Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1919, Blaðsíða 12

Freyr - 01.07.1919, Blaðsíða 12
74 rRE FR. Sjálfar hefi jeg eigi enn gert neinar ná- .kvæma fóðurtilraun með þarann til að finna samburð á honum og heyi. Daníel bóndi á Eiðum hefir gefið ldnd 1 kg. á dag og sparað við það */e af heygjöfinni, og reyndist vel. Sam- kvæmt þessu ættu 6 kg. að svara til fullrar dagsgjafar fyrir kind. Sje hver m.3 af þaran- um reiknaður 850 kg. ætti teningsmeterinn að vera um 140 daga (20 vikna) gjöf fyrir 1 kind. — Nú telja sumir 1 kg, af sinulausu góðu út- Jieyi fulla dagsgjöf fyrir fullorna kind, ætti þá 6 kg. af súrþara að jafngilda 1 kg. af slíku heyi. — Auðviðað er ekki þar með sagt, að þessi þungi af þara sje einhlítt fóður eða hæf- ur einsamall fyrir kindina. En sje hæfilegur hluti súrþara gefinn með hæfilega miklu og nægilega kraftgóðu öðru fóðri, ætti að mega spara með honum hey eftir þessu hlutfalii. Þegar farið var að taka á súrþaranum hjá mjer í vetur, var hann ágætlega verkaður og ilmaði súrlykt af honum eins og úr besta súrheyi. Þunn skán með veggjunum, var dá- lítið skemd og lyktar slæm, en ofan á voru eng- ar skemdir. — Gryfjan var óbirgð, og óvarin fyrir regni og snjó, virðist úrkoma ekki saka þarann. En nauðsynlegt er þó að hafa gryfj- urnar birgðar, fenni í gryfjuna er það til auka fyrirhafnar við að ná úr henni, og eins vill þarinn frjósa' í opnum gryfjum, og er þá mjög örðugt að ná honum upp. Þar er hagar voru góðir í allan vetur, not- aði jeg, súrþaran lítið fyrir sauðfje, þó gafjeg hann ám nokkuð til reynslu, og átu þær hann ágætlega. Skyldu ekkert eftir nema þöngul- hausa með möl og skeljabrotum og það sem lyktarslæmt var frá gryfjuveggjnnum. — Hest- um hefi jeg gefið hann með í vetur, og átu þeir hann vel. Átu þeir jafn lystugt þang og þaraskegg eins og þarann sjálfan. Ef þeir leyfðu einhverju, voru það helst þarablöð, og svo að sjálfsögðu þöngulhausar með skeljum. Hest- unum var altaf beitt, og ljetu þeir því illa við moðum og frugguðu heyi og rekjum. — ÍParann átu þeir miklu betur, og eru þó hest- ar hjer alveg óvanir fjörubeit. Kýr hefi jeg eigi enn fengið til að jeta súrþara, en nýan maríukjarna og beltisþara hefi jeg gefið þeim með, sem aukafóður við og við, bæði nú, seinni hluta vetrar, og eins áður hafa þær jetið hann vel, einkum kjarnann, og hafa þær grætt sig við þann bætir. Tel jeg vist að takast megi að venja kýrnar við súr- þarann, sje hann góður og heldur valinn handa þeim. Eg var sjálfur ekki heima um tíma eftir að þarinn var látinu í gryfjuna hjá mjer, gat jeg því eigi mælt hitan í gryfjunni. Nágranni minn Guðjón Gfuðmundsson bódi á Ljótunnarstöðum bjó til dálitla súrþaragryfju hjá sjer síðastliðið haust og fylti hana af þara um veturnætur; hefir hann gefið sauðfje þar- ann með í innistöðu og lætur hann mjög vel af honum. Tómas bóndi Jónsson á Kollsá hjer j hrepp, bjó og til dálitla grifju undir þara í haust, en þar er lítill þarareki, og í haust rak þar ekki þara, svo hann gat ekki gert tilraun- ina. Niðurl. Guðm. G. Bárðarson. Vinnutyösekla og Nýbýli. Sí og æ fjölga þær raddir úr sveitunum, sem kvarta um, að vinnulýð vanti þangað, bændur geti ekki lengur unnið upp jarðir sín- ar fyrir fólksleysi, þeir geti einu sinni ekki framfleytt þeim fjenaði sem þeir þegar hafi — hvað þá heldur aukið bústofninn — það sje sama hvað í boði sje vinnufólkið fáist ekki og kaupafólkið ekki heldur. Það hefir verið

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.