Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1924, Blaðsíða 11

Freyr - 01.01.1924, Blaðsíða 11
FRBYE 5 stjórn og ákveðið að taka til starfa næsta vor, 1917. Ekki var trátt um að nokkurt hik væri á mönnum að ráðast í þetta kostnaðar- sama verk, en allir voru sammála um, að það væri hið mesta framfaraspor fyrir sveitina í framtiðinni, þó það yrði erfitt þeim sem verkið ynnu Ef menn hefði þá órað fyrir að verkið færi svo mikið fram úr áætlun, sem raun varð á, hefði ekki verið í það ráðist. III. Framkvæmdir. Tekið var til starfa 5. júní 1917. Var byrjað á skurðagrefti neðst á áveitusvæð- inu. Áætlað var að m.2 (rúmstika) í þeim skurðum kostaði 40 au. Var reynt að fá verkamenn til samningsvinnu upp á þá borgun, en skurðvinna var þá lítt þekt, svo að fáir þorðu að semja fyrirfram og varð því að ráða flesta með tímakaup, 50 au. um kl.st. Þetta vor unnu 75—130 menn fram að slætti, til 15. júlí, og 30 menn um sláttinn; höfðu þeir 60 au. um kl.st. Þetta sumar voru skurðir grafnir, að lengd 95300 m., að rúmmáli 45480 m3. Það sem unnið var fyrir tímakaup kostaði 70 au. hver m8. En þeir sem unnu eftir samningnum upp á 40 au. fyrir in8 höfðu þó eins há daglaun sem hinir, svo mikið betur gekk samningsvinnan. Var það lær- dómsríkt dæmi. Það sem óunnið var eftir þetta sumar, af þeim skurðum, sem unnir voru með handverkfærum, var því nær alt, unnið í samningsvinnu með 58—75 au. f. ms. Var tímakaup þá komið upp í 1 kr. og því sýnilega mikill hagnaður fyrir áveitufél. að samningsvinnunni. Þetta ár, sem tekið var til starfa (1917) veitti Alþingi fé til kaupa á skurðgraft- arvél, er fyrst skyldi notuð við Skeiða- áveituna. Skyldi vegamálastjóri, sem hafði á hendi yfirumsjón áveituverksins, utvega vélina. Til mikils óhagræðis fyrir áveit- una kom vél þessi ekki til landsins fyr en sumarið 1919, og var ekki tilbúin til vinnu fyr en komið var haust það ár. Var þannig beðið eftir vélinni 2 ár með gröft á aðal-aðfærsluskurðinum frá Þjórsá, sem óvinnandi var með handverkfærum, en á þeim árum hækkuðu vinnulaun nær þrefalt og biðin eftir áveituvatninu varð þeim mun lengri hjá Skeiðamönnum. Sumarið 1920 var tekið til vinnu með »skurðgröfunni« (svo heflr vélin verið nefnd) 14. júní. Var klaki þá ekki full leystur úr jörð, en það sakaði ekki til muna, því vélin sprengdi klakann, þó all- þykkur væri með köflum. Allerfiðlega gekk vélarvinnan það sumar, einkum framanaf. Bilanir á vélinni tíðar og langt tildráttar með aðgerðir, þar sem senda varð oft til Reykjavíkur, 90 km. veg, með hina biluðu hluti. Miklum töfum og erfiðleikum olli það, að jarðvegurinn, sem grafið var i gegnum þetta sumar, var víða svo gljúp- ur og blautur, að járnbrautirnar, sem vél- in gekk á, á báðum skurðbökkum, gengu á kaf undan þunga vélarinnar (30 þús. kg.), og vélin rann þá einatt út af spor- inu ofan í fenin. Lýsing á vél þessari og vinnu með henni er í Búnaðarriti 35. árg. Þetta surnar voru grafnir 2800 m. af aðfærsluskurðinum, 24600 rúmstikur, og kostaði það 42500 kr. Dýrtíðin var þá á hæsta tindi. Það sumar var og bygð flóð- gáttin við Þjórsá. Er hún úr járnbentri steinsteypu. Fóru í hana 70 tn. af sementi og kostaði hver tn. 70 kr. þangað komin. Þegar vinnu lauk haustið 1920, var enn ógrafið af skurðinu 1200 m. næst Þjórsá. Var búist við að þvi yrði lokið næsta sumar, ef kapp væri á lagt. Var tekið til vinnu í lok maímánaðar vorið 1921 og unnið nótt og dag. Gekk vinnan þá vel, því að jarðvegur var hentugur fyrir vél-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.