga mánuði án þess að nokkur önnur kind fengi kláða, svo sýnilegt væri. Og þegar svo er, að maurinn skríður ekki ákafar á /eð, er lítil ástæða til að ætla að hann skríði svo mjög í húsin. Hættan er mest við það, að kláðakindin nuggar sér upp við garða og veggi og getur þá losnað af henni smálagðar, sem maur er í, og því er það svo aíaráríðandi að hreinsa slíkt vel hurtu. Oðru máli skiftir, þegar kláðakind er tekin úr ullu; þá skríða maurarnir oft af henni. vegna kuld- ans og sækju mjög á ullað fé, og þá er einnig mjög hætt við að húsin sjálf fari ekki varhluta. Sama er auðvitað að segja, þegar í húsinu eru mjög útsteyptar kindur, þótt í ullu sé. Að eg er ekki svo hræddur við húsin og tel sótthreinsun þá, sem eg nefndi, í flestum tilfellum nægilega, þótt í rauninni sé hún ekki svo gagngjör sem æskilegast væri og tryggi- legast, kemur aðallega af því, að það er skoð- un mín að kláðinn sé nú yfirleitt tiltölulega vægur hér á landi, og býst eg við að allir þeir, sem muna gamla kláðann, séu mér samdóma í því. Eg neita því þó ekki, að í einstökum til- fellum geti hann jafnvel verið svo skæður, að kindur drepist úr honum, ef ekkert er að gjört, en það munu flestir, sem til þekkja, játa að er mjög sjaldgæft og miklu sjaldgæfara en hitt er títt, að kláðinn sé svo vægur, að hann leynist mánuðum saman og jafnvel ár á sömu kindinni. TJm þetta hafa gefist mörg dæmi, sérstaklega nú á seinni árum. Og þeim mun vægari sem kláðinn er, því auðveldara er að útrýma honum, meðal annars og einkum vegna þess, að þá eru húsin ekki eins hættuleg. Heppilegasta tíma til baðananna tel eg vera desember og janúar, enda mun þá alt fé komið að, sem á annað borð heimtist. Há er fé oft í húsum á gjöf og er æskilegast að sam- an fari innistaða vegna tíðarfars og innistaða eftir baðið, því að ekki verður hjá því komist að halda fénu inni fyrstu dagana eftir baðið, og er það bæði vegna baðsins og þó einkum vegna fjárins sjálfs. Þá er og að mínu áliti minst- ar líkur til að maur sé að nokkru ráði í hús- unum annarstaðar en á fénu sjálfu; og þá þarf, eins og áður er getið, sizt að óttast hagana eða að fé fái maur á sig utanhúss og samgang fjár er þá hægast að forðast. Að þvf er kostnaðarhliðina áhrærir, skal eg ekki fjölyrða, en aðeins geta þess, að eg hefi lagt til að landssjóðúr útvegi og leggi út fyrir baðlyfið, en fjáreigendur endurgjaldi síðan landssjóði, hver að tiltölu við fjáreign sína. 10/2 ’ll. V i n n a n. Erindi flutt fyrir Verkmannafélagið „Dagsbrún“ 28. jan. 1911. Þið þekkið sjálfsagt visu eftir Jónas Hall- grimsson, sem endar svona: Þörf er og á djörfum þegnum, er megni sterkleg vinna stórvirki, strita samt með viti. Eg hefi oft dáðst að því, hve skýrt hér eru teknir fram í fám orðum þeir eiginleikar sem.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.