Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1911, Blaðsíða 16

Freyr - 01.02.1911, Blaðsíða 16
:30 FREYR. vaxin býfluga brýst út úr Kjúpnum. Hefir þetta ,alt tekið 3—4 vikna tíma'. í>ær flugur, sem komu fyrst út á vorin eru Kinar svo kdlluðu vinnuflugur. Eiginlega eru það kvenflugur, en þær eru miklu minni en móðir þeirra og eru geldar þ. e. a. s., kynfæri þeirra eru svo óþroskuð að þær geta ekki auk- ið kyn sitt. £>ær fara óðar að Kjálpa gömlu mömmu með búverkin: draga saman Kunang og blómduft, ditta að hjúpnum, sem þær eru nýskriðnar úr, hlaða utan 'um þá einskonar Karpix (eða vaxi, sumar bombusteg.) Þaú eru síðan notuð sem geymslu-ílát fyrir fóðurbyrgð- irnar handa búinu þegar illviðri ganga og eigi er hægt að vera úti við vinnu. Seinna um sumarið ungast út aðrar kvenflugur, sem einn- ig eru auðþektar frá drotningunni á stærðinni, því þær eru tilsvert minni. Þær fara þegar að verpa eggjum, án þess að hafa verið við nokkra karlflugu kendar (karJflugur eru ekki enn þá til í ríkinu), en úr þeim eggjum koma ■aðeins Jcarlflugur. Karlflugurnar eru klunnaleg- ar vaxnar en kvenflugurnar og lappastyttri. Allra síðast undir Kaust eru klaktar út stórar eg sverar kvenflugur, sem líkjast gömlu „Evu“ i alla staði. Þessar síðastnefndu taka saman við karlflugurnar nýfæddu og verða þungaðar af þeim viðskiftum. Geyma þær þunga sinn til vors, lifa af veturinn niðri í jörðinni eins og áður er sagt, og stofna svo Kver um sig nýtt ríki næsta ár. Hitt hyskið alt deyr út að Kaustinu. n. Hin tamda býfluga (apes mellifica) er út- breidd nálega um allan heim, eða þá afbrigði af henni annaðhvort upprunaleg eða innflutt (t. ■d. Ameríku). Hún hefir verið húsdýr frá ó- munatíð og hefir hún þvi verið undirorpin sömu forlögum og önnur húsdýr, að af henni hafa myndast margskonar afbrigði eða náskyldar teg. sem of langt yrði hér upp að telja. 1 vanalegu býflugnabúi, eru þrennskonar býflug- ur, o: kvenflugur, karlflugur og vinnuflugur. Nú er það hér við að athuga, að vinnuflugurn- ar eru líka kvenflugur, en með óþroskuðum getnaðarfærum og eru því geldar. Fr]ósöm kvenfluga er aldrei nema ein í hverju búi og er hún kölluð drotning. Er auðvelt að þekkja hana frá hinum, bæði á stærðinni og vaxtarlaginu. Afturhluti hennar er talsvert lengri, en á vinnuflugunum og stendur út und- an vængjunum, eins eru fæturoir miklu lengri. Karlflugurnar eru silakeppslegar mjög ogklunna- legri en drotningin og lajDpastyttri. Vinnuflug- urnar eru það sem alt veltur á í býflugnarík- inu, enda eru þær vel úr garði gerðar til starfa síns. Munnfæri þeirra eru vaxin út i langan rana eða tungu, sem það er alment kallað; með henni sjúga þær safann úr blómunum, þegar þær safna hunangi. Kyngja þær þvi. Vélindið í þeim er neðst þanið mjög út og myndar einskonar sarp (hunangspoka). l>ar geyma þær það þangað til þær koma heim, æla þær því þá f geymsluílátin. Á afturfótun- um hafa þær útbúnað til þess að færa heim blómduftið. En hann er þannig að fótleggur- inn — sköflungurinn—, er á hliðunum breiður og flatur og lvkja þéttvaxin sterk hár um randirn- ar í kring; myndast þar því einskonar karfa til að bera í blómduftið. JÞess utan eru á fæt- inum stinn, lárétt liggjandi hár (burstar), sem þær nota til að sópa saman blómduftinu. Efsti liðurinn á sjálfum fætinum myndar á liðamót- unum við sköflunginn einskonar töng, sem þær nota til að losa um vaxplöturnar, sem myndast neðan á kviðnum, milli hringanna á þeim; tyggja þær það síðan og blanda með munnvatni sínu og nota síðan til bygginga. Enn hefir bæði drotning og vinnuflugur, eiturbrodd til að stinga með, sér til varnar. Er hann á afturhluta þeirra, aftast; ef býfluga stingur mann, verður

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.