Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1911, Blaðsíða 14

Freyr - 01.02.1911, Blaðsíða 14
-28 I'RE STR. ina. Á verk sitt og vinnulag getur hann sett inerki alls þess bezta sem í honum býr. Og þá iinnur hann starfsgleðina. Starfsgleðin er fyrst og fremst gleði manns- ins yfir því að geta, gleðin yfir því að*sigrast á örðugleikum, finna aflið í hverri taug, finna vald sitt yfir þessu afli og finna að maður ver kröftum sinum vel. En yfir áreynsluna, sem ■ofit getur verið sár, bregður takmarkið sem stefnt er að sínum bjarma, lýsir huganum og 'vermir hann. En takmark verkamannsins hefir vanalega tvær hliðar, sem hvor ber sina birtu. Onnur er sú að sjá verkið unnið til enda og ■unnið vel, hin er launin sem það færir honum i skaut. En raunar er ekki unt að greina sund- ur hvort þessara tveggja atriða á meiri þátt í gleðinni yfir afloknu verki, þvi verkamaðurinn fiunur, að launin sem honum voru goldin í pen- ingum fyrir vel unnið verk voru ekki nema lít- ill hluti þeirra launa, sem hann í raun og veru fékk fyrir að vinna verkið vel. Hinn lilutann borgaði verkið sjálft. Meðvitundin [um að verkið var vel unnið er sá hluti launanna sem verkamanninum er oft ljúfastur, — og svo hvíldin á eftir, því „dagsverk nnnið, nokkurs nýtt, gefur næturhvíld í arf.“ I>að er oftast um samvizkuna eins og um heilsuna. Meðan hún er góð, þá gerir hún h’t- ið vart við sig, og menn taka lítið eftir henni. En stundum kemur það fyrir, að maður er svo óvenjulega hress og líður svo vel að athyglin beinist að heilbrigðinni sjálfri svo maður skil- ur til íulls hve dýrðleg hún er. Þekking mín á góðri samvizku stafar frá þeim tímum sem Og var kaupamaður í sveit. Það var stundum á laugardagskvöldura. Það hafði verið brakanai J>urkur. allan daginn. Við höfðum hamast við að þurka, og hirða hey langt fram á kvöld, þangað til alt var komið í hlöðu. Og þegar eg var háttaður, fann eg þreytuna í hverri taug og gat varla rótað mér. Hugurinn reikaði sem snöggvast út um túnið og engjarnar. Þar var engin sáta, alt hirt, alt komið í hlöðu. Nú mátti rigna ef vildi. Hvað það var gott að hvíla sig og mega nú sofna! I>á skildi eg hvað það var að hafa góða samvizku. — Eg held að alt vinnulag í þessu landi yrði betra, ef hver verkaraaður hefði það hugfast, að það, hveroig verkið er unnið, kemur fyrst og síðast niður á verkamanninum sjálfum. Því hver maður verður eins og verkin hans. Verk- ið lofar meistarann, af því að það eru eigin- leikar sjálfs haos, sem koma tram í verkinu. Alt annað lof getur verið smjaður, en verkið lýgur ekki. Hver sá verkamaður sem með allri sinni djörfuDg og öllu sínu viti neytir þeirrar orku sem honum er gefÍD, hvaða verk sem hann vinnur, mun brátt finna laun verka sinna. Sú verkamannastétt, sem á slika eiginleika á háu stigi, þarf ekki að kviða því að hún beri ekki sinn hlut frá borði, því hún hefir sjálf í sér máttinn sem skapar auðæfin og skiftir þeim. En hver á að koma þessum skilningi inn hjá þjóðinni, ef hana vantar hann? Hverir eiga að vekja réttan skilning á eðli vinnunnar og þar með virðingu fyrir henni og ást á henni? Eg sé ekki betur en að það ætti að vera aðalhlutverk allra verkamannafélaga og fyrst og fremst þess félags, sem hefir tekið sér hið von- fagra nafn „Dagsbrún11. Guðm. Finnbogason. Búnaðarnámsskeið við Þjórsárbrú fór fram dagana 8.—14. jan. Eyrirlestra fluttu þar þeir Sigurður Sigurðsson og Einar Helgason; ennfremur þeir Jón búfr. Jónatans- son og Einar Sæmundssen skógræktarmaður. Áheyrendur 10—20.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.