Freyr - 01.07.1920, Blaðsíða 7
FREYR
69
GuSm. landlæknir Björnson, kom í grein
•sinni um „næstu haröindin" meö þá hug-
mynd, aö láta landiö hafa alla kornverslun
landsins meö höndurn, og þá hafa skyldu
til þess aö birg'ja allar þær hafnir sem
ís getur lokaö, með ársforöa aö haustinu,
sem svo mætti grípa til aB vetrinum, eí
á þyrfti aö halda. Þessi hugmynd hefur
nú gripiö töluvert um sig, en þó ekki verið
framkvæmd enn, jafnvel ekki meöan öll
kornverslunin var í höndum landsverslum
arinnar.
Margt hefir veriö ritaö um horfellinn
og ráö við honum, en það verður ekki talið
hjer. Þó skal enn minst á bjargráðasjóðs-
lögin, sem þegar hefur verið drepið él.
Bjargráðasjóðurinn myndast að hálfu leyti
af nefskatti, sem lagður er á alla lands-
menn, og er hann 25 aurar af hverjum
manni, en að hálfu leyti af landssjóðstil-
iagi. Landssjóðshlutinn er sjereign allra
landsmanna, en hinn, sem fæst með nef-
■skattinum, er sjereignhinnaeinstökusýslna,
og á hver það, sem hún leggur í sjóðinn.
Sjereign sýslnanna erætluð til þess að kaupa
fyrir varaforða að haustinu, ef útlit er
mjög ískyggilegt, en landshlutinn er ætl-
aður sumpart til að lána þeim sýslum, sem
þurfa að kaupa varaforða, en eiga ekki
nóg í sjereigninni, og sumpart til að tryggja
öllu landinu varaforða, ef þess þarf með.
Lán, sem veitt eru sýslum úr landshlut-
um, eru vaxtalaus i eitt ár, en endurgreið-
ist þá.
Þó hjer hafi nú verið farið stutt yfir
sögu, þá vona jeg, að menn sjái, að margir
hafa haft opið auga fyrir skaðsemi hor-
fellisins, margt um málið verið rætt, og
margt reynt. Árangurinn er þá líka nokk-
ur, en minni en við vildum og æskilegt
væri. r
Ástandið er nú þetta: Löggjöfin hefur
samþykt heimildarlög um kornforðabúr,
heyforðabúr og fóðurbirgðafjelög, forða-
gæslulög og bjargráðasjóðslög og undir
þeim búum við. Kornforðabúr eru í 3
hreppum í Skagafirði, 8 í Eyjafirði, 1 i
Múlasýlu og 1 í Strandsýslu, 1 í Þingeyjar-
sýslu. Heyforðabúr eru í 2 hreppum í Þing-
cyjarsýslu, og 1 í Eyjafirði. Forðagæslu-
fjelög eru að minsta kosti tvö, i í Húna-
vatnssýslu og 1 í Skagafjarðarsýslu. Forða-
gæslulögunum hefur verið slælega fylgt
víða, og til eru hreppar, sem enginn forða-
gæslumaður er til í, og engin skoðun fer
fram. — Sumstaðar hafa verið samþyktar
reglur um ásetning í hreppum (milli 10
og 20, sem jeg veit um) og þó hafa ekki
allir hreppsbúar skuldbundið sig til að
ætla hverri skepnu víst vetrarfóður, og
hafa þó forðagæslumennirnir átt að sjá, að
þessum reglum væri fylgt. Þessar ásetn-
ingsreglur hafa oftast gefist prýðilega.
(Niðurl.)
Um hita í heyjum.
Eftir Guðm. G. Bárðarson.
Halldór Vilhjálmsson skólastjóri á
Hvanneyri birti mjög fróðlega grein um
heyverkun í Búnaðarritinu 1913 (27. árg.).
Gerir hann þar grein fyrir orsök heyhit-
ans og bendir á ýms ráð til að koma í veg
fyrir heyskemdir af völdum hitans. Jeg er
á nokkuð annari skoðun um sum atriði
sem þar er hreyft, en greinarhöfundurinn.
Þó skoðanir minar sjeu eigi á nákvæmum
rannsóknum bygðar, heldur að eins á laus-
legum athugunum, ætla jeg samt að gera
hjer nokkra grein fyrir þeim, ef ske kynni,
að það vekti einhvera til frekari athugana
og íhugunar um málið.
Menn eru vist á einu máli um það, að