Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1998, Side 6

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1998, Side 6
Ahuga\>ert lesefni Þessum pistli er ætlað að kynna nýtt lesefni sem tengist Ijósmóðurstarftnu. / þessu blaði er œtlunin að kynna 3 ritgerðir Ijósmœðra sem útskrifuðust á þessu ári. Ljósmœðurnar hafa veitt leyfi til að birta útdrœtti ritgerð- anna í heild sinni ogfá þœr bestu þakkir fyrir. Virkjun feðra \ bamaumönnun - í>áttur Ijósmesðra í jafnréttisbaráttunni Guðlaug Einarsdóttir, 1998 Ritgerð þessi er unnin sem loka- verkefni í ljómóðurfræði í desem- ber 1997. Hún fjallar um það hvernig jöfn ábyrgð kynjanna á börnum geti leitt til þess að jafna stöðu þeirra á vinnumarkaðnum. Fræðilegra heimilda var aflað hjá Karlanefnd Jafnréttisráðs, í tölvu- leit í Medline og með snjóbolta- aðferð í gegnum heimildaskrár. Auk þess var tekið opin klukku- stundar viðtöl við tvo íslenska feður til að bera fræðilegar heim- ildir við íslenskan veruleika. Þrátt fyrir stóraukna atvinnuþátttöku kvenna bera þær enn höfuð- ábyrgðina á börnum og heimili og er það ein aðalástæða þess að þær njóta ekki jafnréttis á við karla á opinberum vettvangi. Karlar hafa þó verið að vakna til vitundar um skyldur sínar við börn en hafa mætt miklum mótvindi af hálfu fagfólks og fjölskyldu þar sem þeir eru enn álitnir einungis stuðningsaðiliar kvenna í barn- eignum. Réttindaleysi karla til fæðingarorlofs hefur einnig reynst þeim fjötur urn fót. Konur hafa sjálfar risið upp á móti tilkalli karla til barna sinna og túlka má það á tvo vegu: annað hvort vilja konur ekki missa hlutverk sitt sem umhyggjusama foreldrið eða þær vilja ekki gefa eftir það vald sem hefðbundið hlutverk þeirra hefur gefið þeim inni á heimilinu á meðan ekki er jafnvægi á vinnu- markaðnum. Með aukinni ábyrgð karla á börnum sínum jafnast staða kynjanna á heimilinu og í beinu framhaldi af því á vinnu- markaðnum þar sem skuldbind- ingar kynjanna dreifast þá jafn- víða. Við myndun nýrrar fjöl- skyldu skapast verkaskipting í umönnun barna milli foreldranna. Ljósmæður eru þarna í lykilhlut- verki vegna einstakrar nálægðar sinnar við ungar fjölskyldur. Því er mjög mikilvægt að hún komi fram við föður og móður sem jafnvíga foreldra sem bera sömu ábyrgð og hafa sömu skyldur gagnvart börnum sínum. Með þeirri framkomu leggur ljómóðir grunninn að jafnri ábyrgð foreldr- anna í barnaumönnuninni sem leiðir til betra sambands þeirra, aukins jafnréttis á vinnumarkaðn- um sem og á heimilinu og auð- ugra mannlífs. Belgjarof í fðeöingu - Béttur konunnar, samráösOiðhot'pö, hlutOerk Ijósmóöurinnar Jenný Inga Eiðsdóttir, 1998 Legvatnið gegnir mikilvægu hlut- verki á meðgöngu og í fæðingu. Það verndar barn og móður fyrir skaða, sársauka og sýkingum. Markviss stjórnun fæðingar eða „Active management of labo- ur“ hefur gengið sér til húðar. Rof á belgjum snemma í fæðingu, sem rútínu fyrir allar konur, er ekki hægt að réttlæta með vísindaleg- um rökum. Allra nýjustu rann- sóknir benda á aukningu á keis- aratíðni vegna fósturstreitu ef belgir eru rofnir snemma í fæð- ingu. Það er sjálfsögð krafa og réttur hverrar konu og móður að fá að fæða í friði fyrir inngripum sem geta stofnað henni sjálfri eða barni hennar í hættu og sem geta truflað eðlilegan gang fæðingar. Nauðsyn er á samráði við konuna ef belgjarof eða annað inngrip er fyrirhugað, það felur í sér upplýs- ingar og valfrelsi. Það er skylda ljósmóðurinnar að standa vörð um konuna og hennar rétt og gera það sem í hennar valdi stendur til að halda fæðingunni náttúrulegri. Samfelld 6 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.