Freyr - 01.01.1927, Blaðsíða 25
F R E Y R
15
Iíöjlands-mjólkurbú, 1883—1924.
legar byggingar fyrir
búið, útbúnar með
öllum nýtísku tækj-
um fvrir mjólkur-
meðferð, bæði smjör-
og ostagerð o.
Þessar byggingar og
áhöld hafa kostað
750,000 kr.
Eigi eru til neinar
skýrslur um það hve
mikla mjólk þetta
mjólkurbú hefir haft
til meðferðar fyrstu
árin, en það var lítið
til að byrja með.
Arið 1890 var mjólkin .... 289.000 kg.
— 1910 — — .... 2.170.000 —
— 1923 — — .... 4.684.000 —
Þessar tölur sýna, að mjólkurframleiðsl-
an hefir aukist stórkostlega.
Vér stöndum nú við lík vegamót og Norð-
menn, þá þeir voru að byrja að koma
mjólkurbúum sínum á fót. Umbótamögu-
leikarnir eru hér meiri, í mörgum sveitum
landsins, en hvort oss auðnast að fá jafn
miklu eða meiru áorkað en frændur vorir,
mun sjást á komandi tímum.
8. Sigurðsson.
Efri-Hvoll.
Rjörgvin Vigfússon og Ragnheiður Ein-
arsdóttir, eru þau einu sýslumannshjón á
landinu, er ávalt hafa stundað landbúnað.
Meðan Björgvin hélt Skaftafellssýslu, bjó
hann að Höfðabrekku. Heimili þeirra
hjóna, El'ri-Hvoll í Rangárvallasýslu, ber á
sér mikinn myndarblæ, bæði utan húss og
innan og hefir tekið miklum stakka-
Fyrsta og síSasta byggingin.
skiftum í tíð þeirra hjóna. Túnið stækkað
um 10 ha. (30 dagsl.), er það með feg-
urstii túnum á landinu. Byggingar reisu-
legar og vel gerðar. Síðast er þar bygt fjós
fyrir 10 kýr með haughúsi, alt úr stein-
steypu með járnþökum, mjög vandað. Fén-
aður er þar góður, sauðfé vænt og ræktað
meira en gerist alment, nautpeningur mjög
vænn og' afurðamikill. Kýrnar fá tóma töðu,
þó mjólkuðu þær þar til jafnaðar síðasta
ár, 2851 lítra með 3,48% litu og geldstöðu-
tími var til jafnaðar 3 vikur. Heyeyðslan
var um 28 hestar af töðu (pr. 100 kg.) á
kú. Með 30 aura verð á líterinn varð hreinn
arður af kúnni 425 krónur. Sýslumaður
hefir altaf uxa, sem hann beitir að vetrin-
um, og telur arðvænlegt.
Björgvin cr einlægur áhugamaður uni al-
mennar framfarir og þá fyrst og fremst
héraðs síns og hefir átt mikinn þátt í fram-
förum þess síðan hann kom þangað.
Berst hann nú fyrir því, að komið sé upp
s.kóla í héraðinu, í lýðháskólaformi, verði
hann settur á jörð sýslunnar, Stórólfs-
hvol, og samhliða verði hafin ræktun á
Hvolsvelli, sem er mjög vel fallinn lil rækt-
unar.