Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1926, Blaðsíða 12

Freyr - 01.09.1926, Blaðsíða 12
80 FRE YR ar hafi orðið vart á haustlömbum. Virðist það benda til þess, að með aldri minki hættan. Sumir hafa getið þess til, að hér væri um erfðasjúkdóm að ræða, sem lambið fengi frá foreldri. En sú tilgáta þykir mér ekki líkleg, því hér er um mörg óskyld fjárkyn að ræða. Hér hefir veikin endurtekið sig í þrjú síðastliðin vor og lömbin verið sitt undan hverjum hrút. — Svo hefir líka verið á Hamri. Attur á móti er hér annar sjúkdómur nokkuð algengur í lömbum, sem lýsir sér með bólgu i skammköglum svo lömbin verða hölt og snúinfætt. Pann sjúkdóm þekkjum við að arfgengi. Kemur hann að eins fram í hrút- lömbum. Virðist hann óskildur þeim sjúk- dómi, sem að framan er lýst. Um þetta mál hefi ég ekki fleira að segja að sinni. Eg hreyfi því hér opin- berlega í þeirri von, að leitað verði að ráðum til þess að lækna þennan sjúkdóm, sem kvelur skepnur og skaðar fjáreigendur. Kristleijur Porsteinsson. OrmaveiUi í sauðíé. í 13. tbl. »Varðar« þetta ár hefir Lúð- vík Jónsson búnaðarkandidat ritað þarfa hugvekju um ormaveiki í sauðfé. Leiðir hann athygli að því hve mikið tjón veik- in geri og sýnir fram á nauðsyn þess að fjáreigendur eigi kost hentugra meðala til að lækna með. Bendir hann á nokkur lyf er erlendis séu notuð til lækninga. Jón Pálsson dýralæknir hefir og ritað grein í Morgunblaðið nú fyrir skömmu, er fjallar um sama efni. Áður hefir Magnús Einar- son ritað um veikina í fyrstu árgöngum »Freys« og Sigurður Einarsson hefir stutt- lega minst á hana í riti sínu um alidýra- sjúkdóma (bls. 70—76). Frá fyrri tímum hefir og eitthvað verið minst á þessa veiki hér. Annars hefir verið furðu hljótt um þetta mál, eins og það er orðið alvarlegt, fyrir fjáreigendur og búnað okkar. Sérstaklega síðan um aldamótin 1900 virðist veiki þessi hafa breiðst út og færst í aukana, þótt hún sé þekt hér frá fornu fari. Rétt eftir þau drap hún fjölda fjár á FJjótsdalshéraði, einkum í Fljótsdal. 1914 hrundi fé niður sunnanlands og vestan úr veikinni svo að þúsundum skifti. 1920 olli hún miklum fjárdauða í Austu-Skaftafells- sýslu. Síðast liðið vor drap hún margt á Suðurlandi og auk þess, sem nú er talið hefir hún drepið meira og minna víðsveg- ar um land, nær því árlega síðan um aldamót. Tjónið sem hún veldur er nær ómetanlegt, því að auk fjármissis, þarf hið sjúka fé langt um meira fóður, hvort sem það lifir eða drepst. Allra tilfinnan- legast er það, þá féð hrynur niður eftir að kominn er nægur sauðgróður og þegar t. d. kópaldir gemlingar veikjast og drep- ast þegar komið er vor, en þess munu ekki vera svo fá dæmi. Pað er kunnugt að ormarnir eru mestir í fénu eftir votviðrasumur, þá eru heyin lika hættulegust, bæði vegna smitunar af ormum, og svo vegna þess að hey virðast létt er grasið sprettur í sólarleysi og vot- viðrum, auk þess sem að heyin verða þá meira og minna hrakin. Þegar þannig ár- ar verða bændur að ætla fénu eitthvert kjarnfóður með heyjunum. Sid eða síldar- mél er t. d. ágætt. Til þess að ónýta skilyrðin fyrir orm- inum, þarf að þurka með skurðum vot- lendi, sem fé gengur á til beitar og fóðra það með heyjum af þurlendi eða valllendi. Slíku verður ekki komið við á meðan landið er svo stjálbygt. Pó er mikið hægt með þvi að vanda verkun heyja og bæta heygæðin með ræktun.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.