Freyr - 01.01.1927, Blaðsíða 34
24
F R E Y R
tíma fékkst ekkert bóluefni. Úr rekstri úr
Fljótshlíð, ca. 1300 að tölu, sem var rekinn
til Reykjavíkur til sláturhússins, drápust
50 lömb á leiðinni úr bráðapest. —
Jarðrækt: Búnaðarsamband Suðurlands
hélt uppi hér í sýslu umferðaplægingum i
sumar með 2 mönnum og' 6 hestum. Plægð-
ar voru 65 dagsl., mest í Holtahreppi. Tók
hreppsnefndin, eða hreppsbændur, lán í
sameiningu til þess að koma þeim jarða-
bótum í framkvæmd. Var plægt hjá 26
bændum í Holtahreppi, 8 í Landeyjum, 5 í
Landsveit og 4 í Ásahreppi. Verð sem næst
100 kr. fyrir að plægja og herfa dagsl. og
frítt uppihald fyrir mennina meðan á
vinnunni stóð. Að nokkru leyti voru þess-
ar plægingar herfaðar, en sökum þess hve
frostið kom snemma varð það minna en
til stóð. —
Gamlaársdag 1926.
G. Þ.
Molar.
Pálmi Einarsson, jarðabóta-ráðunautur
Búnaðarfélags íslands hefir gerst meðeig-
andi að „Frey“, og mun framveg'is taka
þátt í ritstjórn blaðsins.
Afgreiðslumaður blaðsins, Sveinbjörn
Benediktsson, varð einnig meðeigandi á ár-
inu sem leið.
Leiðaruisi um fyrirkomulag og hirðingu
Fram-skilvindunnar hefir Kristján Ó. Skag-
fjörð stórkaupmaður gefið út. Bæklingur
þessi er á íslensku og með fjölda mynda,
og því nauðsynlegur fyrir alla sem eiga
Framskilvindur eða ætla sér að kaupa þær.
Bæklingurinn mun sendur ókeypis þeim er
óska. (Sjá augl. á kápu blaðsins).
Af Rauðasandi er skrifað: Gott kýrefni
kalla ég það, er þau eiga ívar bóndi
Magnússon og Rósa Benjamínsdóttir i
Kirkjuhvammi. Hún bar í sumar í júlí að
fyrsta kálfi, þá liðl. 2ja ára og mjólkaði
18 kg. á dag er hún var fullgrædd og
mjólkaði hæst. Komin út af Kjósar-Rauð,
fyrsta kynbótanauti félagsins.
Samgöngurnar milli Borgarness og
Reykjavikur eru dýrt spaug. í haust keypti
sá er þetta ritar 14 ær ofan úr Borgarfirði
og varð að borga í flutningsgjald undir
ærnar — sem komu með „Suðurlandinu"
úr Borgarnesi — á fimtu krónu undir
hverja, eða láta tvær ærnar upp í flutnings-
gjaldið. Hvergi nokkurstaðar á bygðu bóli
veit maður til að slíkt okur eigi sér stað, að
borga þurfi 1/7 af verði gripa fyrir að fá
þá flutta með gufubát 3—4 klukkutíma
ferð. Eins og er kostar fáum krónum meira
að flytja stórgripi sjóðleiðis frá Reykjavík
til Akureyrar, heldur en til Borgarnes með
„Suðurlandinu“.
Halinn dregst aftur úr. Æfinlega eru
einhverjir fyrstir og einhverjir síðastir, al-
drei verða allir jafnir eða alt jafnt. Enn
er það svo, að 129 bændur, sem eiga um
3000 kýr, og sem eru og hafa verið í eft-
irlitsfélögunum dönsku, eiga ekki betri kýr
en það, að meðal nytin er undir 2300 kg.
hjá hverjum þeirra um sig, og' hjá sumum
neðan við 2000. Þeir dragast aftur úr. En
þeir eru heldur ekki í nautafélögum, og
það er yfirleitt ekki nema nokkur hluti
bændanna, sem í eftirlitsfélögunum eru.
En þeir þurfa líka að vera í nautafélögum.
Annað er ekki nóg, með því fæst ekki nema
hálft gagn.
Þetta þurfa þeir í eftirlitsfélögunum hér
heima að muna. Hafa nautahaldið í lagi.
Passa að ná í reynslu nautsins og nota
hana. Sé það gert, fæst fljótt naut sem má
treysta, og þeir sem ná í það verða ekki
„hali sem dregst aftur úr“. P. Z.
Prentsmiðjan Gutenberg.