Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1924, Blaðsíða 8

Freyr - 01.01.1924, Blaðsíða 8
2 E R E Y R Eins og t. d. að brokið yex og dafnar best í forblautum fúamýrum, þar sem tún- grös ná engum þroska og umfeðmingur og smári steindrepst eins og væri þeim gefið hraðvirkasta eitur — eins getur brok- ið engum þroska náð, tæplega eða alls ekki lifað þar sem smári og umfeðmingur er í blóma. En hér eru teknar tegundir þær, sem einna frekastar kröfur munu gera af ís- lenskum tegundum, svo ákveðnar að hver maður sem farið heflr um landið hefir haft þetta fyrir augum. Þetta með plönt- ur þessar er því ekkert nýtt á yfirborð- inu. Nýungin er, að líkt og þessum plönt- um er varið svo er með allar aðrar teg- undir sem við sjáum ura gjörvalla gróna jörð. Til þess að þær dafni vel þarf súr- stig (»brintionkoncentration«) jarðvegsins að vera við þeirra hæfi. Er eg hafði verið í Danmörk um skeið og þekti allvel hve miklu var kostað til þess að flytja kalk á landið, hugsaði eg allmikið um að þessu yrði að hreyfa hér og þetta yrði að rannsaka — þó vitanlegt væri að þröngt væri hér um kalk og flutn- ingskostnaðurinn yrði mikill. A ferðalagi mínu um landið fram að þessu hefi eg frekar tapað trúnni á að þetta yrði arðvænt framtíðarstarf. Þar sem kalkefnaríkur sandur hefir fokið á graslendi hefl eg eigi séð þann árangur sem eg gat átt von á. Skýringar hef eg leitað í því að kalk væri hér svo lítið um land alt og jarðvegur yflrleitt svo súr að hér hafi eigi aðrar plöntur náð útbreiðslu en þær sem ekkert kalk þyrftu. Árangur af kalki hefi eg frekast séð, þar sem vottur hefir verið af því meira en venja er til í áveitu vatni. Er eins og það vatn geti gert undraverðann grasauka á mýrlendi. Aftur á móti hafði eg í sumar tækifæri til þess vestur á Mýrum, hér og þar að athuga gróður, þar sem kalkefna mikill sandur fauk á land, eða á þurlend- um hryggjum þar sem slíkur sandur var aðalefnið. Þar var gróðurinn nærri að segja vesældarlegur. — Árangur af því að bera kalk á túngresi hefir heldur ekki reynst eins mikill það eg til veit, eins og búast hefði mátt við. En með þessum nýju rannsóknum verð- ur þetta alt skiljanlegra. — Þar sem kalkborinn sandur berst á tún- grös og mýrgresi — þær tegundir sem algengar eru og hafa mikla útbreiðslu hér á landi, þar verður kalkið of mikið — jörðin of »alkalisk.« En aftur á móti þar sem vitundarögn er af kalki í áveituvatni getur það örfað gróðurinn án þess að breytingin verði of mikil fyrir mýrgresis- tegundirnar sem fyrir eru. — Síðan menn gátu gert sér glögga grein fyrir hvaða »súrstig« hver plöntutegund helst þyrfti og hve víð takmörkin væru til þess sem hún þyldi, taka menn alt öðru vísi á kalkmálinu en áður við jarðrækt- ina. í stað þess sem áður var ekki nema ein leið — að kalka það sem súrt var (og geta þó jafnvel átt það á hættu að kalkið yrði sumum yrkiplöntunum of mik- ið) þá er nú hægt að mæla súr jarð- vegsins og haga ræktuninni eftir því — rækta ekki og reyna ekki að rækta aðrar jurtir en við eiga á þeirn stað. Danskir bændur eru óðfluga að komast inn á þá braut, og fara þar rneðal annars eftir leiðbeiningum frá »Jordbrugslabora- toriet« sem er nýleg efnastofa í Höfn. Stofnendur hennar eru þrír efnafræðingar og þar á meðal H. J. Hólmjárn sonur Jóseps kennara á Hólum. Með þessu móti sparast árlega stórfé, sem annars færi í kölkun á jarðvegi, sem ekki er súrari en það, að margar nytjurtir þola hann. Og

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.