Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1919, Blaðsíða 14

Freyr - 01.07.1919, Blaðsíða 14
76 EREYR. getur borið. Hagi sje í bithaga böfuðbólsins. Girða skal landsdrottinn á sinn kostnað að helmingi við nýbýling. Eftirgjald miðist við þann árafjölda, sem nýbýlingi er settur til ræktunar landiuu. Sje ræktunartíminn t. d. settur 15 ár og eftirgjald eftir nýbýlið er sett 150 kr. — þegar það er fullræktað — þá borg- ar nýbýlingurinn 10 kr. eftir fyrsta árið, 20 kr. eftir annað árið, 30 kr. eftir þriðja árið o. s. frv Eftir 15. árið borgar hann 150 kr. eftir nýbýl- ið og úr því 150 kr. árlega. Nýbýlið sje erfðafe3tuland, þó með því skilyrði, að ef nýbýlingurinn vill flytja sig burtu og selja rjett sinn til nýbýlisins, þá eigi lands- drottinn kauparjettinn á öllum mannvirkjum á nýbýlinu eftir mati óvilhallra manna. — Að- setursskilyrði nýbýlings sje hin sömu og í kauptúnum. Þetta eru aðaldrættir Dýbýlahugmyndar- innar, eins og jeg hefi hugsað mjer þá. Vitanlega þyrfti að búa til lög, sem trygði rjett nýbýlings á móts við landsdrottim, og gagnkvæmt. Með þessu fyrirkomulagi, sem jeg hefi bent á hjer að framan, ætti á fáum árum, að mynd- ast fjöldi smábænda, sem væri sjálfstæðir og óháðir, engu síður en tómthúsmenn í kaup- stöðum og sjávarþorpum. Væntanlega gæti þeir komið sjer upp nokkrum búpeningi, þeir gæti að mestu leyti sjálfir yrkt land sitt og þegar það væri alt komið i rækt, þá gætu þeir haft á býli sýnu ca. 1 kú og 40—50 fjár. Og þessi bústofn, i sambandi við vel launaða at- vinnu nokkurn tíma sumarsins, ætti að vera nægilegt til framfærslu fjölskyldu. Þegar nýbýlingnum færi að þykja of þröngt um sig, gæti hanu selt rjett sinn til landsins, ásamt mannvirkjum, og tekið stærri jörð til ábúðar og afnota. Á meðan nýbýlingurinn heldur við nýbýli sitt, væri hann að öllu frjálsari og sjálfstæðari, en venjulegir leiguliðar, vegna þess, að færri væri vítin að varast. Og jafnvel þóttþaðværi í samningum á milli hans og landsdrottins, að hann ynni höfuðbólinu t. d. eins mánaðartíma að heyskap, þá gæti það als eigi talist svo sem skerðing á frjálsræði hans — slikt hlyti ætíð að vera bundið frjálsu samkomulagi. Enn er eitt: Nýbýlingurinn myndi geta skapað sjer og fjölskyldu sinni notalegt og nægilegt viður- væri allan ársins hring; en í það er mikið varið. Myndi með þessu móti skapast hraust og sveitsækin kynslóð, til blessunar landi og lýð. Bið jeg svo góða menn að athuga mál mitt, breyta hugmynd minni, þar sem þess er þörf, í sem besta átt og — framkvæma Jiana. Á Sumardag hinn fyrsta 1919. Guðm. Davíðsson á Hraunum. Nýbýli og Jarðaskifting, Á hinum siðustu árum hefir mjög aukist eftir spurn eftir jarðnæði, og viðast hefir geng- ið afarilla að fá jarðir til ábúðar eða keyptar. Af þessu hefir leitt, að margir þeir er búa vildu i sveit hafa orðið nauðugir, viljugir, að hröklast í sjóþorp og kaupstaði, og selja þann bústofn sem þeir áttu að miklu eða öllu leiti. — Þessi jarðnæðisvöntun hefir enn fremur verið orsök þess, að allar jarðir, sem seldar hafa verið á síðustu árum, hafa afskaplega hækkað i verði, svo að litlar, og hálf niðurníddar jarð- ir, eru seldar og keyptar miklu hærra verði, en góðu hófi gegnir og komnar upp fyrir það, sem búast má við, að jarðirnar renti sig, jafn- vel í betri árum.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.