Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1924, Blaðsíða 17

Freyr - 01.01.1924, Blaðsíða 17
FREYR 11 íbúðarbúsið á Reykhúsum í Eyjafirði og reynist hitunin vel. Með þessu er greidd nojög gatan, að hverir og laugar geti orðið til hýbýlaþrifa og hagnaðar viða um sveitir, enda er nú vaknaður skilningur á því, að svo megi verða. Útlit er fyrir að þetta atriði muni t. d. ráða miklu um val skólaseturs fyrir væntanlegan ungmennaskóla Sunnlendinga, sömuleiðis munu Borgfirðingar byggja læknisbú8tað og sjúkrahús þar sem hvera nýtur til hitunar. Ostagerð. Tilraunir Onnu Friðriksdóttur. Fyrir ost ofaná brauðið okkar höfum við gefið útlendingum um 100 þúsund krónur á ári. Og þó fer margur undan- rennu og nýmjólkur dropinn sem til felst í landinu fyrir lítið. í flutningateppunni og samgönguleysinu ættu bændur að skeyta meira um ostagerð en verið hefir, minsta kosti svo útlendir ostar verði óþarfir. Framtaks- og kunnáttuleysi heíir í sam- einingu valdið hve lítið hefir verið um það Ostur sem komið hefir úr sveitunum til kaupstaðanna, hefir oft hreint ekki get- að kept við útlenda ostinn, sem þar hefir verið á boðstólum, því sá innlendi hefir verið svo lélegur. — En eigi mun þurfa mikla fyrirhöfn til að kippa því í lag. Síðan rjúmabú byrjuðu að starfa hér, hefir sífelt verið talað um hvað gera ætti við undanrennuna og áfirnar. Vegna þess hve rjómabúin hafa verið smávaxin hefir eigi komið til verulegra vandræða með undanrennuna. En búhnykkur þótti það hinn besti þegar Herborg Þórar- i n s d ó 11 i r byrjaði á því hér á striðs- árunum að gera áfaosta við Hróarslækjar- rjómabúið, Þetta tókst svo vel að sunn- lensku búin sem störfuðu hafa tekið það nokkuð upp, og er það alment talið, að með þessu móti gætu bændur fengið greidd- an reksturskostnað búanna, að miklu leyti. Áður eu þetta var tekið upp, var rjóm- inn sýrður og fengu rnenn að sönnu meira smjör úr honum á þann hátt. En þareð þess er gætt, að naumast verður gott lag á sýringu á ópasteurhituðum rjóma, og óvíst hvort smjörið heldur sér eins vel með því móti, og sé hann ósýrður rjóm- inn, þykir það eigi ná tali að sleppa áfa- ostinum fyrir sýringuna. Áfaostarnir frá sunnlensku rjómabúun- um hafa allir verið seldir hér innanlands, og hafa þeir runnið út, enda þótt þeim enn sé ábótavant. Veldur einkum vöntun á hagkvæmri geymslu og betri ostamót- um, að þeir eru oft ekki sem útgengileg- ust vara. En til þess að koma fótum undir fjöl- breyttari ostagerð, og undinn yrði bráður bugur að því, að fullnægja innlendu þörf- inni, var Anna Friðriksdóttir um tíma við Rauðalækjar-rjómabúið í sumar sem leið, við ostagerð. Hefir Freyr fengið hjá henni eftirfar- andi greinargerð um tilraunir hennar. Tilraunirnar voru 9 eins og taflan ber með sér, og var notuð bæði kúa- og sauða- mjólk; ýmist undanrenna eingöngu eða mism. mikið af nýmjólk með. Annars er taflan svo glögg að þeir geta af henni lesið mikið um aðferðirnar, sem eitthvað vilja þessu sinna. — - Af töflunni sést meðal annars hversu sauðamjólkin er kostameiri til ostagerðar en kúamjólkin, 25 kg. fást úr 167 lítrum af sauðaundanrennunni, en aðeins 14 kg. úr 15—29 lítrum meiri kúaundanrennu, en aftur á móti benda tilraunirnar á að það hafi eigi nein veruleg áhrif á gæði osts- ins hvort notuð er sauða- eða kúamjólk. Tilraunir voru gerðar með 18% og 20%

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.