Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1919, Blaðsíða 7

Freyr - 01.07.1919, Blaðsíða 7
FREYR. 69 ist, en eitt af því, og það, sem hjer skiftir oss ^nestu máti er það, að rannsaba og komast 'fyrir það, hvernig vinnubrögðum og vinnuáhöld- nm verði svo hagað, að sem mest og best verði notað. - — Ef rnaður, sem jafn er öðrum að burðum og kröftum, með sjerstöku sláttulagi og orflagi slær á 7 stundum sama blett og hinn, er ann- að sláttulag og orflag hefir, slær á 9—10 eða 11 stundum, þá er auðsætt að meiri eða minni hagur liggur hjer fólginn, einmitt í sláttulaginu eða orflaginu. Það sem hjer ríður baggamunin er það, að meira vit er í sláttu og orflagi ann- ars en hins. Hagnýta sálarfræðin á að stuðla að þvi, að sem mest vit komist inn í hand- brögðin, vinnulagið og verkfærin. Er tilgang- urinn því góður. og hagurinn beggja, þess sem vinnur og vinnuna þyggur. Niðurlag. Ólafur Olafsson Hjarðarholti. Fóðurforðafjelög eítir Ásgeir Ólafsson. I. Gatan framundan okkur bændunum virð- ist ekki vera greiðfær yfirferðar við fyrstu yfirsýn. Allflestar sveitir þessa lands munu eiga meira eða minna ógreitt af matarskuld- um frá styrjaldarárunum. Búnaðarframkvæmd- ir og húsabyggingar hafa staðið í stað nokkur ár, af ófriðarvöldum. Ejenaði hefir fækkað og gjaldþol bænda þvi minkaði. Afleiðingar gras- leysis og eldgossins síðastliðið ár sverfur nú að. Allir bændur kvarta um fólksleysi. Varla hægt að koma af brýnustu þjónustuverkum. Kofar allir komnir að falli. Garðar og girð- ingar leggjast niður. Engin þúfa sljettuð út að nýju, en gömlu sljetturnar skjóta upp smá þúfnakollum, sem stækka eftir því sem árin líða og ekkert er aðgert. Jarðarverð er vaxið bændum svo yfir höf- uð, að enginn, sem alið hefir allann sinn ald- ur í sveit, getur bomið til hugar að gerast skuldlaus kaupandi jarðar fyr en í síðasta sinn, að hann er borinn út dauður í gröfina. Aðrar atvinnugreinar, iðnaður, verslun, siglingar og sjáfarútvegur horfa með auknum huga móti frarn- tíðinni. Hefir útlitið þeirra sjaldan verið jafn glæsilegt og nú. Peningaveltan aldrei jafn- mikil og fjárhagur sjaldan jafngóðurognú. — En landbúnaðurinn stendur í stað. Unga fólkið vinnufæra hvefur frá honum og leitar til þeirra staða. sem glæsilegri kjör eru boðin. í sveit- unum verða eftir bændurnir og þeirra skyldu- lið og aðrir þeir, er fjenað eiga. Við þetta væri nú ekkert að athuga ef afurðir þær, sem þannig yrði framleiddar, gæfu jafn góða raun, þeim sem kyrrir verða, og aðrar atvinnugrein- ar þeim, sem þær stunda. En eins og nú horf- ir við eru lítil likindi til að svo verði. Gera má ráð fyrir, eftir verðlagi nú að bóndi, sem hefir 4 kýr 100 fjár og 12 hross hafi i tekjur alt árið að 9000—10000 krónur, gangi alt eins og i sögu, og engar misfellur verði á fjenaðarhöldum. En fóðurkostnaðurinn eingöngu, með sama verðlagi, getur ekki orðið minni en 6000—7000 brónur. Þá hefir hann liðugar 3000 krónur, þegar best lætur í kaup- gjald fæði viðhald og allan annan reksturkostn- að búsins. J?ar við bætist svo strit húsbænda og hjúa árið um kring, myrkranna á milli, hvern einasta dag. — Þolir þetta nokkurn samanborði við aðrar atvinnugreinar t. d. við tvituga verslunarþjóninn, sem fær fjögurhundr- uð krónur um mánuðinn, og leggur ekkert á hættu nema sína eigin vinnu?

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.