Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.1926, Qupperneq 17

Freyr - 01.09.1926, Qupperneq 17
F R E YJR 85 Jón Forbergsson á Bessastöðum vó jarð- ávöxt, rófur og kartöflur, upp úr 10 fer- metra blettum, bjá nokkrum bændum í Bessastaðahreppi. Við þá athugun kom það í ljós að í þeim görðum sem bezt var sprottið, voru 150 tunnur af rófum og 113 tunnur af 'kartöflum pr. dagsláttu. Er það augljóst að með engu móti er hægt að fá meiri afla af landi en með rófna- rækt. Með 150 tunnum gulrófna af dagsl. ættu að fást 6000 fóðureiningar af því svæði (fóðureiningin miðuð við 1 kg. af beztu töðu), en með 20 hestum af töðu — mestu uppskeru af dagsláttu — yrðu fóðureiningarnar 2000. Að vísu kost- ar rófnarækt langt um meiri áburð og vinnu. Samt er engum efa bundið að rófur á ekki eingöngu að rækta til mann- eldis, heldur og líka til skepnufóðurs og þá einkum að gefa þær mjólkurkúm með töðu. Kartöfluræktina ber einnig að auka að miklum mun, hún er okkar kornrækt. Árið 1923 eru fluttar frá útlandinu kar- töflur fyrir 385,366 krónur, sú uppkæð eða þeir peningar sem út úr landinu fara fyrir kartöflur eiga að setjast að í landinu sjálfu. Stækkum garðana bændurgóðir! Ræktun- arlögin bjálpa okkur til þess. Garðyrkjufél. íslands mun útbýta verð- launaskjölum til þeirra, er sköruðu fram úr á nefndri sýningu. J. H. P. Nau t gf r i p ar se t ar f é 1 ö g- í Bretlandi starfa mjög víðtækt. Þau gangast fyrir því að færðar eru ættartölubækur fyrir naut- fjárkynin. Rannig fylgir æltartala hverjum grip, sem á sýningar kemur eða er seldur til kynbóta. Pessi félög gangast sjaldan fyrir sýningum — það gera búnaðarfélögin — en veita oftlega bestu gripum kynjanna á sýningum, verðlaun, sem verða þá auk annara verðlauna. Auk þessara félaga eru svo eftirlitsfélögin. I Skotlandi eru þau orðin 22. ára. Rau eru alls 40 að tölu og eru öll í einu sambandsfélagi. Fað sam- band vinnur að því að auka verksvið og útbreiðslu þessara félaga, afla þeim styrkt- arfjár, ná yfirliti yfir þessa starfsemi og efla hana að fróðleik. í félögunum eru alls 703 bændur með 29,957 kýr, en það eru rétt um 40 kýr á bónda. Kúnum eru skift í tvo aðalflokka sem nefndir eru I. fl. og III. fl. eftir mjólkurmagni sem þær gefa og svo er hver flokkur bókfærður í tvennu lagi eða kvígur og eldri kýr hverjar í sínu lagi. Markmiðið er að koma kúnum, sem flestum upp í I. flokk. Verður þar árlega nokkuð ágengt og eru nú eldri kýr í I. fl. 65°/o en kvígur 3°/o eða alls 68 kýr af hverjum 100. í þeim flokki mjólkuðu eldri kýrnar, árið 1924, 3570 lítra en kvígurnar 2855 lítra til jafnaðar með 3 - 5°/o feiti. En í III. fl. mjólkuðu eldri kýr 2370 lítra, en yngri 1900 lítra, en íitumagn hið sama. Fess má geta að árið 1914 voru á mjólk- urskýrslum þessara félaga, skráðar 26,424 kýr, eða um 1500 færri en nú og voru þá í I. fl. alls 48%, svo að síðan hefir sú prósentutala hækkað um 20. Á stríðsárun- um varð afturkippur í þessum félagsskap sem öðrum, komst þá tala kúnna sem skráðar voru ofan í rúm 17 þúsund. Þátt- taka bænda í þessum félagsskap er talin mikil, því að í Skotlandi heldur fjöldi bænda nautfénu til holda og ganga þá kálfarnir undir kúnum, en þær aldrei mjaltaðar. J. H. P.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.