Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1924, Blaðsíða 14

Freyr - 01.01.1924, Blaðsíða 14
8 FRBTR Verk þetta er undirbúið og því stjórnað af starfsmönnum rikisins. Þá er bændurn- ir ákváðu að ráðast í fyrirtækið, bygðu þeir á áætlun, er starfsmenn ríkisins höfðu gert, og reiddu sig á að áætlunin léti nærri. Eg tel þeim ekki skylt að bera neitt af þeim kostnaði er leiddi af mis- tökum starfsmanna ríkisins í undirbúningi og stjórn; þar til má nefna vanrækslu í að rannsaka til hlýtar jarðveginn, þar sem aðfærsluskurðinn átti að gera (klöppina), og þar afleiðandi mikla áætlunarskekkju og töf; og í öðru lagi, útvegunin á skurð- graftarvélinni: óþarfa dráttur á útvegun og vélin keypt óreynd (ósamsett) frá verk- smiðjunni. Hvorttveggja þetta hleypti kostnaðinum afarmikið fram. Aftur á móti virðist báðum aðilum þessa verks, ríki og hlutaðeigandi bændum, skylt að bera þann kostnað, sem styrjöldín olli, því að hvorki gátu verkfræðingarnir, sem áætluðu kostnaðinn, né bændurnir, séð fyr- ir afleiðingar styrjaldarinnar. Hlut bænd- anna af því þyrfti rikið að borga og fá í móti hluta af áveitujörðunum. Ef ríkið eignaðist þannig hluta í áveitu- jörðunum, fengist hið besta tækifæri til rækilegra tilrauna með nýbýlabúskap. Ef hann getur nokkursstaðar þrifist hér á landi, ætti það að vera á áveitusvæðun- um, þar sem jökulárnar leggja til áburð- inn. Á Skeiðunum er sérstaklega vel til þess fallið, þar sem skiftist á slétt áveitu- land og þurlendir móar, vel fallnir til tún- ræktar, og akvegur frá Reykjavík og Eyrarbakka liggur eftir endilangri sveit- inni. Óneitanlega sýnist þjóðvænlegra, ef unt væri, að benda þangað einhverju af fólksstraumnum, er nú stefnir til atvinnu- leysis í kaupstöðunum. Um 2. er líkt að segja, Komi léttara niður á ríkissjóði að greiða litla fjárhæð á ári í nokkur ár, en mikla í eitt skifti. Um 3. vildi eg segja það, að mér fynd- ist fara vel á, að bankarnir létu í eitt skifti, eða við og við, dálitla fjárhæð falla til landbúnaðarins, með tilliti til þess, að þeir hafi ekki tapað að miklum mun á lánum í þá átt. Hvort sem nokkur þessara leiða, sem hér er minst á, verður farin eða ekki, ætla eg að vona, að á einhvern hátt verði afstýrt þeirri hörmung, að áveituengin á Skeiðunum, slétt og blómleg, verði að meira eða minna leyti hvít af sinu á hverju hausti. Ágúst Helgason. Finnmörk. Finnmerkur-fylki — nyrsta og stærsta fylki Noregs — er flestum íslendingum kunnara af fornum sögum en af sjón eða reynd. Vanalega leggjum við leið okkar suður á við, þegar við bregðum okkur »út yfir pollinnc til þess að sjá önnur lönd og háttu annara þjóða. Fáir íslendingar, sem í Noregi hafa dvalist, hafa ráðist norðar en í Þrændalög, sem að mörgu eru hjarta Noregs. örfáir hafa komist norður fyrir miðjan Noreg. Syðstu héruð Finnmerkur eru langtum (ca. 2 breiddargráðum) norðar en nyrstu tangar Islands. Finnmörk — og raunar lengra suður á við — eru »Hornstrandir« Noregs, hafa Norðmenn, er sunnar bjuggu, til skamms tíma átt örðugt með að skilja, að þangað væri neitt að sækja nema »fugl og flsk«. Á stríðsárunum og eftir stríðið hefir þetta breytst, það er farið að ræða um landbúnað og jarðræktarmöguleika á Finnmörk o. fl. o. fl. Þetta er ekki nein augnabliks-»fluga«, sem dottið hefir í Norð- menn — siður en svo. Það er í fullu sam- ræmi og samhengi við skoðun þá, sem

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.