Freyr - 01.02.1911, Blaðsíða 17
FREYR.
31
broddurinn eftir í sárinu, en henni verður svo
rnikið um það, ap hún bíður bana af. Hann
er með aguúum eins og skutull, er því ekki
hægt að draga hann út. [Niðurl.j.
„Að bera skarn á hóla'*.*
Enn að nýju brýzt sú skoðun fram, síð-
ast í Skólablaðinu 1910, bls. 29. — að Njáll
gamli hafi fyrstur orðið til að láta bera á tún sitt;
en eg tel þetta alveg rangt og vil láta Erey
færa mönnum heim sanninn í þeísu efni. —
Landnámsmenn hafa án efa sfcrax byrjað á að
ryðja, rækta og girða tún, en þetta voru þræla-
verk, og koma þvi lítið við sögur. Illrnælið í
Njálu byggist á því, að skarn táknar þar forar-
áburð, og sannast það meðal annars af því, að
hann lét aka skarninu á hóla. Húsdýraáburð
hefir verið vanalegt að nota, en hitt hefir verið
nýlunda, að bera forar-áburð á tún, og hefir þó
fallist mikið til þar sem fólkið var svo margt
og salerni á hverjura bæ, og þau sennilega með
forum undir. Fornmenn jusu dreyra um hóla,
því mundu þeir ekki einnig hafa þekt gróðr-
armagnið sem dýraáburður veitir jörðinni? —
„Skarn“ þýðir auðsælega mannasaur, og það
gjörði níðið bitrara. — JÞví mun verða svarað
svo, að þá hefðu synir Njáls verið uppnefndir
skarnskegglingar, en ekki taðskegglingar; en
fyrri orðmyndin er mjög óþjál, enda kom rækt-
unarhugmyndin, sem Hallgerður vildi halda á
lofti, eins vel fram í orðinu taðskegglingar, en
það var þó meðfærilegra i umræðum. — Tún
* Grein þessi barst mér í sumar sem leið, en
af gáleysi hefir dregist þar til nú að birta hana.
Skoðun sú, sem hinn heiðraði höf. heldur fram,
kemur vel heim við skoðun Eiuars sál. Asmunds-
sonar, er hann lýsir rækilega í ritgerð sinni,
„Hugleióing urn landbúnað vorn íslendinga að
fornu og nýju.u Búnaðarrit H. J. 2. ár. E. H.
þýðir allstaðar í okkar sögum ræktað land, en
ekki land sem einungis er girt. — A dögum
Skallagrims hét útgræðsla hjá túni hans, —
gerði, sem enn má sýna hvar verið hefir —
Bjarnartöður. Taða er hey af ræktuðu (o : töddu)
landi, en ekki af engjateigum. — Hefði það
verið nýbreytni hjá Njáli að rækta tún, — þá.
hefði liðið langt um áður en hver bóndi á land-
inu hefði tekið það upp. En eg held því fram
þangað til mér verður sýnt og sannað hið gagn
stæða, að túnrækt á Islandi sé jafngömul og
bygð landsins. Mýramaður.
Sýningin að sumri,
Eins og kunnugt er orðið af blöðunum
gengst Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík fyrir
því, að sýning verði haldin hér í sumar. Á-
formað er að hún hefjist 17. júní og standi yfir
að minsta kosti mánaðartima. Bæjarstjórnin
hefir brugðist vel við og lánar barnaskólahúsið
fyrir sýninguna. Alþingi hefir veitt alt að
2000 kr. úr landssjóði. Þá hefir Thorvaldsens-
félagið heitið 300 kr. til sýningarinnar, Búnað-
arfólags Islands 200 kr. og Hið ísleuzka kven-
félag 100 kr. Auk þessa er von um að sýslu-
nefndir styðji sýninguna á einhvern hátt.
Efnin eru lítil, sem sýningarnefndiu hefir
úr að spila, en viljinn er góður. Takist nefnd-
inni að vekja almennan áhuga fyrir því, að
menn vilji stuðla til þess að sýningin geti orð-
ið meira en nafnið, þá má vænta þess að hún
geti orðið til uppbyggingar og ánægju fyrir þá
sem hana sækja.
Hugmyndin mun vera sú, að munirnir verði
aðallega innlendir, en þó mun ekki loku fyrir
það skotið að sýna megi þar eitthvað útlent,
helzt eitthvað af því sem lítt er hér þekt, ea
vænlegt þykir að komið geti að gagni hér.