Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1924, Blaðsíða 12

Freyr - 01.01.1924, Blaðsíða 12
6 F R E Y R ina og hún hætt að bila; grjót tafði þó fyrir öðruhvoru. Þegar best gekk, voru grafnir 60 m3 á klst., eða 1 m8 á mínútu hverri. Skurð- dýpt var á þessum kafla 3—5 m. og breidd að ofan mest um 20 m. Þá er eftir voru ógrafnir T00 m. af skurðlengdinni kom fyrir föst hraunklöpp, sem skurðgrafan vann ekki á. Hækkaði sú klöpp er nær dróg ánni og varð á kafla yfir 2 m. á þykt frá skurðbotni. Var mokað ofan af klöppinni alla leið að ánni og var því verki lokið 20. ág. Klöpp- in sem þá var eftir ógrafin, var um 4200 ten.metr. í áætluninni, sem bygt var á, var ekki gert ráð fvrir þannig lagaðri klöpp. Þar segir, að á þessum kafla sé »þéttur leir og hraun«, og áætlað að kosta muni að grafa rúmstikuna af því kr. 1.50. Hefir þar auðsjáanlega ekki verið aðgætt nógu vel hvaða efni var fyrir, þvi að af klöpp þessari kostaði um 20 kr. að grafa hvern m3. Þar sem klöpp þessi kom öllum á óvart, vantaði allan viðbúnað til að vinna hana, verkfæri ýmisleg og sprengiefni. Var þó brugðið við, svo skjótt sem mátti, til að vinna klöppina. Vann þar margt manna það sem eftir var sumars, en sá lítt á. Næsta sumar, 1922, unnu 15—30 menn í klöppinni frá 10. apr. til 10. nóv., 7 mánuði, og alt gert sem unt var til að hraða verkinu, ef verða mætti að því yrði lokið það sumar og vatn næðist til áveitu vorið 1923. Grasbrestur mikill var á Skeið- unum þetta sumar, vegna vorþurka og vatnsleysis; minti það menn á hve mikið væri í húfi, ef ekki næðist enn vatn næsta vor. Svo lauk þó vinnu það sumar, að enn var eftir af klöppinni um 600 m8. Var ekki laust við, að mönnum væri farið að hrökkva gremjuyrði út af áætlunum þeim, sem gerðar voru um verkið. Menn létu þó ekki hugfallast, þó seint sæktist róðurinn, og var enn tekið til starfa í byrjun apríl- mánaðar 1923, og unnu þá svo margir menn, sem að gátu komist, til þess, ef verða mætti, að vatn næðist til áveitu í tæka tíð þá um vorið. Og að því kom, að þessu erfiða verki var lokið að kveldi hins 28. maí Var þá ekki beðið boðanna, en flóðgáttin opnuð þegar í stað og kol- mórautt jökulvatnið velti sér út eftir skurð- unum og fleyti-fylti allar engjar Skeiða- manna á vikutíma. Hafði þetta verk þá staðið yfir á 7. ár. Ér hér yfirlit yfir hið helsta, er unnið var: 1. SJcurðir, grafnir og upphleyptir, að lengd rúmir 65 km., að rúmmáli 165200 m8. 2. Flóðgátt, steinsteypt við Þjórsá. 3. Brýr, 6 steinsteyptar á þjóðveginn. 4. Trjebrýr, 30, bygðar á smærri skurði. 5. Tréstýflur, 70, settar í skurðina. Allur kostnaður við verkið hefir orðið um 430 þús. kr. Þar með talið: vextir af lánum meðan verkið stóð yfir, afföll á veðdeildarbrjefum, og annar lántökukostn- aður. — Það kostaði rúml. 90 þúsundir króna að sprengja hraunklöppina í þess- um 700 metrum af skurðinum. Og með þeirri töf, sem klöppin orsakaði, varð kostnaðaraukinn alls um 130 þúsund krón- ur, eða nokkru meira en alt verkið var áætlað. Engir flóðgarðar hafa verið teknir með í félagsvinnu þessa; þá gera bændur hver á sinni jörð; er allmikið af þeim þegar gert, en einnig mikið ógert enn. Þar sem flóðgarða vantar, kemur áveitan ekki að fullum notum. IV. Árangur. Hver árangur verður af áveitunni, er ekki unt að segja að svo komnu. Að áveituvatnið auki grasvöxtinn þarf ekkj,

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.