Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1926, Blaðsíða 7

Freyr - 01.11.1926, Blaðsíða 7
F R E Y R 91 Festarklett. Þar búa þau Guðrún og Svein- björn, lítur þegar út fyrir að þeirra býli verði mjög til fyrirmyndar, enda eru þau hjón með þeim allra fremstu í landinu, hann sem byggingameistari en hún sem garðyrkjukona. Býlin eru rétt við akbraut- ina og brúna á Eyjafjarðará og er því hæg aðstaða til að selja afurðir til Akur- eyrar og stunda þar vinnu. Er hér enn nokkuð til fyrirmyndar. Austurhlíð við Reykjavík er eitt af ný- býlunum í grend við bæinn og er hið prýðilegasta. Olsen stórkaupm. í Reykja- vík hefir ræktað það, og bygt á því bæði íbúðarhús og peningshús, alt hið vandað- asta. Olsen keypti landið árið 1919, er það 10 ha. að stærð og er nú nærri því alt fullræktað. Árið 1920 fékk hann af landinu 45 hesta, en í sumar 560 hesta af töðu og 20 tn. af garðávöxtum. Olsen heflr þarna stórbú: 20 kýr og 50 svín, er það eina svínabúið á landinu. Hirðing og rækt- un þeirra er þarna í besta lagi og til fyr- irmyndar. Hann hefir selt nokkuð af svín- um til eldis út um land. þá hefir Olsen sett á stofn annað bú austur í Ölvesi, á Þóroddsstöðum og hugsar sér að hafa þar aðallega sauðfé. Olsen befir hinn mesta áhuga fyrir jarðyrkju og framförum í land- búnaði. Er hann mjög eindregið móti inn- flutningi á heyi til landsins og segir að hinn aukna heyfeng eigi að fá með rækt- un heima fyrir. Porsteinn Scheving lyfsali í Reykjavík hefir keypt jörðina Hvamm í Ölvesi, hefir hann sett vandaða girðÍDgu um 10 ha. óræktarjörð og er byrjaður að ræsa fram þetta land og ætlar að breyta því í tún svo fljótt sem verða má; og stofnsetja bú þar eystra. Er hann mikill athafnamaður, og telur sér ekkert starf kærara, en að rækta og vinna að landbúnaði. Vel sé öllum þeim, sem vinna að því heillavænlega starfi að rækta landið. Virð- ist nú rofa fyrir þeim tíma, sem margir landbúnaðarvinir hafa vonast eftir, að þeir menn, sem afla peninga á verslun eða sjávarútvegi eða á annan hátt utan land- búnaðar, leggi sparité sitt í að rækta landið. J. H. P. Rjómabúin. Síðustu ár hafa þau ekki látið mikið til sín heyra, enda ekki verið ástæða til þess þar eð framleiðslan hefir verið lítil. Sökum þess að búin hafa ekki sent skýrslu hvorki í ár eða í fyrra, verður ekki hægt að gefa nákvæmar tölur yfir framleiðsluna, heldur að eins tölu smjör- dunka. En þeir eru um 50 kg. nettó. 2 síðustu sumur störfuðu þessi bú: 1925 1926 Deildarár í Mýrdal 65 dunkar 65 dunkar Hofsár undir Eyjafj. . 47 — 47 — Fijótshlíöar . . . . 50 — 50 - Rykkvabæjar . . . . 43 — 92 — Rauðalækjar . . . . 102 — 115 — Kálfár . 36 — 30 — Áslækjar .... 45 — Hróarslækjar. . . . 104 — 92 — Baugstaða . . starfaði ekki 45 — Sandvíkur .... 40 - 40 - Þess ber að gæta að tölurnar í ár eru áætlaðar, og teknar á þeim tíma, sem ég heimsótti búin í sumar. Öll búin, að und- anteknu Áslækjarbúinu, hafa gert ost úr áfunum og sum töluvert af mysuosti. Það lítur út fyrir dálitla aukningu í ár. Betta er einkum í Þykkvabæjarbúinu, og stafar af því að búið byrjaði að starfa um miðj- an marsmánuð. Þetta er gleðileg framför og í áttina til að búin byrji að starfa alt árið, en þá um leið eykst krafan til betri bygginga og verkfæra, ogþessu hvorutveggja

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.