Freyr

Volume

Freyr - 01.11.1926, Page 15

Freyr - 01.11.1926, Page 15
PRE YR 99 ► > um. Var álitið að sýning þessi hefði verið sú bezta, sem féiagið hefði haldið. Fjórir hrútar fengu I. verðlaun, áttu þá: Jóhann- es J. Reykdal, 4. vetra hrútur heima alinn, undan hrút frá Leifsstaðabúinu i Eyjafirði, Guðjón Sigurðsson í Pálshúsum, 4 v. hrút- ur keyptur frá Jóhannesi J. Reykdal, Bjarni Bjarnason, Straumi, 4. vetra hrútur frá Vigfúsi Péturssyni á Gullberastöðum í Borgarfirði, Jón H. Rorbergsson, 4. vetra hrútur keyptur frá Snorra Jónssyni, Þverá í Laxárdal í Pingeyjarsýslu. Mjög höfðu menn gaman af sýningu þessari. Getur það mjög glætt áhuga fyrir fjárræktinni ef sveitabúnaðarfélög tækju upp þá venju, að halda samskonar sýn- ingar við og við. Getur það og orðið til að styðja starfsemi Búnaðarfél. íslands í þessa sömu átt. J. H. P. Byggingar í sveiturn. Á eftirtöldum stöðum hefir á þessu ári, verið bygt eftir fyrirsögn Jóhanns Fr. Kristjánssonar. íbúðarhús: Kárastöðum í Ringvallasveit, Sandvík í Flóa, Seljalandi í Rangárvalla- sýslu, Eyvindarstöðum í Laugardai, Úlfars- felli í Mosfellssveit, Horni í Skorradals- hreppi, Hreðavatni í Mýrasýslu, Harðar- bóli í Dalasýslu, Aðalvík í N.-ísafjarðar- sýslu, Stóru-Giljá í A.-Húnavatnssýslu, Litlu-Laugum í S.-Þingeyjarsýslu, Krossa- vik í Vopnafirði. Ennfremur: Grasbýli við Reykjavík (öll bæjarhús í sambyggingu), eftir fyrirmynd þeirri er birt var í Frey. Bókhlaða á Húsa- vík, Samkomuhús í Biskupstungum, Fjár- hús á Björnólfsstöðum í Langadal og fjár- rétt í Fljótshlíð. Fleiri sem bygt hafa 1 ár, hafa notið leiðbeininga frá Jóhanni. Talsvert mun bera á því, að uppdráttum og fyrirsögn sé ekki fylgt. Veldur þvi oftast, ýmist þekk- ingar- eða kæruleysi smiðanna. Þeir skilja fæstir, að þeirra hlutverk er að fram- kvæma sem nákvæmast eftir fyrirmynd- unum. Nythæsta kýr Sjálands mjólkaði í fyrra 12326 kg. mjólkur með 3,82% feiti. Úr mjólkinni fengust 526 kg. af smjöri. Kýr- in át 8130 fóðureiningar. Sú sem komst henni næst, mjólkaði 8968 kg. Það verður langt, langt, þangað til marg- ar kýr verða þessari líkar, en hún sýnir möguleika sem til eru, ef þeir eru rétt notaðir. Við vitum ekki hvað til er í ís- lenzku kúnum, en mér kæmi ekki á óvart þó þar væru líka til möguleikar sem væru stórir, miklu stærri en okkur dreymir um. P. Z. Til kaupenda Freys. Um leið og vér endum þenna árgang blaðs vors, finnum vér oss skylt að þakka öllum þeim, er á einn eða annan hátt hafa stutt oss við útgáfu blaðsins. Vér þökkum öllum þeim er hafa ritað í blaðið, og vér þökkum kaupendunum — sérstaklega þeim er hafa greitt oss skilvíslega andvirði blaðsins, — og vér vitum að þeir, sem enn skulda oss, munu senda oss borgun svo fijótt sem ástæður leyfa. Hinsvegar sjáum vér oss eigi fært að senda þeim blaðið framvegis, sem við næsta nýár skulda fyrir 3 árganga eða meira. En strax og um skuldina er samið mun blaðið verða sent þeim, ef þeir óska þess. Vér þökkum ennfremur auglýsendunum fyrir þann stuðning er þeir hafa veitt oss. Engum mun ljósara en oss, að blaði voru er í ýmsu áfátt, enda ritstjórn þess mest unnin í hjáverkum og frístundum. En vér viljum reyna að ráða bót á göll-

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.