Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1998, Page 5

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1998, Page 5
Fréttir frá Sclfossi Hér á Selfossi eru nú starfandi 8 ljósmæður í tæplega 5 stöðugild- um. Hér er því stöðug viðvera ljósmæðra allan sólarhringinn, og sjáum við um allar konur sem leggjast inn vegna meðgöngu, fæðingar og sængurlegu, sinnum „göngudeildarkomum" auk síma- þjónustu sem getur verið ótrúlega fjölbreytt. Okkar svæði er allt Suðurland frá Selvogi austur að Skeiðarársandi, þó reyndar sé misjafnt hvort þær konur sem lengst eiga að sækja komi til okk- ar eða bíði hjá ættingjum í Reykja- vík. En stundum leita til okkar konur annars staðar frá sem eiga langt að sækja fæðingaþjónustu frá sínu heimili, en eiga ættingja hér nálægt ( eða bíða jafnvel með fjölskyldunni í sumarbústað). Fjöldi fæðinga hefur verið 160-180 á ári nú undanfarið, en hefur verið mjög breytilegur í gegnum árin og farið eftir ýmsu, og má þar nefna samgöngur, að- gengi að ljósmæðrum og læknum sem þætti sem ætla má að hafi áhrif á hvar konur kjósa að fæða og liggja sængurlegu. Árið 1994 fékk sjúkrahúsið dá- g ó ð a upphæð að gjöf, og var h e n n i varið í að gera upp fæðing- ardeild- ina. Var þá sett h o r n - b a ð k a r við fæð- i n g a r - stofuna og fóru konur ein og ein að prófa bað sem verkjameðferð, og nú fara flestar konur í baðið. Alltaf er þó ein og ein sem hefur ekki áhuga eða líkar það illa, og svo eru auðvitað þær sem fæða of fljótt til að komast í það. Okkur finnst mjög gott að hafa baðið sem valkost í verkjameðferð, og það nýtist konunum oftast af- bragðsvel. Árið 1997 var farið að bjóða konum að fæða í vatninu, og var það Áslaug Hauksdóttir ljósmóðir sem var hvatamaðurinn að því. Fyrsta bamið fæddist í baðinu þann 16. febrúar það ár, og síöan hafa verið 23 vatnsfæðingar. Ljósmæður sinna nú allri með- gönguvemd í Árnes- og Rangár- vallasýslum. Herborg hefur farið í Þorlákshöfn, en Svanborg hefur séð um Selfoss og nágrenni um langt árabil. Matthildur ljósmóðir er í Laugarási en þar er heilsu- gæslustöð fyrir uppsveitir Árnes- sýslu. í Hveragerði leita konur ýmist til Selfoss eða Reykjavíkur í meðgönguvernd. í haust tók Sig- urlinn að sér meðgöngu- og ung- bamavernd á Hvolsvelli og Hellu. Á Klaustri er Guðleif Helgadóttir, en í Vík er ekki ljósmóðir. Sigurlinn og Herborg sjá um foreldrafræðslu, sem em fjö|urra kvölda námskeið. Þau eru haldin hvenær sem næg þátttaka fæst, þ.e. fyrir ca. 8 pör, og er mikill áhugi á þeim. Nú í októberlok kom Sía Jóns- dóttir ljósmóðir frá Akureyri og hélt námskeið um áhættumeð- göngu. Þetta var tveggja daga námskeið, vel sótt, og voru þátt- takendur mjög ánægðir. F. h. ljósmæðra á Selfossi Sigríður Pálsdóttir. UÓSMÆÐRABLAÐIÐ 5

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.