Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1926, Síða 10

Freyr - 01.09.1926, Síða 10
78 FRE YR ili alt að 10 manns. Hér er mikið verk unnið og má enn vænta mikils af nýbýl- endunum, sem enn eru á bezta aldri. Gafl í Einarstaðalandi, heiðarbýli milli Reykjadals og Bárðardals. Nýbyggjendur Hörður Jónsson og Unnur Tómasdóttir, bæði ættið úr Reykjadal. Reistu þau býlið 1918 og leigðu land þess. Tún er þar enn mjög lítið, en mikið kjarnaland og engjar. Á býlinu er enginn nautgripur, en geitur og sauðfé. Skortir mig kunnugleika til að rita nánar um þetta býli. í undirbúningi hvað vera að reisa ný- býli í Litlulaugalandi í Reykjadal. Vænt- anlegir nýbyggjendur þar, Tryggvi Sig- tryggsson frá Hallbjarnarstöðum og Unnur Sigurjónsdóttir frá Litlulaugum. Þá er og getið þeirra nýbýla í Suður- Þingeyjarsýslu, sem mér er kunnugt um. Björn á Brún er brautryðjandinn í því að koma upp sjálfstæðu nýbýli og tekst vel, munu hér enn fleiri á eftir koma. Einnig mun rúm fyrir nýbýli reynast verða á fleiri stöðum en nú virðist, fljótt á litið, ekki eingöngu í Þingeyjarsýslu, heldur og um land alt. Fólksstraumurinn hefir ekki verið ör úr þessari sýslu, er þetta einn vottur þess. Auk þess má víða sjá þar um slóðir margbýli á jörðum, sem er vottur hins sama. Virðist samkomulag og afkoma fólks á margbýlisjörðum í góðu lagi. Löggjafar landsins mega ekki lengur ganga fram hjá því, að nýbyggjendur og þá einkum þeir, er nýbýli stofna til sveita, verða að njóta meiri hlunninda um láns- kjör og styrki, heldur en enn á sér stað. Að reisa og rækta nýbýli er í raun og veru eitt hið alþýðingar mesta, sem gert verður til að auka þjóðarauðinn og tryggja velgengni þessarar þjóðar í framtíðinni. Allur fjöldi manna er haldinn þeirri skammsýni, að óframkvæmanlegt sé að reisa sjálfstæð nýbýli í sveitum Iandsins. Þeir hinir sömu ættu þegar að hefja rannsókn á því, hvenær líklegt megi telja að sveita- búskapur hér líði undir lok. J. H. P. Klíxnfnveilci í vorlömbum. Ég tel víst, að það séu meðal annars allir sjúkdómar búpenings, sem ritstjórar Freys vilja ræða og þá um leið að leita eftir þeim bestu læknisráðum. í þetta sinn ætla ég hér að minnast á veiki, sem hefir ekki þekst hér um Borgarfjörð fyr en á þessum síðasta áratug, svo að mér sé kunnugt. Eftir einkennum gæti veiki þessi verið kend við munn og klaufir, því þar kemur hún fram. Þótt vonandi sé, að hér sé um aðra tegund þeirrar veiki að ræða, en hina skæðu, sem nú geysar um Svíþjóð og víðar. Sjúkdómslýsing. Hér hefir veikin komið fram í lömbum 3—6 vikna gömlum. Verða þau fyrst hölt í alla fætur, úfin og krokuleg. Sést þá ef að er gætt, að aftan á hælum þeirra eru að byrja sár, þar sem klaufir og skinn tengjast saman. Etur þetta óðfluga um sig þangað til að allar klaufir eru dottnar af, þar með lágklaufir líka. Standa þá lömb- in á kögglunum berum og blóðugum. — Verður svipur þeirra með hinum mesta kvalablæ, sem að líkindum lætur. Pegar svo er komið fer veikin líka að koma fram í munni þeirra. Lítill graftrarnabbi sést á milli nasanna utan á snoppunni. Gómfyllan verður dökkgræn og beinið undir henni fær líka dökkgrænan lit. — Pórmundur bóudi í Langholti, sem hefir mist 6 eða 7 lömb úr þessari veiki, hefir sagt mér að þau, sem lengst tórðu af þeim, hafi verið orðin svo spilt í munnin-

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.