Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1927, Blaðsíða 17

Freyr - 01.01.1927, Blaðsíða 17
F R E Y R 7 að þau vinni til neinna verulegra drátta. Nú hagar svo til, að hjónin geta ekki heyj- að handa fénaðinum nema að taka kaupa- mann yfir sláttinn, og einn kvenmamr þurfa þau yfir árið. Nú má athuga hvað hægt er að selja fyrir peninga á þessu ári (1926): 70 kg'. ull á 2/20 ........ kr. 154.00 55 dilka á 23/ ............ — 1265.00 Alls kr. 1419.00 Nu verður að gjalda kaupamanni 50 kr. á viku í 9 vikur ........... kr. 450.00 og kvenmanni yfir árið ..... — 500.00 Alls kr. 950.00 Af því, sem hann selur af búinu á hann þá eftir 1419 -4- 950 == kr. 469.00. Með þessuni 469 kr. á svo bóndinn að kaupa til heimilisþarfa, borga rentur og afborganir af skuldum og greiða opinber gjöld. Mjólk- in úr kúnum fer öll í heimilið, 15 af dilk- unura fer í vanhöld og til heimilis. Sömu- leiðis 10 kg. af ull eða af gemlingum sem gengið er út frá að séu 10 og því alls 80 kindur á fóðri. Sennileg'a hefir hann um 10 lömb á fóðrum en fargar af áin í þess stað. Þessi útkoma sýnir ekkert annað en það, að vinnukrafturinn er sú vara, sem orðin er svo dýr að hún er ókaupandi. Hvað sjávarútveginn áhrærir, verður út- litið ekki betra, þar kemur hið sama í 1 jós, vinnukrafturinn er ókaupandi. í Hafnar- firði var kaupið 1914: Karlmenn höfðu þá 30 aura um klukkutímann og 40 aura í eft- irvinnu, og kvenmenn 18 aura og 24 aura. Nú er þetta kaup hækkað í kr. 1.20 og 2.20 og 80 aura og 1.25 aura. Nú er ekki hæg't að ná með peningana, sem fást fyrir fiskinn, lil þess að borga reksturkostnað. Árið 1914 var fiskur seldur (stórfiskur) 90—92 kr. skpd., en í ár (1926) á 108—120» krónur skpd. 1914 var meira af fiski, sem veidd- ur var á öngul og við hann minni kostnað- ur, en við togarafiskinn. Eins og nú horfir, miðar að því að lama og stöðva framleiðsluna, sem allir rnögu- leikar til viðhalds, sjálfstæðis og framfara þjóðinni eru bygðir á. Nú mun lesarinn spyrja: Er þetta að kenna fólksstraumnum úr sveitinni? Já, vissulega! Fólkið er of fátt í sveitunum, vinnulaunin því komin þar í óeðlilega hátt verð, fólkið of margt i kaupstöðum, húsa- leigan þar því óeðlilega há og kaupinu haldið þar óeðlilega háu, bæði vegna henn- ar og vegna þess að fjöldi manna verður að ganga vinnulaus með löngum köflum. í næsta kafla verður fjallað um, hvað gera þarf til þess að rétta við atvinnuveg- ina og stöðva fólksstrauminn úr sveitunum. Frh. .7. 7/. Þ. Framtíðarmál Rangárþings Eftir Pálmn Einnrsson, ráðunnut. Á síðasta Alþingi var samþykt jiingsá- lyktun um fyrirhleðslu í Þverá í Rang- árvallasýslu. Með henni er landsstjórninni heimilað að verja 5000 kr. til bráðabirgðar- fyrirhleðslu, til varnar framrensli Markár- fljóts í Þverá. Annar liður tillögunnar er áskorun frá Alþingi til ríkisstjórnarinnar um, „að láta rannsaka og gera áætlanir um fullkomna fyrirhleðslu til varnar skemd- um af Markárfljóti og nálægum vatnsföll- um, svo og um þau mannvirki, er nauð- synleg eru til varnaf farartálma af þeim“. Tilraun sú, er þingið gefur heimild til að varið sé fé til, var framkvæmd og bar eng- an árangur. Var þess eigi að vænta að með

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.