Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1911, Blaðsíða 5

Freyr - 01.02.1911, Blaðsíða 5
FREYR. 19 1903) segi eg ennfremur: Varlega skyldu menn treysta of mikið á einföld böð á grunað fé og því siður kláðafé, þvi að þegar ekki er klipt áður, gæti farið svo að iandið yrði að kosta 3 böðum á mikinn hluta fjárins.“ Ekki er það þó svo að skilja, að eg teldi eitt bað og klipp- ing nóg, beldur á þann veg, að hægt væri að finna kláðann, þegar hanu kæmi fram á kliptu fé, og lækna hann, en það er nær ógjörningur þegar um fé er að ræða, sem baðað hefir ver- ið í ullu, þvi að eftir baðið hleypur ullin oft i þá þófabendu, sein nær ómögulegt er að þreifa i gegnum. Herra Myklestad gekk inn á það að minsta kosti i orði kveðnu, að tvenn böð þyrftu til þess að lækna kláða, enda var í reglum hans fyrirskipað að tvíbaða allt kláðafé. Eg vona nú að allir kannist við að tvíböðun sé eigi að- eins nauðsynleg við kláðafé heldur einnig við allt fé, sem grunað er um kláða. Að því mun ekki þurfa að eyða fleiri orðum. En það er -eitt atriði viðvikjandi tviböðuninni, sem nauð- synlegt er að athuga nánar, sem sé tímabil það, sem þarf að líða á milli baðanna, og það því fremur sem hr. Myklestad virðist ekki hafa haft hugmynd um þýðingu þess. Eins og áður er sagt á millibilið ekki að vera styttra en svo, að maurar geti verið skriðn- ir úr öllum þeira eggjum, sem lifandi voru á kindinni eftir fyrri böðunina og ekki lengra ' en svo, að þessir maurar geti ekki verið farnir að verpa eggjurn, þegar síðari böðunin fer fram. Tímabilið milti baðanna má því ekki vera styttra en 7 dagar og ekki lengra en (4+14) = 18 dagar, samkvæmt því sem áður er sagt um ungun og þroskun mauranna. I Danmörku ogÞýzka- landi, er „vikutirai11 eða „8 dagar“ látnir líða og svo mun vera víðar. En í rauninni virðist það vera full-stuttur tími, enda ekkert að óttast, þótt lengra líði, þar sem svo langt um líður þangað til ungu maurarnir geta farið að verpa eggjum. Auk þess er ungun og þroskatími mauranna miðaður við það, sem fundist hefir við tilraunir á heilbrigðum rnaurum f góðum kringumstæðum, og er ekki ólíklegt að egg og maurar séu nokkru seinni til á baðaðri kind, þar sem nokkuð af baðeitrinu helzt í uilinni og hlýtur að hafa illar verkanir á mauraungviðin. Séð hefi eg þessu haldið fram af enskum dýra- læknum, enda er það tekið fram í flestum ensk- um böðunarreglum, að tfmabilið milli kláðabað- anna sknli vera 15 eða jafnvel 18 dagar. Hað þykir mér samt óþarflega iangt og hygg eg heppilegast að tímabilið sé 12 dagar eða með- altal af 7 og 18, styzta og lengsta timamarkinu. Þá ættu öll egg að vera unguð, en þó enginn unginn orðinn tímgunarfær. Eftir því sem eg fæ skifið tók hr. Mykle- stad lítið eða ekkert tillit til mauraeggjanna, enda taldi hann þau léttdræp. f>ar á móti hugði hann maurana afar lífseiga, ef reynt væri til að drepa þá á kindinni með tóbaki. Utan kindar og tóbakslausir átti þeim þó ekki að vera lífvænt nema sex daga! í leiðbeiningum hr. M. um útrýming fjárkláðans segir hann, að kláðafé skuli baðað í annað sinn eftir 4—5 daga, og í einum leiðarvísinum, sem gefinn er út á Akureyri 1904, á tímabilið milli baðanna að vera aðeins J —4 dagar. I hverjum tilgangi hann telur nauðsynlegt að baða kláðafé hvorn daginn eftir annan, er mér með öllu óskiljan- legt, en ekki getur slik aðferð verið miðuð við mauraeggin og varla heldur hin, þar sem 4—5 dagar eru látnir líða milli baðanna. Þegar tímabilið er haft svona stutt, verður þýðing seinna baðsins lítil eða engin og útkoman því í raun og veru sama og þegar aðeins er baðað einu kláðabaði: kák. Um meðferð á sauðfé eftir böðun farast hr. Myklestad þannig orð: „Ejárkláðamaurar, sem valda kláðasýkinni á sauðfénu, eru svo lítseigir, að það er eigi víst að þeir drepist-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.