Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1920, Blaðsíða 16

Freyr - 01.07.1920, Blaðsíða 16
78 FREYR vil taka það fram, aö áhöldin reynast jafn vel á Stóruvallagrundum* sem á Þórodds- staðarmýrum. Á harðvelli og við seinni slátt á túnum er þaS sjerstaklega mikils- vert, hvaö v e 1 rakast, mikiö betur en meS hrífum, og á graslitlum engjum sparast rakstur a 1 g e r 1 e g a. En þar sem eru þurrar engjar, og nær því eins grösugctr og tún, getur aftur á móti ekki borga'ö sig að nota áhöldin. En sjálfsagt veröur þaö seint eða aldrei, aö allar okkar sljettu engj- ar veröi svo grösugar; og eins og stendur geta áhöldin áreiöanlega oröiö þjóöinni til stórgróöa, ef hún vill nota þau. Áhöldin kostuðu síðastl. sumar 40—50 krónur; efniö var meö ránsverði. Haukur Ingjaldsson. Útigangur. í blaðinu „Þróttur“ stendur grein meö fyrirsögninni „Útivist og útigangur“, eftir Steingrím lækni Matthíasson. Þvi miður hefi jeg að eins sjeð niðurlag þessarar ritgerðar. Er þetta eins og annað sem læknirinn skrifar, skemtilegt og lær- dómsríkt og heldur lesandanum föstum við efnið, oftast svo sannfærandi, aö ekki verð- ur á móti mælt; þó er nokkuð í þessu nið- urlagi, sem mig langar til að gera litla at- hugasemd við. Það er viðvíkjandi útigangi búpenings. * Páll H. Jónsson hreppstj. á Stóruvöll- um, lætur mjög vel af þessu rakstrar- áhaldi. Sömuleiðis Jóri bóndi Karlsson á Mýri í Bárðardal. Álítur hann, að þessi „heyskúffa" sje mesta þing og til mestu framfara við heyskap, eigi síst þar sem er snögglent. S. S. Jeg vil strax taka það fram, að jeg held af því, að láta sauðfje og hross ganga úti fram eftir hausti og framan af vetri, meðan hagar eru svo góðir, að fjenaður hefir fylli, og tíð er ekki því verri, og aðrir staðhættir leyfa. Viðvíkjandi kúnurn, er jeg á alt öðru máli, þar getur ekki verið urn útigang að ræða, úr því grös eru fallin eða vetrartíð komin. Kuldinn fyrir mjólkurpeninginn mun ekki til búdrýginda, svo áþreifanlegt virðist það, hvort heldur er að sumarlagi þegar kulda gerir, eða að vetri, þegar kóln- ar í fjósi, — hve fljótt minkar í kúnum. Þótt forfeður vorir geti verið okkur til fyrirmyndar á ýmsan hátt, þá hefi jeg ekki trú á, að þeir geti verið það hvað naut- griparæktinni áhrærir. Viðvíkjandi hraustleikanum í kúnum, þá munu fáar skýrslur til um hann frá þeim tíma. Nú er búið að sigra algengasta kvill- ann hjá kúnum, sem er doðinn, með loft- sprautunni, sem virðist næstum örugg lækning — en það er hann, sem valdið hefir mestum vanhöldum. Framtíðarstefna )nautgjriparæktarinnar verður að finnast með kynrækt, góðum fjósum, góðri hirðing og sem bestu fóðri, en ekki með útigangi eða útbeit. Eins og jeg hefi tekið fram, þá er jeg fremur hlyntur útigangi fyrir hross og sauðfje, meðan aðstaða leyfir, en úr þvi haglítið eða haglaust er orðið, þá lít jeg svo á, að sjálfsagt sje að taka þessar skepn- ur x hús, en gefa þeim ekki út á gaddinn. Að útistöðunni getur ekki verið ávinning- ur, heldur þvert á móti, því á móti þeim kulda, sem skepnan líður við útistöðuna —- eins og íslenski veturinn er vanalega — þarf meira fóður, en inni, í góðu húsi, ef skepnair á að halda jafn vel holdum; fyrir utan það, að það er bæði ill meðferð,

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.