Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1919, Blaðsíða 4

Freyr - 01.07.1919, Blaðsíða 4
66 FREYK. slíkar hendur margar til. En hitt er og jaín- vist, að aldrei bafa jafnmargar hendur i heim- inum, eins og einmitt á vorum tímum, verið undir valdi og stjórn þroskaðra heila; og í þessu er þá þróunin fyrst og fremst fólgin að þeir hafa fjölgað sem kunna að beita hönd- unum; þeir hafa sjálísagt aldrei verið fleiri en nú í heiminum; það er orðinn ávöxtur þeirrar ræktunaraðferðar meðal mannanna barna, er vjer köllum upplýsingu; upplýsingin er fyrst og fremst ræktun hinna andlegu krafta, og ura leið og þau öfl þroskast, leysast þar úr læð- ingi nýjar hugsanir, ný verkfæri, er manns- höndin oftast fyr eða síðar verður meira eða minna að vinna. En þótt höndin sje hentugt tækiþegar henni er vel og viturlega stjórnað og beitt, þá er þó nú orðið langt síðan að hún fullnægði alls ekki manninum; hann er ágjarn og stórhuga, og vill altaf meira; hann vildi eignast sterk- ari hendur, umfram allt sterkari hendur, sem gætu unnið meira, leyst af hendi erfiðari störf en litla, veika hendin hans sjálf. Uppaf þess- ari löngun, þessari ágirnd eru sprottnar allar þær vjelar, er nú þjóna vilja mannsins, hann hafði fyrir langa löngu tekið eftir ýmsum kröft- um fyrir utan sig í náttúrunni, kröftum miklu sterkari en hann átti hjá sjálfum sjer; tröllin sem þessa undrakrafta höfðu að geyma voru þeir risarnir Vindur, Eldur og Vatn, skessan Gufa, og nú siðast Rafurmagnið, sem eiginlega er safinn úr öllum þnssum risaöflum eða kraft- ur kraítanna. Þessa krafta þurfti að nota til þess að hvíla mannshöndina, og afkasta þó meiru en margar, margar hendur, en til þess að nota þessa krafta þurfti að skapa nýjar hendur; þær hendur nefnum vjer vjelar. Þessi öld er vjelaöld; flestöll störf erunú unnin með vjelum ; allar þessar vjelar eru meira ogminna margbrotnar og lýsa miklu, sumar aðdáanlegu hugviti; en hagasta höndin verður þó altaf manshöndin, og dýrðlegasta aflið andinn, sem henni stjórnar, meðal annars til þess að smíða allar sterku aukahendurnar, allar vjelarnar. Afleiðingar af hinum mikla vjelasæg nú- tímans, svo að segja til allra hluta er nú ein sú að þeir, sem vinna hin margbrotnari störf með höndunum verða æ færri. Vjelarnar vinna svo að segja allt. Gegn einu handbragði, snún- ing sveifar eða þrýstingi á hnapp svara nú vjelarnar verki, sem áður þurfti til hundruð og jafnvel þúsundir handbragða eða handhreifinga. Hefi jeg einhverstaðar rekið mig á hugleiðingar um þetta efni, þar sem kvlðbogi er fyrir því borinn, að manshöndin smátt og smátt eins og gangi úr sjer, ekki missi sinn mátt, því hon- um má halda við, og ef til vill auka með ýras- um íþróttum, en missi starfshæfileika sína ýmsa, er hin margvíslegu störf fyrir tímanna höfðu skapað og haldið við. Handhægni og; lagvirkni kemur með æfingu, hin mörgu hand- brögð og hreifingar við flesta vinnu æfa og styrkja alla hendina, minki notkunin, stirðnar höndin, allir líkamspartar, sem ekki eru notaðir gauga saman, rýrna að meiru eða minna leyti, en þeir partar, sem stöðugt eru notaðir, þrosk- ast, þenjast út. Jeg hefi einhverstaðar sjeð myndasafn af mannahöndum þeirra, er ýmis- lega atvinnugreinir stunda, ber höndin hvervetna auðsæ merki atvinnunnar. Höndin sjálf fær alveg sjerstaka lögun eftir þvi, hver atvinnan er, hvernig™ hendinni er beitt, hvar áreynslan kemur mest.^Sjest þetta auðvitað best á full- orðnu eða gömlu fólki, sem lengi hefir stundað einu og sömu atvinnu. Eingurnir ýmist lengj- ast, togna, eða kreppast, lófinn jýmist fletst itt eða krimpist saman. Það er ekki svo sjald- gæft, að gamalt fólk sýnir manni hendurnar á sjer, hendurnar, sem um langt líf hafa fyrir því unnið, og segir um leið: Svona og svona hefir þetta og þetta starf, sem það nefnir, far- ið með hendurnar á mjer. Þannig verður hönd-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.