Freyr - 01.01.1927, Blaðsíða 30
20
F II E y R
unum, sem síðan fara um bæi og sveitir
landsins. — Það er ekkert lítill lærdómur,
sem heimtaður er af kenslukonum, og það
er heldur ekkert lítið sem ríkið hefir lagt
fram til mentunar kenslukvenna í hús-
mæðrafræðum. — Hin sterka hlið Norð-
manna í öllu sínu starfi í þágu heimilanna,
er að kenna hinum ungu starfsglegi, nýtni
og bættar vinnuaðferðir.
Ég vil lofa lesendum „Freys“ að sjá það
með tölum, hvað húsmæðraskólarnir eru
taldir nauðsynlegir með Norðmönnum. Svo
sjálfsögð þykir mentun kvenna þar, að t. d.
húsmæðraskólinn á Eiðsvelli, sem byrjaði
að starfa 1919, starfar 10 mánuði á ári og
sækja hann 30 nemendur árlega. 1924 hafa
útskrifast frá honum 152 nemendur, en um
hann hafa sótt á sama tíma 355. Svona
skilja norsku konurnar húsmæðrafræðsl-
una. — Það má ennfremur bæta því við,
til fróðleiksauka fyrir þá, sem um þessi
mál vilja hug'sa, að hér um bil hvert hér-
að í Noregi, hefir nú velbúinn hússtjórnar-
skóla, og hver bær, stór og lítill, heiman-
gönguskóla með hússtjórnarnámi fyrir ung-
lings stúlkur. Á heimangönguskólunum er
ókeypis fræðsla og kosta bæjarfélögin þá
að mestu leyti.
Ég get nú ekki stilt mig um, í sambandi
við þetta, að minnast á ástandið hjá okk-
ur. Það er þá fyrst til að taka, hvar er
stofnun eða skóli á okkar landi, sein veitir
þeim fræðslu sem vilja verða kenslukonur
í húsmæðrafræðslu, svo þær geti tekið
þann starfa að sér? — Mér vitanlega hvergi
hér. Þær konur, sem vilja leggja lit á þá
braut, verða að fara til útlanda, og þá ann-
að hvort til Danmerkur, og þangað fara
flestar, eða til Noregs.
En við þetla er það að athuga, fyrst og
fremst, að þetta verður kostnaðarsamt nám
og þegar þær góðu konur, sem í þetta ráð-
ast, koma heim, þá kenna þær ekki lengur
íslenska matreiðslu, heldur danska eða
norska.
Það bóklega getur veðir nothæft á hvaða
máli sem er, en tíma tekur það að notfæra
sér og komast niður í framandi máli, þó
danska sé. Annað það, að það er einmitt
skylda þessara skóla að vaka yfir þjóðlegri
matargerð og lagfæra það, sem betur má
fara. — Það væri nær fyrir Búnaðarfélag
íslands að styrkja húsmæðrakensluna i
landinu, og til þess hefir það skyldur, svo
að hún kæmist í það horf, að við mættum
vel við una, heldur en vera að styrkja stúlk-
ur, sem sigla á Sorö húsmæðraskóla til 5
mánaða náms, eða á einhvern annan hús-
mæðraskóla utanlands, nema hlutaðeigandi
hafi lært heima fyrst, og fari utan til frek-
ara náms.
Það sem okkur vantar tilfinnanlegast
núna, það eru kenslukonur með innlendri
þekkingu, sem geta haft á hendi umferða-
kenslu i bæjum og sveitum.
Mér hefir því dottið í hug, hvort ekki
væri framkvæmanlegt að Hússtjórnardeild
Kvennaskólans og okkar tilvonandi Staðar-
fellsskóli, gætu bætt úr brýnustu þörf. Ég
veit það, að hússtjórnardeild Kvennaskól-
ans í Reykjavík, eins og hún er nú getur
það ekki. En eftir 15 ára reynslu er tími
til kominn, að færa hana í það horf, sem
við getum felt okkur við og tíminn krefur.
Ég vil því skjóta því til hlutaðeigenda
hvort ekki sé tiltækilegt að auka nú deild-
ina þannig að hún verði sjálfstæð, bekkja
heimavistirnar falli burt og deildin verði
stækkuð þannig, að 24 stúlkur gætu notið
þar fræðslu og vistar í einu. Þá geta tvær
kenslukonur starfað við deildina, og þá
mætti koma á hana fullkomnu hússtjórn-
arskólaformi, sem í öllu gæti staðið jafn-
fætis útlendum skólum. — Af deildinni,
aukinni að bóklegri fræðslu og lausri við
matarsöluna, (til kostgangara) getum við