Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1919, Page 17

Freyr - 01.07.1919, Page 17
FREYR. 79 Hið fslenska Garðyrkjufjelag. Eins og getið hefir verið um i Frey, er Garðyrkjufjelagið endurreyst. í*að starfaði í 14 ár, en var lagt niður t>0gar Búnaðaríjelag íslands var stofnað 1899. Þá litu alllir svo á, að eitt af þvi sem Búnaðarfj. ætti að vinna að, vseri efling garðyrkju. Því tók Búnfj. strax garðyrkjumann í sina þjónustu, °g hefir hann verið það síðan. En nú hefir Garðyrkjufj. verið endurreyst, °g hlýtur það annað hvort að vera af því: 1. Að stofnendunum nú finnist Búnaðarfj. ekki beita sjer nóg að garðyrkjumálunum, eða 2. að þeim finnist heppilegra að hafa sjer- fíelög, sem starfi eingöngu að eflingu sjer- stakrar greinar landbúnaðarins, en láti aft- ur aðrar greinar búnaðarins hlutlausar. Þó þeim, er endurreystu Garðyrkjufj. hafi fundist hið fyr talaa, var það eitt lítil ástæða til að mynda nýtt fjelag, miklu nær lá að vinna, þvi, að láta það fjelag sem þegar var til, starfa meira að garðrækt. En það var ekki gert, heldur hitt að stofna nýtt fjelag, er sjer- staklega starfi að einni grein búnaðarins. Hjer kemur þá til greina sú spurning, hvort slikt sje heppilegt? Er heppilegra að hafa alsherjar sjerfjelög er vinna að eflingu hinna einstöku greina búnaðarins, heldur en eins og nú er, eitt fjelag, sem vinnur að eflingu þeirra allra? Á að stofna eitt lands-túnyrkjufjelag, engja- ræktarfjelag, hrossaræktarfjelag, sauðfjárræktar- fjelag o. s. frv. og þar með ljetta störfum á Búfj.? Yinst meira með því að skifta starfi Búnaðarfjelags íslands á fleiri landsfjelög. sem hvert hafi aðeins eitt áhugainál? Þessari spurn- íngu verða menn að svara áður en þeir ganga í Garoyrkjufjelagið. Og þessari spurningu svarar Alþingi, þegar það ákveður hvort styrkja beri Garðyrkjufjelagið eða ekki. Enn er eitt að athuga hjer. Ef menn nú við nánari aðgæslu fyndi að rjett væri að hafa sjerfjelög, væri þá ekki best að þau væru deildir innan Búnaðarfjelags ís- lands ? í Búnaðarfjelagi íslands væru þá allir, sem búnaðarheildina vildu efla, en þeir sem ekki vildu starfa nema að einhverju sjerstöku, þyrfti þá ekki að starfa nema í þeirri deild, sem að því sjerstaka staríaði. Jeg ætla engan dóm að leggja á, hvað af þessu sje heppilegast til árangurs, enritaþetta aðeins til að benda á það, að hjer er um stefnu- breyting að ræða, og ekki nema sjálfsagt að þeir sem hana vilja, og þeir sem hafa komið henni á stað, skýri orsakir hennar fyrir okkur hinum. Um þá skýringu bið jeg, og vona að fá hana sem fyrst. P. if. Búnaöarsamband Vestfjarða. Aðalfundur þess var haldinn á ísafirði 19 og 20. maí; mættu þar fulltrúar frá 8 búnað- arfjelögum á sambandssvæðinu auk formanns,. sr. Sigurðar Stefánssonar og annars meðstjórn- anda Kristins Guðlaugssonar á Núpi. Hið helsta er gjörðist á fundinum: 1. Lagðir fram reikningar Sambandsins fyrir 1918, endurskoðaðir, skipuð 3 manna nefnd til að athuga þá og voru þeir síðau sam- þyktir, samkv. tillögum hennar eftir nokkrar umræður um starfrækslu gróðrarstöðvarinnar 2. Skipuð 3 manna nefnd til þess að gjöra tillögur um iramkomnar fjárbeiðnir til Sambandsins, til ýmsra búnaðarframkvæmda. Samkvæmt tillögum hennar voru samþyktar þessar fjárveitingar: a) Til Gróðrarstöovarinnar . . kr. 3000,00 b) Til gróðrarstöðva og garð- yrkju á sambandsavæðinu . — 450,00 c) Til búnaðarverkfærakaupa . — 360,00 d) Til girðinga.............— 100,00 e) Til hrútasýninga .... — 120,00 3. Samþykt að biðja Búnaðarfjelag ís- lands um Sigurð Sigurðsson ráðunaut til ferða- laga á sambandssvæðinu í sumar til leiðbein- inga í jarðrækt, einkura vatnsveitingum. 4. Þeirri ósk var beint til Sambandsstjórn- arinnar, að hún greiddi fyrir útvegun jarðyrkju-

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.