Freyr

Volume

Freyr - 01.09.1926, Page 18

Freyr - 01.09.1926, Page 18
86 FRE YR A eyjuimm vestan viÖ Noreg. Annar ritstjóri »Freys«, Sigurður Sigurðsson fyrv. búnaðarmálastjóri, hefir undanfarna tvo mánuði verið á ferðalagi um Norðurlönd. Mun hann eitthvað hafa ferðast um Danmörku, en aðallega var ferðinni heitið til Noregs, og bjóst hann við að halda par fyrirlestra fyrir norsk búnaðarfélög. Hefir hann sent blaðinu smá- grein þá, er hér birtist, frá ferðalaginu. Sigurður er væntalegur heim í október- mánuði. Sem kunnugt er liggur fjöldi eyja vest- an við Noreg. Óslitinn eyjaklasi liggur fyrir utan flrði og annes, á löngun kafla meðfram ströndinni. Eyjar þessar eru mis- stórar, margt litlir hólmar eða sker — óbyggileg — aðrar slærri og bygðar. Flest- ar eru eyjar þessar grýttar, með misjafn- lega háum hæðum eða fjallahryggjum. Skógur er óvíða, en aðalgróðurinn beiti- lyng, þar sem eigi skín í bert bergið. Þó eru þar allvíða mýrarblettir. Á eyjum þessum eru hafstormar tíðir, rigning og súld, og þykir því ekki búsældarlegt hér. Fiskiveiðar eru þó nokkrar. Á eyjunum hefir verið gert allmikið að búnaðarumbótum, og fýsti mig að sjá það. Tók mér ferð á hendur um eyjarnar og naut þar ágætrar leiðsögu ráðunauts bún- aðarfélagsins í Hörðalandi, J. Askeland. Við lögðum leið okkar um eyjarnar fyrir norðan Bergen. Skoðuðum okkur aðallega um á einni ey þar, er heitir Radey. Hún er ein af hinum stærri eyjum, 101 km. 2 að stærð. Radey liggur að mestu fyrir opnu hafi, að eins nokkrir hólmar og sker fyrir ut- an hana. Eyjan er skóglaus. Tilraunir hafa verið gerðar með að gróðursetja þar skóg á síðari árum, og heflr vel lánast. Lands- lagið líkist því sem almennast er á eyj- unum, lágar hæðir eða fjallahryggir, með mýrum í lægðum. Erfitt er hér til rækt- unar, grýtt eða blautar mýrar. Um Radey eru dreifð bændabýli, yfir 200 — íbúar um 3400. — Þar er ekkert verulegt þorp. Allir eiga eitthvert land, nokkrir stunda búnað eingöngu, þó eru þeir fleiri sem stunda bæði fiskiveiðar og búnað. Byggingar eru léleg timburhús, sem dreift er með nokkuð jöfnu millibili um alla eyna. Jarðirnar eru litlar, hver jörð hefir 3—5 ha., sem er tún og engi — eigi meira en helmingur þess er vel ræktað — og auk þess bithagi, sem stund- um er sameiginlegur fyrir margar jarðir. Menn rækta hér aðallega töðu, en auk þess á ílestum jörðum lítið eitt af höfrum og jarðeplum. Jarðargróðurinn pr. ha. (3 dagsl.) töldu menn: Taða, þur.............. 4 — 8000 kg. Hafrar ................ 30 tn. Jarðepli .............. 150—200 tn. Áhöfn, sem hafa má á býlunum, er 3—6 kýr, 10—15 kindur, 1 hestur, 1 — 2 svín og 20—30 hænsn. Tvö mjólkurbú eru á eynni, og seldu þau mjólkina aðal- lega til Bergen. Bændur fengu fyrir mjólk sina nú 18—20 aura líterinn. Skipaferðir eru daglega til Bergen. Til eldsneytis nota menn aðallega mó. Annars er rafmagn leitt um alla eyna, heim á hvert býli, og er það leitt langt að. Hvert býli greiðir fyrir rafmagn 60—250 kr. árlega. Ráðunauturinn var aðallega að líta eftir hvað unnið hefði verið að jarðabótum á eynni. Norðmenn veita mikinn styrk þeim er vinna að nýyrkju, 'jt kostnaðar. Hér er nýyrkjan erfið, kostnaður við að rækta einn ha. 3—4000 kr. (1000—1300 kr. pr. dagsl.), lágt metið. Af ræktunarkostnaðin- um fá bændur sem sagt V* greiddan frá rikinu, á hectar getur það orðið alt að 1000 kr. Ríkissjóður vor gefur bændum 200 kr.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.