Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1924, Blaðsíða 13

Freyr - 01.01.1924, Blaðsíða 13
P R B Y R 7 að efa, þar sem æfagömul reynsla er fyr- ir því, að engjar á Skeiðunum spretta að jafnaði vel, ef vatn líggur á þeim á vor- in, þó blátært regnvatn sé, og áhrif áveitu- vatnsins úr Þjórsá í sumar, þann skamma tíma sem það lá á, voru furðu gó ð Þá er vatninu var hleypt yfir í lok maímánaðar, höfðu þurkar staðið heilan mánuð; voru engjar allar á Skeiðunum þá orðnar skræl- þurrar og útlit fyrir hinn ægilega gras- brest. Fyrstu viku júnímánaðar vrar vatn- ið að renna yfir og fylla engjarnar, en í júnílok var vatninu veitt af. Hafði vatnið því legið á aðeins 3—4 vikur. Þann tima var oftast óhagstætt veður til áveitu, kalt og sólarlítið. Arangurinn varð þó, eins og áður er sagt, ágætur; allstaðar þar sem vatnið lá á, varð allgóð slæja, jafnvel á óræktar mýrum, sem aldrei höfðu verið slegnar áður og grasið dökkgrænna en venja er til, líkt og þar sem köfnunarefn- isáburður er borinn á. Ef veitt hefði ver- ið á nógu snemma að vorinu, t. d. þrem vikum fyr en gert var, mundi grasið hafa orðið miklu meira. Grasaukinn fyrir áveituna hlýtur að verða afarmikill, bæði mun grasið aukast mikið á hinum venjulegu engjum, og auk þess mikið land verða að engjum, sem aldrei hefir verið slegið, og það land mun verða grasgefnasta engið í framtíðinni; jarðvegurinn þar ótæmdari, en þar sem altaf er slegið. En grasaukinn er ekki einhlýtur til þess að áveitan beri arð. Grasinu verður að breyta í hey og heyinu í verðmæta vöru eða peninga. Hvorugt gerir sig sjálft. Til þess þarf fleira vinnufólk, fleiri skepnur, meiri fénaðarhús og heyhlöður, og til alls þessa þarf aukið fjármagn. Væri það fyr- ir hendi, efast eg ekki um arð. Hins veg- ar er auðsætt, að arður fæst ekki með því að láta grasið deyja úti á jörðunni. Jeg tel ekki hart í farið, þó áætlað sé að heyöflun gæti tvöfaldast á Skeiðunum á næstu árum, ef áveitulöndin yrðu notuð til fulls, en til þess að það geti orðið, þarf að taka til einhverra skjótra ráða. Eins og fjárhag bænda á Skeiðunum er nú komið, virðist engin tiltök að þeir geti af eigin ramleik borið allan áveitukostn- aðinn, sem ógreiddur er, og jafnframt not- fært sér þegar á næstu árum allan gras- aukann, sem áveitan veldur. Tvær leiðir sýnast blasa við. önnur sú, að bændurnir á áveitusvæðinu kikni fjár- hagslega undan áveitukostnaðinum, sem hefir orðið ferfaldur við það sem áætl- að var, og þeir neyðist til, vegna fjár- skorts, að láta meira eða minna af hinu fagra áveitugrasi verða að hvítri sinu milli bæjanna. Hin leiðin er, að ríkið stuðli að því á einhvern hátt, að áveitan, þetta verk sem það hefir staðið fyrir undirbúningi og fram- kvæmd á og lagt fé til, verði að fullum notum og gefi vexti af því fé, sem í það hefir verið lagt. Vonandi verður sú leið valin. Um að- ferðina geta orðið skiftar skoðanir. Mér detta helst i hug þrjár leiðir að því tak- marki: 1. Ríkið borgar það af áveitukostnaðin- um, sem umfram er áætlun þá, sem bygt var á, og fær í staðinn einhvern hluta af áveitusvæði hverrar jarðar til nýbýla. 2. Ríkið greiðir Landsbankanuna hið ár- lega gjald af áveituláninu í nokkur (8—10) ár, meðan bændurnir á áveitu- svæðínu eru að auka bú sín, gegn samskonar borgun og talið er í 1. 3. Alþingi leggur fyrir Landsbankann að gefa upp, sem styrk til jarðræktar, % af áveituláninu. Um 1. er það að segja, að eg tel bænd- unum á áveitusvæðinu hvorki unt né skylt að bera allan kostnaðinn við áveituná,

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.