Freyr - 01.01.1927, Blaðsíða 16
6
F R E Y R
varanlegur, og því meira sem hann vex,
því betur stendur þjóðin að víg'i, bæði í
efnalegu tilliti og menningarlegu. Hverri
þjóð ber heilög skylda til þess að vinna að
því með alúð sem orðið getur verðmætur
arfur til komandi kynslóða, hvort það er
verklegt eða andlegt starf, undir það heyr-
ir ekkert starf — verklegt fyrirtæki — eins
ákveðið eins og að rækta landið. En þetta
starf hefir þjóðin vanrækt. Af miljón ha.,
sem hún á af auðunnu landi til ræktunar,
hefir hún enn ekki ræktað nema um 22
þúsund ha. (ca. 2%). Atorka þjóðarinnar
hefir beinst í aðra átt, síðan hún hóf bar-
áttu til sjálfstæðs atvinnureksturs. Ef
hinu sama á fram að fara, síg'ur stöðugt á
hina sömu ógæfuhlið, að borgarlýður fjölg-
ar og' þjóðin ánetjast meira og meira er-
lendum háttum og hagsmunum og stefnir
á braut niðurlægingar, Jarðyrkjan hefir
þann annmarka að ágóði kemur seint í
hendi og sjaldan með milkum uppgripum
af peningum, aðal verðmætið felst í land-
inu sjálfu, sem er ræktað eða á annan hátt
til nytja. Með ræktuninni er óverðmætinu
breytt í verðmæti. Með aukinni jarðrækt, er
best stefnt að því, að þjóðin lifi sem mest á
sínu og' verði minna háð erlendri óáran.
Með ræktun og með því að fólkinu fjölg-
aði einkum í sveitunum, fækkar öreigalýð,
þar tapar þjóðin heldur ekki svo tilfinn-
anlega þeim krafti, sem hún verður að
missa við iðjuleysi og vinnuleysi, sem :.lt af
fylgir kaupstaðalífinu. í sveitunum fæðist
upp hraustara, duglegra og íslenskara fólk.
í ársriti Fræðafélagsins árið 1921 hiit-
ist í þýðingu grein eftir Hermann Lund-
borg, kennara í þjóðlíffræði við háskólann
í Uppsölum. Höf nefnir grein jiessa: „Verk-
smiðjuiðnaður og' þjóðarheilsa“. Hann full-
yrðir að kjarni hverrar þjóðar sé bænda-
stéttin, eða það fólk, sem stundi jarðyrkju.
Hún sé það heillavænlegasta og hollasta
Starf fyrir þroska og menningu hverrar
þjóðar. Aftur á móti úrkynjist sá hluti
þjóðanrta, sem í borgunum búi, og að bæði
verkamannastéttin þar og embættismanna-
stéttin geti ekki haldist við nema að þar
komi til viðhalds fólk af bændastétt eða af
fólki uppfæddu í sveitum. Af þessum á-
stæðum o. fl. telur hann það lífsspursmál
hverrar þjóðar, að sem flest fólk hafi bú-
setur í sveitum og stundi jarðyrkju, ótt-
ast hann mjög um afdrif sinnar þjóðar
vegna vaxtar borganna og verksmiðjanna
þar.
Þetta er alviðurkendur sannleiki, sem
ekki virðist vanþörf á að minna íslendinga
á, því að hingað til hafa þeir gengið all-
verulega fram hjá honum. Veg'na þessa
sannleika, leggja nú allar menningarþjóð-
ir fram stórfé árlega til þess að rækta jörð-
ina, fjölga bændabýlum til sveita og stuðla
að því, að sem flest af sonum og dætrum
alist upp í sveitunum.
íslendingar hæla sér af því að eiga dug-
legustu sjómenn í heimi, en þeir geta það
ekki nema á meðan sveitirnar og sveita-
fólkið í kaupstöðunum leggur þá til.
Undanfarandi kaflar þessarar ritgerðar
hafa fjallað um horfur. Eins og sakir
standa eru horfurnar óglæsilegar. Fólkið
er horfið úr sveitunum frá nær ótæmandi
verkefni og komið í kaupstaðina, þar sem
skortur margra og atvinnuleysi ber að dyr-
um. Góðar engjar standa víða í sinu, ár
eftir ár, af því að mannshöndina vantar til
að vinna þær. Ræktaðir blettir og fénaður
er á strjálingi um landið. En í kaupstöð-
um er fólkið í hundruðum — og jafnvel á
hverri stundu í þúsundum, — sem hýmir
og' drepur tímann; en tíminn er peningar.
Atvinnuvegirnir eiga mjög erfitt upp-
dráttar, sökum þess, hve mikið fer í rekst-
urskostnað. Hér má taka ljóst dæmi af
bónda, sem býr í sveit með meðalfjölskyldu,
segjum að hann hafi 70 ær og 2 kýr og 4
hross. Börnin eru ekki komin það á leg'g,