Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1998, Síða 8

Ljósmæðrablaðið - 15.12.1998, Síða 8
Störf Ijósmæðra í brennidcpli Á því ári sem er að Iíða hafa ljósmæður og störf þeirra fengið mikla athygli fjölmiðla og almennings. í upphafi ársins útskrifuðust fyrstu ljósmóðurnem- arnir frá Háskóla íslands og var af því tilefni mikil umjöllun í hinum ýmsu fjölmiðlum um nám, störf og hugmyndafræði ljósmæðra. Ekki var sú umræða fyrr hjöðnuð en ljósmæður efndu til veglegrar ráðstefnu og buðu til sín tveim þekktum, erlendum fyrirlesur- um sem veittu viðtöl í sjónvarpsfréttatímum, dag- blöðum og tímaritum og beindu aftur athygli þjóðar- innar að því mikilvæga hlutverki sem Ijósmæður hafa í samfélaginu og hvernig þeirra hugmyndafræði endurspeglar trúna á hið eðlilega og náttúrulega í barneignaferlinu. I sumar birtist síðan viðtal í einu dagblaðanna við konu sem fæddi barn sitt heima í vor og ljósmóðurina sem aðstoðaði við fæðinguna. Þar með hélst umræðan um fæðingar og ljósmæður enn gangandi. Vinnudeilur ljósmæðra á Landspítal- anum um mitt sumarið minntu á mikilvægi stéttar- innar. Nú nýverið birtist svo grein í Veru eftir aðra konu sem fæddi heima og í kjölfarið voru stofnuð samtök áhugafólks um heimafæðingar, svo enn á ný eru störf ljósmæðra í brennidepli. Um þessar mundir beinist einnig athygli almennings erlendis að störfum ljósmæðra því á metsölubókalistum er nú skáldsaga um ljósmóður sem lendir í því að vera kærð fyrir manndráp eftir að heimafæðing fór úrskeiðis (Mid- wives - a novel, eftir Chris Bohjalians). Neikvæð umræða, svo sannarlega, en engu að síður nauðsyn- leg og vel til þess fallin að gefa ljósmæðrum færi á að ræða störf sín og viðhorf. Höldum áfram svona og fáum konur í lið með okkur til að styrkja stöðu ljós- mæðra í samfélaginu. Dagný Zoega Ljósmóðir, IBCLC Bankastjórar í fædingu 3 # Nýtt líf! Sú góða tilfinning sem fylgir því að geta sinnt bankaviðskiptum sínum í næði þegar manni hentar best, óháð afgreiðslutíma og erli hefðbundinna bankaútibúa er eins og að hefja nýtt líf. Enda fjölgar bankastjórum í Ileimabankanum stöðugt. Heimabankastjórar • geta sinnt sínum bankaviðskiptum heima eða í vinnunni, hérlendis eða erlendis þar sem netaðgang er að finna, á öllum tímum sólarhringsins. Þeir spara sér ótal ferðir til og frá banka, eru alltaf með bókhaldið á hreinu og geta treyst á fullkomið öryggi og leynd upplýsinga í Heimabankanum. Það kostar aðeins 80 krónur á mánuði að reka sitt eigið útibú í Heimabankanum! Bvrjaðu nýtt líf strax - en prófaðu samt fyrst! Kynntu þér sýnishorn af Ileimabankanum á www.isbank.is. bar getur þú prófað hvernig það er að stjórna eigin útibúi áður en þú ákveður þig. Ileimabanki íslandsbanka er svo aðgengilegur að bankaviðskipti verða hreinn barnaleikur. /SLANDSBANK/ 3 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.