Freyr

Volume

Freyr - 01.11.1926, Page 12

Freyr - 01.11.1926, Page 12
96 FRE YR Hvannir. Á síðastliðnum vetri kom út matjurta- Bók eftir Einar Helgason garðyrkjustjóra, með þessu nafni. Pó nokkuð sé umliðið vil ég geta bókarinnar með fáum orðum. Bókin er í tveimur aðalköflum. í fyrri kaflanum eru almennar garðyrkjureglur, þar sem fyrst er lýst vali á garðstæði og undirbúningi við ræktunina. Rá er stutt- lega lýst skipulagi matjurtagarða og hvaða þýðingu sáðskifti hafa fyrir ræktun margra matjurta. Því næst er allítarlega ritað um áburð, gróðrarstíur og sáning að vorinu, um hirðing plantnanna yfir sumarið. Þá er skýrt frá helstu sjúkdómum, sem ásækja garðjurtir hér á landi og hvaða ráð séu til að verjast þeim. Að siðustu er talað um geymslu garðávaxta. — Síðari hlutinn er um einstakar tegundir garðjurta. En lang itarlegast skýrt frá ræktun gulrófna, kartaflna og káls, sem eru þýðingarmestu matjurtir okkar; en alls er talað um yfir 90 garðjurtir, sem hefir hepnast, með mis- jafnlega góðum árangri, að rækta hér á landi. Síðast í bókinni er talað um fræ- rækt og þá aðallega ræktun gulrófnafræs, Ég hika ekki við að fullyrða að þetta sé einhver þarfasta bók, sem gefin hefir verið út á siðustu árum hér á landi. Höf. hefir meiri reynslu og þekkingu á því sviði, sem bókin fjallar um, en nokkur annar núlifandi íslendingur, og væri betur að sem flestir hugsuðu líkt og höf. þar sem hann segir að sér fyndist skylt að skýra frá gróðurtilraunum sínurn og at- hugunum. Ef allir leiðandi menn búnað- armála vorra hefðu haft Ijósan skilning á þessu atriði, væru búvísindi okkar ekki svo skamt á veg komin, sem raun ber vitni. Yfirleitt er bókin samin mjög skipulega og rituð ljóst. Notaði ég hana við garð- yrkjukenslu siðastliðinn vetur, og virtist mér nemendurnir tileinka sér efni hennar fljótar en ég gat búist við eftir tíma þeim, sem náminu var ætlaður. Bókin mun því sjálfsögð kenslubók, þar sem garðrækt er kend hvort sem er í skólum eða á náms- skeiðum. Náttúrlega mun almenningur hér á landi aldrei rækta nema fremur fáar tegundir af þeim, sem nefndar eru og get- ur því orkað tvímælis hvort nauðsyn væri til að taka svo margar tegundir með. Enda mun ræktun margra þeirra svo óviss í flestum árum, að ekki er rétt að hvetja almenning til þess að reyna að rækta þær, slíkt gæti orðið til þess að vekja ótrú á ræktuninni. En þar sem jarðhiti er, eða jurtabaðstofur, má án efa rækta allar þær tegundir, sem nefndar eru. En »Hvannir« hafa víðtækari verksvið en að vera kenslubók. Hún er nauðsynleg handbók fyrir alla, sem fást við garðyrkju, og þarf því að komast inn á hvert sveita- heimili. Þar er lýst vinnuaðferðum við ræktun flestra tegundanna, og hefir höf., að mínu áliti, tekið rétta stefnu að eyða miklu rúmi til þess, því að alt of fáir kunna réttar vinnuaðferðir við ræktun matjurta. Yfirleitt má segja, að í bókinni sé svo mikill fróðleikur og margþættar leiðbein- ingar, að hver maður, sem kann venjuleg sveitastörf, þó hann hafi aldrei við garð- rækt fengist, geti með atbeina bókarinnar ræktað þær garðjurtir, sem staðhættir á hverjum stað leyfa. Hvanneyri 20. okt. ’26. Steingr. Steinþórsson. Hrútasýningar hafa í haust verið haldn- ar um Vestur-Skaftafells-, Rangárvalla- og Árnessýslu. Theodór Arnbjörnsson ráðu- nautur hefir verið á þeim fyrir hönd Bún- aðarfélagsins.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.