Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1919, Blaðsíða 18

Freyr - 01.07.1919, Blaðsíða 18
80 FREYE. tækja og heyhitamæla á Sambandssvæðinu. 5. Samþykt íjárhagsáætlun fyrir árið 1919, áætlaðar tekjur kr. 6770,00, útgjöld kr. 5330,00. 6. Samkvæmt lögum Sambandsins átti formaður þess, sira Sigurður Stefánsson að ganga úr stjórninni og baðst hann undan end- urkosningu. Fulltrúi Mýrahrepps mælti þá, sumkvæmt ósk fulltrúanna, nokkur þakklætisorð til for- mannsins fyrir mjög góða starfsami hans fyrir Sambandið, frá því það var stofnað og stað- festu fulltrúarnir það með því að standa upp. l>akkað formaður fyrir og árnaði Sambandinu allra heilla og þakkaði fulltrúunum góða sam- vinnu. Formaður var kosinn Kristinn Guðlaugs- son bóndi á Núpi, með 9 atkv. Með því að fundinum var kunnugt um, að gjaldkeri sambandsins, póstafgreiðslumaður Guðm. Bergsson, mundi bráðlega flytja burt af íssafirði, voru auk formanns kosnir í stjórn- ina: Sigurður Sigurðsson lögm. með 9 atkv. go Tryggvi Pálsson bóndi á Kirkjubóli með 7 atkvæðum. Varaformaður endurkosinn bankastjóri Jón B Jónsson. Sigurður Stefánsson. 8§> Arðsamir gripir. Nú á seinni tímum er ekki farið að telja þann bóndann bestan búmann, sem flest hefur búpeningshöfuðin, heldur hinn sem mestan hefir arðin og tryggastan. Veturinn 1916—17 átti Jón bóndi Jónsson á Sigurðarst. 2 kýr, önnur þeirra (Bleikja) bar siðast í janúar, en hin (Hyrna) f miðjum febr. Þegar Hyrna bar, var Bleikja i 20 pt. á dag og fljótlega fer Hyrna líka í 20 pt., en þeg- ar lengra leið fer að minka í Bleikju svo hún fer niður i 19 pt. og svo í 18, en Hyrna hækkaði sig í 21 pt. og mest dagsnit var i henni 221/, pt. og því hjelt hún á sjer þar til 6 viknm eftir burð. Ársmjólk úr Hyrnu hefir verið um 4500 p. t. en Bleikju um 4000 p. t. Þegar feiti hefir verið mæld, þá hefir 1 pd. af smjöri verið úr 12—13 p. t. mjólkur. Jetið hafa þær um 70 vættir af töðu og aðeins lítið eitt af síldarmjöli. Kýrnar báðar hafa verið hinir fallegustu gripir, rauðar að lit. Það vil jeg taka fram, að öll meðferð á kúnum — atlot, hirðing og fóðrun, hefir ætíð verið þar í besta lagi. Stóruvöllum i mars 1919. P. H. Jónsson. Töðubrestur og fóðurbætiskaup Merkur bóndi úr Strandarsýslu skryfar einum af útgefandi „Preys“ (Sigurði) að þar i hreppi (Felshreppi) hafi verið taldir fram í haust 500 hestar af töðu, sem á sumum bæjum var mest arfi og skarfakál, í stað 1400—1500 hesta í meðalári. Sami hreppur keypti í haust alskonar fóð- urbætir, sild, síldarmjöl og lýsi fyrir á fimta þúsund krónur. Til kanpenda „Freys“ Um leið og það tilkynnist, að jeg hefi nú selt þann hlut í „Frey“, sem jeg hefi átt í hon- um frá byrjun, skal jeg hjermeð færa öllum góðum viðskiftavinum blaðsins þakkir mínar fyrir viðskiftin og biðja þá að snúa sjer eftir- leiðis til hr. Sigurðar alþm. Sigurðssonar um allt það viðvíkjandi biaðinu, sem þeir áður áttu við mig um. Rvík. 1. júlí 1919. Magnús Einarsson. Leiðrjetting. Freyr 16. ár, nr. 5, bls. 56 (siðari dálki), 16. linu: moðsuðu les matsuðu; 19. linu: — falli burt; 19. línu (snúa) les (snúa). $>

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.