Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1920, Blaðsíða 3

Freyr - 01.07.1920, Blaðsíða 3
Oryggi landbúnaðarins. Eftir Pál Zóphóníasson. Þaö er óhætt aS fullyrða, aS enginn er sá, meðal núlifandi fslendinga, sem ekki hefir sjeS sannindi málsháttarins „valt er völubeiniS". Hafi menn ekki af undanfar- inni þúsund ára reynslu þjóSarinnar, veriS húnir aS sjá þau, hafi menn ekki af skrif- um Torfa sál. í Ólafsdal, GuSm. Björnson- ar og fl., veriS farnir aS rumskast og sjá hve landbúnaSurinn er valtur hjá okkur, sem stendur, þá hefir þó að minsta kosti veturinn í vetur opnaS augu manna, svo allir hljóta nú aS sjá, aS viS enn — 1920 — búum svo, aS hart ár getur ekki ein- ungis lamaS starfsþrekiS og framfaraviS- leitni þjóSarinnar, heldur kipt alveg und- an henni fótunum hvaS efni og getu snertir, svo heildarástandiS færist í satna horf og þaS var fyrir mannsaldri síSan. Fellir, fellir og aftur fellir, eru orS, sem tíS eru í sögu landsins. Varla verSur lesin svo blaSsíSa í annálum, aS orSiS verSi ekki fvrir manni, og er þá ýmist, aS einhver skepnutegundin fellur, aS allur búpening- ur fellur, eSa aS þaS falla bæSi menn og skepnur. AfleiSingar þess, aS bústofn bændanna fellur í hörSu árunum, eru miklu meiri en margur hyggur. Þau eru meiri en líkams- kvalir skepnanna sem falla, meiri en sál- arkvalir mannanna sem á skepnurnar horfa, meira en eignatjón þeirra er skepn- urnar áttu, meiri en skömmin og svívirS- an, sem þeir menn verSa fyrir í almenn- ingsálitinu sem fjell hjá, því þær eru mara á öllum framkvæmdum þjóSarinnar. Þetta eru fellarnir á marga vegu. Þeir smækka getu þeirra er fjell hjá. Þeir standa uppi efnaminni, álitsminni, og þaS sem mest er um vert, þeir missa trú á landinu sínu, trú á þjóSinni sinni og trú á sjálfum sjer, og þar meS sterkustu drif- íjöSrina í öllum framkvæmdum. En afleiS- ingar fellanna ná líka til þeirra sem ekki fella. Vegna fellanna hefir landbúnaSur- inn ekki lánstraust nema af skornum skamti, og þaS er ósanngjarnt aS krefjast þess aS hann fái þaS, meSan hann er ekki fulltrygSur gegn fellivetrunum. Ekkert liftryggingarfjelag’tryggir líf manns sem gengur meS banvænan sjúkdóm, nema meS hækkuSu iSgjaldi, og landbúnaSurinn gengur meS banvænan sjúkdóm, þar sem horfellishættan er, og verSur þess vegna aS borga háa iSgjaldiS meS litlu láns- trausti. Bændur fara margir líkt aS eins og skipstjóri, sem fer milli landa, en legg- ur upp meS svo lítil kol í ferSina, aS hann

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.