Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1919, Blaðsíða 13

Freyr - 01.07.1919, Blaðsíða 13
FREYR. 75 skrifað urn þetta margt og mikið, bæði í blöð- um, tímaritum og skáldsögum. Sumir hafa dásamað sveitalífið en fundið þorpalííinu alt til íoráttu, bæði á bundnu máli og óbundnu. Sumir haía farið geyst i sakirnar en sumir hægt og rólega. En ekkert hefir gagnað. Orsakir til vinnulýðseklunnar eru vafalaust margar og eiga bændur sök hjá sjálfum sjer á þeim ílestum — að jeg hygg. Þeir hafa ekki þekt sinn vitjunartíma. Þeir hjeldu sínu gamla lagi í búskapnum og gættu þess ekki fyr en um seinan, að sjáfarafurða framleiðendur hættu við gamla lagið og tóku nýtt lag. Þetta nýja lag þeirra hafði það í för með sjer, að vinnulýðurinn fýstist að hópa sig í kringum þá. Þar' var von meiri peningaupp gripa á skömmum tíma og þar var von minni einangrunar, en meiri skemtana og glaðværða, en alt þetta heimtar tíðarandinn til handa unga fólkinu og reyndar bæði ungum og gömlum. Að vísu orkar það tvímælis, hvort vinnulýð- urinn ber meira úr býtum með þe3su móti — en um það er ekki spurt. Það er mikið í munni að fá 200—300 kr. kaup á mánuði — yfir sumarmánuðina. Fjöld- inn hugsar ekki lengra fram t tímann en til haustnóttanna. Yirðist svo sem hann með lifi og sál fylgi heilræðinu sem kemur fram í vís- unni þeirri arna: „Jetum bræður ákaft svið, oss og hrokafyllum — og hungrum svo á mill- um." Og svo er enn þá eitt. Þrengslin i sveit unum. Elestir hafa frelsis þrá og sjálfstæðis- löngun; og þegar fólk er gift orðið, vill það — að vonum — fara að eiga með sig sjálft. En í sveitunum eru engin ráð til þess. Jarðirnar eru fáar og allar setnar. Og þótt fátæklingar vildi taka einhverja jörðina, sem laus kynni að vera, þá geta þeir það blátt áfram ekki — nema þá allra minsta kotið. Til þess að fátæklingar gæti sest að á stærri jörð- unum, þyrfti þeir að leggja saman í margbýli. En þau eru sjaldnast of farsæl. Enda segir gamli málshátturinn: „Eáir lofa einbýli sem vert er.“ Um ástandið er í raun og veru ekki að fást. Það er nú svona. Eólkstraumurinn hefir runnið úr sveitunum að sjónum; og svo mun halda áfram, ef ekk- ■ert er að gjört frá bænda háifu. En hver mun heilla vænstu ráðin til að stöðva straum þenna — þótt ekki sje hægt að snúa honum við ? Bent hefir verir á ýms ráð til þessa, en annaðhvort er, að þau hafa ekki verið reynd, eða þá ekki að gagni komið, eða þá hvort tveggja. Eitt ráðið er nijbýli. Fjölvíða eru jarðir svo stórar, að byggja mætti af þeim nýbýli — eitt eða fLeiri. Og þar sem jarðir eru ofsmáar til þess, þá er líka miklu minni hætta á, að vinnukrafturinn sje oflítill. En á ölium stóru jörðunum er þetta framkvæmanlegt hvað landrými snertir. Ur- mull jarða er svo víðáttumikiil að landi, að nýbýli gæti verið þar. Kæmist þetta í framkvæmd, myndi smám- saman myndast ofurlítið þorp, og — eins og jeg sagði áðan þar sem fólkið safnast saman, þar myndast fjölbreytni lifnaðarhátta, gleðskap- ur og skemtanir. Með þessu móti ætti bændur, að geta trygt sjer vinnu alla ársins tíma. Nýbýli þessi hefi jeg helst hugsað mjer eitthvað á þessa leið: Hverju Dýbýli fylgír lóð eða land ca. 5 ha. stórt, og er nýbýlingnum gjört að skyldu að rækta land þetta á tilteknum árabili — t. d. 15 árum — annaðhvort til grass, eða garða. Heimilt er honum að hafa svo mikinn búpen- ing og hverrar tegundar sem hann vill — í samráði við landsdrottinn — svo sem býli hans

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.