Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1926, Side 7

Freyr - 01.09.1926, Side 7
PRE YR »Skrúður« sýnir ljóslega hverju hægt er að áorka, þá garðar eru hirtir með um- hyggju og nákvæmni. Á Holti í Önundarfirði er mjög fagur trjá- og blómagarður, og svo er víðar á Vestfjörðum. Aburður. Sem víða annarstaðar á landi voru er búpeningsáburður eigi hirtur sem skyldi. Áburðarhús og safnþrær eru á of fáum stöðum. Þó eru til staðir, þar sem áburðarhirðing má teljast til fyrirmyndar, t.d. á Melgraseyri við ísafjarðardjúp og víð- ar, enda lætur túnið þar á sjá, dökkgrænt með þroskamiklum og jöfnum gróðri. All- ir sem eigi hafa áburðarhús, ættu að láta það verða sitt fyrsta verk að byggja það. Sú jarðabót þarf að ganga á undan öðr- um. Nú er styrkur veittur til áburðarhús- bygginga, sem nemur 60 kr. á nautgrip, sem áburðarrúm er ætlað fyrir. Pari. Auk búpeningsáburðarins er víða auðvelt að ná í þara og fiskúrgang til á- burðar. Þang- og þararastir liggja niðri í fjörunum, en meginhluta þeirra þvo sjáv- arbylgjurnar aftur út. Þari er góður áburður. Víða hefir ó- ræktarlandi verið komið í góða rækt með þara eingöngu. Betra er þó að nota með honum nokkuð af tilbúnum áburði, eink- um superfosfat. Gott að bera 100 kg. af því á dagsláttu. Á Vesfjörðum er víða auð- velt að ná upp þara, og ætti hann að not- ast mikið meira til áburðar en gert hefir verið. Fiskúrgangur. 1 veiðistöðvunum fellur mikið til af fiskúrgangi. Er hörmulegt að sjá mestu af því tagi fleygt í sjóinn, eink- um í hinum stærri veiðistöðvum. Fiskúr- gangurinn er ágætur áburður, oghve mik- ið myndi það eigi tryggja framtíð fiski- veranna, ef sjómenn tækju sig til og rækt- uðu tún, svo þeir gætu haft 2—3 naut- gripi, svín og bænsn. — Nóg er landrým- ið víðast hvar. 16 Skeljasandur. Eitt er það sem Vestfirðir hafa fram yfir flesta aðra landshluta og mikla þýðingu getur haft í ræktunarlegu tilliti, og það er sú feikn af skeljasandi, sem liggja viðast hvar í fjörunum umalla Barðastrandasýslu og alla leið norður að ísafjarðardjúpi. Á sumum stöðum mynd- ast feikna þykk lög af þessum skeljasandi, svo sem t. d. við Barðaströnd, Rauðasand, við Sauðlauksdal í Patreksfirði, í Önund- arfirði og víðar. Mér er eigi kunnugt um að þessi skeljasandsiög hafi verið rann- sökuð nánar, en víða lítur út fyrir að hér geti verið um stórar kalknámur að ræða. 1 sandinum er oft 80% af kalki.og stund- um er hann blandaður öðrum efnum. Par sem auðvelt er að ná í skeljasand er á- gætt að bera hann á mýrar, sem á að taka til ræktunar. Það myndi hafa lík á- hrif og getið er um á Rauðasandi. Til- raunir vantar þó er sýni Ijóst hverjar verk- anir sandurinn hefir, og hve mikið þarf að bera á af honum, og hvort það svar- aði kostnaði að flytja hann langt til. Hér er eitt af mörgum verkefnum, sem Bún- aðarfélag íslands hefir að leysa. Með betri áburðarhirðingu, notkunþara, fiskúrgangs og skeljasands er mikið á- burðarmagn fyrir hendi á Vestfjörðum, sem hefir í sér fólgið mikið verðmæti með haganlegri notkun, en sem nú fer forgörð- um. Til viðbótar þessu mætti svo nota til- búinn áburð, eftir því sem þörf krefði. Væru þessir möguleikar allir notaðir með þekkingu, stæði áburðarvöntunin eigi rækt- uninni fyrir þrifum. Sœþörungar sem fóður. Eins og áður er getið vex afar mikið af sæþörungum við strendur Vestfjarða, sem annarsstaðar hér við land. í sæþörungunum eru eigi að eins fólgin í áburðarefni heldur og fóðurefni. Fjörubeit sauðfjár er alkunn, en hitt hefir eigi verið alment, að nota sæþörunga sem innifóður. Pó þekkist þetta á Vestfjörðum.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.