Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1919, Blaðsíða 9

Freyr - 01.07.1919, Blaðsíða 9
FREYR. 71 ^strokka af síld og 350 hestum af góðu heyi, sje hægt að nota beit með, þó hún virðist ónýt. Og jeg er að vona að sá fjenaður, sem fóðraður væri með síðarnefndum forða þoii betur vorkuldan en hinn. £>að er oftast úr- ræðið ef vandamikið framkvæmdamál þarf úr- lausnar, að menn gera með sjer fjelagsskap. Þetta er okkar þýðingar mesta mál. Nú virðist mjer það vera besta úrræðið að stofna fóðurforðafjelag. Á jeg þó ekki beinlínis við fóðurforðabúrs hugmyndina gömlu. Eg ætlaðist til að þetta fjelag hafi það aðal- lega fyrir augnamið að gera bændum ljeftara að byrgja sig upp fyrir veturinn og gera fram- leiðsluna ódýrari. Aðalástæðan, sem mjer virðist reka á eftir með siíka fjelagsstofnun er sú, að fari fóður- bætiskaup í vöxt, má búast við afarmiklum sviknm i sölu kraftfóðurs. Er þegar farið að brydda mjög á því. En ef menn eru í öflngu fóðurforðafjelagi, verður ólíku hægra að fá leið- rjettingu á því, heldur en ef einstaklingurinn á í hlut. Og í annan stað væri hægra fyrir stórt fjelag að sjá um, að lögum um mat á skepnu- fóðri verði framfylgt. En slík lög hljóta að verða samin þegar á næsta þingi, og ættu að vera komin á nú þegar Aðalatriðið úr lögum fjelagsins hugsa jeg mjer að væri eitthvað svipað þessu: 1. gr. Ejelagið nefnist Eóðurforðafjelag og nær yfir. — Geta allir búendur orðið fjelagar og aðrir þeir er fjenað hafa á fóðrum á fje- lagssvæðinu. 2. gr. Tilgangur fjelagsins er, að stunda að gætilegum ásetningi og góðri meðferð á skepn- um. að komast að hagkvæmum fóðurkaupum og að sporua við, að skemdar vörur eða sviknar verði keyftar á fjelagssvæðinu. 3. gr. Tilgangi sínum ætlar fjelagið sjer að ná með ásetnings reglum er allir fjelags- menn hlýði skilyrðislaust. Enda getur enginn orðið fjelagi nema hann samþykki þær. — Til þess að sjá um, að reglunum sje hlýtt býs að- alfundur 2 ásetningsmenn. Skulu þeir í vetrar- byrjun skoða fóðurbyrgðir og ásetning fjelags- manna. —■ Aðra skoðunarferð fara þeir í góu- byrjun og gæti þá að, hvernig fjenaður fjélaga sje fóðraður og reikniút, hve lengi fóðurbyrgð- ir endast, skal þá sá tæpur talinn, sem ekki getur gefið útifjenaði til sumarmála og kúm fram að fardögum. E>riðju skoðunarferð fari þeir um sumarmál eða þá er ætla má, að menn sleppi útifjenaði. Skulu þeir þá gefa einkunir fyrir fóðrun og heybyrgðir og hafa til hliðsjón- ar góuskoðunina. Einkunir sjeu gefnar frá 1—8. — Skýrsla um skoðunirnar sjeu lögð fram og lesin upp á næsta aðalfundi. Skari einhver fjelagi fram úr öðrum með fóðrun og fóðurbyrgðir, svo að fyrirmynd sje að, skal honum, eftir tillögun ásetningsmanna og með samþykki aðalfundar, veitt verðlaun er aðalfundur ákveður hver sjeu Til að annast um fóðurkaup fyrir fjelagið kýs aðalfundur einn mann, er sje jafuframt formaður fjel. Annast hann öll störffjelagsins út á við. Kveður til aðalfundar í samráði við ásetningsmenn, færir skýrslu ásetningsmanna inn i gjörðabók fjelagsins o. s. frv. Hann leítar og rjettar fjeh, að íengnum upplýsingum ef t. d. keyítur fóðurbætis reynist sbemdur eða svikinn. 4. gr. Fjelagar skulu, fyrir 1 seft. ár hvert, senda formanni pantanir sínar um fóðurbætis- kaup. Skal þar skýrt fram tekið hverja teg- und hver æski sjer og hvað mikið. Að fengn- um pöntunum skal formaður, svo fljótt sem unt er, gera ráðstafanir til, að hægt sje að fá fóðurbætirinn á sem hentugasta stað, og með sem hagkvæmustu verði: Er hver fjelagi skyld- ur til, hafi hann vitneskju um, að einhverstaðar sje um hagkvæm innkaup á fóðurbæti að ræða að gera formanni aðvart.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.