Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1919, Blaðsíða 6

Freyr - 01.07.1919, Blaðsíða 6
68 FREYE. í odd á ljánum. Vjer komumat líka oft svo að orði, að lítið eða ekkert vit sje í þessu og þessu verki. Með þessu er játað, að verkið segi til vits, að verkið sje vits spegill. Vitið og verkið eru eius og tvær tengistöðvar, sendi og viðtöku, en leiðslan er þá höndin með á- haldinu, hvort sem það er nú öxin eða sögin, pensillinn eða meitilllnn, árinn eða orfið með ljánum. Auðvitað hefir það við öll eða flest störf hina mestu þýðingu hvernig áhaldið er, sem unnið er með. Því betra og fullkomnara sem það er, því betur vinst og meira, áhaldið er partur af leiðslunni milli vitsins og verksins, og því hentugri sem þessi leiðslupartur er, því fullkomnari er að jafnaði verkið. Gott áhald getur því talsvert bætt upp lítið verksvit. Eitt af því, sem tekið hefir kanske snögg- ustum umbótum í heiminum eru vinnuáhöldin, lika handverkfærin. Þau eru orðin eitthvað annað nú en þau voru áður, einkum liðlegri, ljettari og betur löguð, hefir alt í þeim efnum miðað í þá átt, að meira verði afkastað með minni fyrirhöfn og á skemri tíma. Tvö ern þau vinnuáhöld hjá oss, sem jeg sje mestan mun á nú og fyrri; I>að eru ljáirnir og skófl- urnar. Þessi áhöld eiga kanske meiri þátt en margan grunar í ræktun og viðreisn lands og þjóðar. Það er ekkert vafamál að heyeftir- tekjan eftir hina svo nefndu skotsku ljái hefir orðið stórum meiri en eftir gömlu íslensku spíkurnar í jafnmörgum höndum. Enginn mað- ur getur tölum talið þann hag, er Torfi sál í Ólafsdal gerði landi sínu og þjóð er hann ruddi nýju ljáunum braut um landið. Þó hon- um tækist ekki í lifadna lífi, svo sem hann ætlaðist til, að koma á heyforðabúrunum sínum, þá eru þær skepnur ótaldar sem hann hefir með ljáunum sínum bjargað frá hungri og hor- dauða, auk þess sem hann jafnframt bjargaði skógunum i landinu frá eiðileggingu. — Og þá eiga líka hinar endurbættu skóflur ekki lítinn þátt í hinum auknu jarðabótum og vegagerðum síðari ára. Hefði til þeirra staria átt að nota skóflublöð þau, er fluttust hjer í verslanir kring- um 1870 og lengur, þá hefði eitthvað minna miðað áfram, með þeim blöðum, er komu skaft- laus, og varla urðu fest svo á sköft að ekki dingluðu hálflaus, varð varla stunginn upp kál- garður, og voru þau þó hátíð hjá trjerekunum járnvörðu, sem verið var að bjargast við á undan þeim. — Endurbætt verkfæri eru án efa eitt af lyftiöflunum í hverju þjóðfjelagi, en endurbætt verkfæri þýðir líka verkfæri, sem meira vit er i. Jeg drap á það áðan, að langt væri síðan að menn tóku eftir því, að samband verður að vera milli verks og vits ef vel á að fara, og vinnan að verða að fullum notum. En hrædd- ur er jeg nú samt um, að margir mundu hafa hrist höfuðið, og kanske sumir farið að brosa ef einhver hefði núna svo sem fyrir mannsaldri farið að tala um vínnuna og handtökin við hana og viðburði, og svo verkfærin sem vísindi eða visindagrein. Og þó er nú svo komið að farið er að tala um vinnuvísindi, og jafnvel við háskóla landanna farið að stofna embætti fyrir menn, er aðallega fást við slík vísindi, rannsókn og fræðslu um þessi efni. Jeg held að gömlu mönnunum, sem voru svo sannfærðir um það, að vísindin yrðu ekki látin í askana, hefði þótt það ótrúlegt ef þeim hefði verið sagt það, að aldrei yrði gott lag á vinnu, vinnu- brögðum og verkfærum fyr en vísindin hefðu tekið þetta alt til rannsóknar og meðferðar, að lærðir menn, háskólakennarar fræst um og lagt á ráðin hvernig öllu þessi skyldi haga^ En nú er þó svona komið, og það meira að segja hjá okkur, sem altaf höfum verið drjúgan kipp á eftir öðrum. Hjá okkur er við Há- skólann stofnað embætt;i í hagnýtni sáiarfræði í þessu hugtaki getur nú sjálfsagt margt fal-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.