Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1927, Blaðsíða 23

Freyr - 01.01.1927, Blaðsíða 23
F R E Y R 13 gaumur, en við því má ekki daufheyrast í framtíðinni. Hvernig er taðan okkar í ár? Efnagreining á töðu frá því í suinar þekki ég ekki. Sé hún til, er hún ekki að- gengileg fyrir almenning. Á henni verður því ekki hyggt. En allir eru nú farnir að nota töðuna og hafa því fengið reynslu á henni samanborið við töðu undanfarinna ára. Og sú reynsla segir töðuna ekki góða, heldur afleita. Sumstaðar er varla hægt að láta geldar kýr, hvað þá kálffullar, haldast við á henni. Alstaðar þar sem ég hefi spurn- ir af, er ekki hægt að fá vorbærur og síð- bærur, sem fóru inn í haust í 10—12 mörk- um (10—12 kg. á sólarhring) í mál, til að injólka meira en 4—5—6 merkur, þó dekr- að sé við þær eins og hægt er, og þær fengn- ar til að éta 14—16 kg. á dag, eða 28—32 inerkur í mál. Af sömu gjöf af góðri töðu, eru sömu kýrnar vanar að mjólka 10—12 kg. á dag, og fitna þó þá, en haldast illa við nú. Og ef einhverstaðar heyrist talað um nýbæru, sem ekki fær l'óðurhæti, þá hrapar úr henni nytin, þó hún sem snöggv- ast hafi komist í einhverja nyt, og hún hætt- ir fyrst að geldast, þegar hún er komin nið- ur í 6—7 inerkur í mál. Fyrst þá, virðist komið jafnvægi á, milli þess sem hún fær í töðunni og þess sem hún þarf sér til við- halds og mjólkurmyndunar. Vothey gefið með töðunni. 1 sumar gerðu fleiri vothey en áður, og var það ekki að ástæðulausu. Þó voru ýmsir sem gerðu það ekki. Astæður til þess eru aðallega tvær. Sú er önnur, að inenn eru hræddir um að það mistakist. Það get- ur, ef til vill, komið fyrir, því öll mann- anna verk geta mistekist, en það er ekki frekar ástæða til að ætla, að votheysgerð- in mistakist en hvað annað. Það er síst vandasamara að gera vothey en þurhey, og því ekki frekar ástæða til, að votheysgerð en þurheysverkun mistakist. Margir sem vilja gera vothey, og gefa það fé, eru hræddir um að með því fái þeir riðu í féð. Þeir gera það því ekki þess vegna. Þetta er líka ástæðulaus ótti, enginn veit af hvérju riðan kemur, en hitt er víst, að margir hafa gefið vothey um margra ára skeið og aldrei átt riðuveika kind, ineðan aðrir, sem aldrei hafa séð vothey missa árlega fleiri eða færri kindur úr riðu. Votheyið í vetur reynist sérlega gott með töðununi. Kýrnar mjólka hetur, og þrífast betur, og á þeim bæjum sem gefa það, að nokkru ráði, verður ekki vart við laka- þemhu í kúm, sem annars her mjög á. Arið í ár ætti því að kenna hændum að gera vothey framvegis, sérstaklega þegar óþurkar koina. Fóðurbætir með töðunni. Ég hjóst við því í sumar, þegar ég sá hvernig töðurnar fóru, að þær mundu reyn- ast illa til fóðurs, og sérstaklega bjóst ég við, að í þær mundi vanta eggjahvítu. Ég fékk mér því fóðurbæti, sem er blanda af 5 tegundum olíukaka, og sem inniheldur 470 gr. af eggjahvítu i hverju kg. Af þess- ari blöndu gaf ég vor- og síðbærunum i haust, fyrst eftir að þær komu inn, um % kg. á dag, og á meðan geltust þær ekki. Eft- ir að snemmbærur báru, varð ég að draga af fóðurbæti við sumar síðbærurnar, en taka fóðurbætirinn alveg frá öðruin, og um leið og það var gert, geltust þær niður í 6 merkur í mál. Nýbærurnar komust þrjár í 18 og 19 merkur, með því að fá % af gjöf- inni í votheyi og 1 kg. af fóðurblöndunni á dag. Nú eru þær að byrja að geldast, en eru enn í 16 og 17 mörkum og fá sömu gjöf. Ein nýbæra (kvíga) komst að eins í 12 merkur og er í því enn. AÖrir, sem ég þekki, hafa gefið rúgmjöl. I því eru næringarefnin um einn sjöunda

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.