Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1926, Qupperneq 5

Freyr - 01.09.1926, Qupperneq 5
Búnaðarmálablað. Utgef. og ritstj.: Jón H. Þorbergsson bóndi Bessastöðum og Sigurður Sigurðsson búnaðarmálastjóri. iJrayr Afgreiðslumaður og gjaldkeri; Sveinbj. Benediktsson ritari Búnaðarfél. ísl. Pósthólf 131. Árg. blaðsins kostar 5 kr. Gjalddagi 1. júlí. XXIII. ár. Reykjavík, september — október 1926. Nr. 9—10. TJm búmiö á Vestfjörðum. Framh. En eru möguleikar til þessa? Já það hyggjum vér. Land það er rækta má er aðallega: Móar lítið grýttir eru á nokkrum stöð- um, þeir eru mjög auðveldir til ræktunar. Mýrar. Stærri og minni mýrarflákar eru á víð og dreif um alla Vestfirði. Enn þá hafa þessar mjTrar óvíða verið teknar til ræktunar, en viðast hvar liggja þær vel til þess, eru með líðandi halla, svo fram- ræsla er auðveld. Eitt sem víóa er ábótavant með tún- yrkju hér, er það, að eigi er nægilega vel séð fyrir framræslu, mörg tún bera þess glöggan vott, jarðvegurinn er of rakur og súr, að nokkru vaxinn mýrlendisgróðri. Á þessum stöðum nýtist eigi áburður og gróðurinn verður þroskalítill. Eitt af grund- vallarskilyrðum þess að túnið spretti vel, er að það sé hæfilega framræst. Þetta þurfa bændur að muna, og bæta úr ef misbrestur er á. Ur mýrum má búa til góð og varanleg tún, en fyrst þarf að ræsa þær vel fram. Ef það er gert eingöngu með opnum skurð- um þarf að skera landið í skákir með 1.30 m. djúpum skurðum og 30 m. bil ámilli. Ef lokræsi eru notuð má bilið milli þeirra vera um 15 m. en dýptin 1.10 m. Mýrarækt er nú mikið auðveldari en áður, síðan menn fengu betri verkfæri og lærðu að nota tilbúinn áburð. í Nauteyrarhreppi hafa menn nú fengið dráttarvél. Með því að láta hana draga gott diskaherfi er hægt að tæta mýrajarð- veg svo vel, að gerlegt sé að sá grasfræi, ef nægur áburður er notaður. Grýttur jarðvegur er víða á Vestfjörðum, mikið af stærra og smærra grjóti, sem þarf að hreinsa úr jarðveginum til þess að hann sé ræktanlegur. Til þessa hafa menn eigi alment kunnað hinar auðveldustu að- ferðir við grjótvinslu — sprengingar eða notkun steingálga. — Þess vegna hefir það verið bundið miklum erfiðleikum að ná grjótinu úr jarðveginum. Búnaðarsam- bandið ætti að gangast fyrir því að kenna mönnum nýtísku aðferðir við grjótvinslu eða grjóthreinsun, og þegar þær eru lærð- ar mun margur bletturinn á Vestfjörðum verða ræktanlegur, sem nú er álitinn ó- mögulegur til ræktunar. Aðstaða til grjót- hreinsunar er viða góð. Af hjöllunum með sjó fram þarf eigi að koma grjótinu annað en niður í fjöruna. Að öllu þessu athuguðu álítum vér að miklir möguleikar séu til aukinnar tún- ræktar á Vestfjörðum, enda eiga menn fyrst og fremst að leggja áherslu á það.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.