Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1926, Síða 19

Freyr - 01.09.1926, Síða 19
FRE YR 87 Norðmenn skilja hverja þýðingu ræktunin hefir og þess vegna styðja þeir hana. Af fé því sem ríkissjóður Norðmanna leggur til búnaðar, er talið að mest gagn geri styrkur sá, sem veittur er til ræktunar. Á eyjunum höfðu margir bændur rækt- að */2—1 dagsl. á árinu. Oftast var þetta í mýrum, sem höfðu verið ræstar, á öðr- um stöðum á mjög grýttu landi, og sum- staðar þurfti að flytja og breiða jarðveg yfir klappirnar. Um fyrirkomulag styrkveitinga til ný- yrkju í Noregi mun Freyr nánar geta síðar. Sigurður Sigurðsson. JEnu um Landnám. Þess er áður getið hér í blaðinu að síð- asta Alþing synjaði félaginu Landnám um styrk. Sótti þá fél. um 1000 króna styrk á þessu ári til Búnaðarfélags íslands, en það hefir líka neitað og ber fyrir að Búnaðar- þingið hafi ekki á síðustu fjárhagsáætlun gert ráð fyrir þessari fjárveitingu árið 1926. Nú skal þess getið að Búnaðarfél. íslands veitti félaginu Landnám 1000 króna styrk 1924 án þess að þá kæmi til áætlun Bún- aðarþingsins. En árið 1925 fékk félagið Landnám enn þúsund krónur frá Búnfl. íslands, samkvæmt áætlun Búnaðarþings- ins. Nú telur stjórn Landnáms það senni- legt að stjórn Búfl. hefði getað veitt þessar 1000 krónur er síðast var sótt um eins og 1924, og finst að það styngi mjög í stúf við það sem formaður Búnaðarfélagsins heldur fram í blaði sínu »Tímanum«. Má vera að ihaldið í stjórn félagsins ráði. Um þetta mál skal það annars tekið fram að hugmyndinni um sjálfstæð nýbýli í sveitum og grasbýli við kaupstaði, er fyrst hreyft opinberlega af Hallgrími Þor- bergssyni (1913). í fyrsta hefli Búnaðar- ritsins 1923 ritar Sigurður Sigurðsson þá- verandi forseti Búnaðarfélagsins, um »Rækt- un og nýbýli« og heldur fram sömu stefnu. Síðan var félagið Landnám stofnað 23. marz 1924, fyrir forgöngu Sigurðar Sig- urðssonar búnaðarmálastjóra, Péturs Hall- dórssonar bæjarfulltrúa og Jóns H. Þor- bergssonar. Heldur félag þetta fast fram þeirri stefnu að stofna verði sjálfstæð ný- byli til sveita (með venjulegum skilyrðum) og grasbýli við kauptún. Síðan félag þelta var stofnað og gaf upp stefnuskrá sína, hafa framsóknarblöðin »Tíminn« og »Dag- ur« haldið hinu sama fram. í stjórn félagsins Landnám með liinum framantöldu frumkvöðlum, eru Jón Ólafs- son framkvæmdarstjóri og Grímúlfur Ólafs- son tollvörður, hafa þeir allir lagt á sig talsverða vinnu, án endurgjalds, til þess að koma framkvæmdum félagsins Landnám í gang og til þess að finna skipulag er starfa beri eftir, við stofnun nýbýla, hvort sem er við kaupstaði, sjávarþorp eða til sveita. Ekki má gleyma að geta þess að síðan félagið Landnám var stofnað hefir Jónas Jónsson borið fram frumvarp í þinginu um stofnun Bygginga- og Landnámssjóðs, sem enn hefir ekki fengið fylgi þingsins. Annars má þess geta að félagið Land- nám gefur lítið fyrir skrif og hávaða um þetta mikla velferðarmál, ef ekki fylgir nein sjálfsfórn. J. H. P. Molar. Ur utanför kom í byrjun júnímánaðar Pálmi Einarsson jarðabótaráðunautur. Fór hann utan í janúarmánuði til þess að kynna sér ýmislegt, sem að jarðrækt lítur. Viðdvöl hafði hann í Danmörku, Þýska- landi og Svíþjóð og ferðaðist þá allmikið um í löndum þessum.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.