Freyr - 01.01.1927, Blaðsíða 32
22
F R E Y R
Fréttabréf úr sveitunum.
Undanfarið hefir „Frey“ l)orist allmikið
af fréttabréfum víðsvegar að af landinu.
Bréf þessi myndu taka of mikið rúm í blað-
inu, ef þau væru birt í heild, og hefir því
verið ákveðið að birta að eins útdrátt eða
kafla úr bréfunum, og vonar ritstjórnin að
bréfritararnir misvirði það ekki.
Af Fljótsdalshéraði:
.... Fé reyndist með betra móti í haust,
einkum fullorðið fé, en þó er það nokkuð
misjafnt. Þyngsti Iambhrútur, sem vigtað-
ur hefir verið hér í Skógum vóg 57 kg.
Verklegar framkvæmdir eru nokkrar í
sumar, svo sem vegabætur, símalagning og
húsabyggingar. Bygð viðbót við skólahús-
ið á Eiðum og lokið við læknisbústaðinn á
Hjaltastað. Báðar þessar byggingar eru
með tvöföldurn veggjum, tróði og miðstöðv-
arhitun. Á Eiðum er hitað út frá ofni, á
Hjaltastað frá eldstónni. Húsabyggingar
eru nokkrar hjá bændum, misjafnar að
gæðum. Eini bóndinn sem byggir ineð tvö-
foldum veggjum er Heigi Finnsson á Geir-
ólfsstöðum. Gerir hann alt sem unt er til
að húsið verði hlýtt. Ég get þess vegna þess
að það er óvenjulegt.
S. 1. vetur ferðaðist Skarphéðinn Gísla-
son frá Vagnsstöðum um sambandssvæðið
að tilhlutun Búnaðarsambands Austur-
lands og athugaði rafvirkjunarmöguleika.
Ferð hans hefir vakið mikinn áhuga fyrir
rafvirkjun og eru einstakir menn þegar
byrjaðir. T. d. var bygð rafstöð á Sléttu í
Reyðarfirði í haust og Berunesi við Beru-
fjörð. Einnig er unnið að stöðvarbyggingu
í Hrafnsgerði í Fellum og Hnefilsdal á Jök-
uldal, Strandhöfn i Vopnafirði og Höfn á
Bakltafirði, og ef til vil er það víðar, þó
mér sé það ekki kunnugt.
Búnaðarsamband Austurlands hefir haft
vinnuútgerð í sumar. Starfsdagar hennar
verða með flesta móti. Ýmist notaður plóg-
ur eða Hankmoherfi eða hvorttveggja. Bún-
aðarfélög á Austur- og Norður-Völlum og
Skriðdal hafa myndað með sér félagsskap
í því skyni að auka ræktaða landið og
verða einhvers styrks aðnjótandi samkv.
jarðræktarlögunum. Félögin leggja til
starfsmann, verkfæri og aktýgi, en vinnu-
þiggjendur leggja til hesta. Unnið haust og
vor og eingöngu notað Hankmo-herfi.
Dagsl. fullunnin með því einu á 2 dögum
(20 tímum) að meðaltali. 4 hestar notaðir
í einu og unnið með þeim allan daginn.
Herfavinnan er ekki hestvönd. Flestir tveir
búendur geta lagt saman nægan hestkraft.
Hallgrímur á Ketilsstöðum lét fullvinna
nokkur stykki í vor. Sáir engu grasfi'æi.
Sléttan með samfeldum gróðri í haust, alt
að því úttektarfær.
Með samtökum verður fjöldanum kleyft
að auka ræktunina, annars kemst hún
hvergi áfram og jarðræktarlögin verða
dauður bókstafur. Sannast þá það, sem
einn af athuguluslu bændum hér fyrir aust-
an sagði við mig: „Jarðræktarlögin eru að-
eins fyrir þá ríku, hinir fátæku hafa þeirra
engar nytjar“.
Á aðalfundi Búnaðarsambands Austur-
lands s. 1. vor var samþykt í einu hljóði að
fela stjórn Sambandsins að vinna að stofn-
un húsmæðraskóla á Austurlandi og hraða
jjví máli. Mál þetta er í undirbúningi og
beinist athyglin sérstaklega að Hallorms-
stað.
Mjóanesi, 9. október 1926.
Benedild M. G. Blöndal.
Úr Suður-Þingeyjarsýslu:
. . . . Uppskera úr görðum mun hafa
verið góð. Gulrófur og næpur vaxa hér al-
staðar, en kartöfluræktinni verður ekki
treyst. Bregst til jafnaðar í þrjú af hverj-